Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.01.1982, Blaðsíða 23
töku og töluðu tungum, segir hann. Hann hafði enda ekki i huga að „rífa niður vegginn, sem skilur að kaþólskan og evangelískan kristindóm". Þeir, sem hlutu „skírn andans", voru þvi hvattir til að vera kyrrir í kirkju sinni. Það hafa þeir lika gert, og þeir, sem eru málum kunnugir, segja, að þeir séu enn betri synir kaþólsku kirkjunnar en áður. Við þekkjum allnokkuð til kaþólskra kenninga. María er getin óflekkuð í kviði móður sinnar og því fædd án erfða- syndar. Þegar hún hafði fætt Jesúm, eignaðist hún ekki fleiri börn. Að lokum steig hún upp til himná í líkamanum. Þar er hún nú himnadrottning og nýtur tilbeiðslu guðrækins, kaþólks fólks. Þetta eru kennisetningar, sem óskeikull páfi hefur mælt fram. Þeim er ekki unnt að breyta. Sérhver sannur kaþólsk- ur maður verður að álíta þær réttar. Hið næsta, sem menn búast viö fljótlega, er kenningin um, að María hafi tekið þátt í endurlausnarverki Krists. Við þetta bætast kenningar um dýrlinga, helgigripi, helga dóma, hreinsunareldinn og messufórnina, auk viðhorfsins til hjálpræðisins og helgunarinnar. Getur kaþólskur maður, sem hefur hlotið „skírn andans", haldið fast við slíka lærdóma? Getur hreyfing, sem gerir kröfu til að vera gædd heilög- um anda í ríkum mæli, hvatt menn til að vera kyrrir í slíkri kirkju? Og hvað um tungutal þeirra? Heilagur andi er andi sann- leikans, og Jesús segir, að hann munu leiða okkur í allan sannleika. Erfitt er að átta sig á, hvernig þetta getur komið heim og saman, enda er það staðreynd, að kaþólskir menn, ..skírðir af andanum", snúa sér alls ekki frá þessum kenn- ingum, heldur beygja sig enn dýpra en áður fyrir kirkjunni. Kunn orð Lúthers koma ósjálfrátt upp í hugann: „í kenn- ingunni get ég ekki slakað neitt til, en ég get sýnt tak- markalausa þolinmæði gagnvart breytninni. Kærleikurinn þolir allt, en kenninguna verður að varðveita undanbragða- laust. Ef þú hleypir djöflinum að í einu atriði, eyðileggur hann allt. Ef við missum eina grein, missum við allt.“ Skiptir kenning Biblíunnar karismatisku vakninguna þá litlu máli? Hér virðast vera heilmörg samkomulagsatriði, ef menn tala aðeins tungum, Eining og sundrung Eitt atriði enn er einkenni- legt: Varla er til nokkurt trúarsamfélag, sem hefur haft aðra eins tilhneigingu til að klofna í mismunandi hópa og söfnuði og einmitt tungutals- hreyfingin. Ekki eru skoðanir alltaf mjög ólíkar, en nógu ólíkar til þess, að menn segja skiliö við fyrri hóp. Um þetta eru dæmi bæói hér á heimaslóöum, í Vesturheimi og víðar. Menn taka þá grundvallarafstöðu, að sá, sem þiggur ..skírn andans", skuli vera kyrr í söfnuði sínum til þess aö koma á framfæri þessum nýja krafti. En oft verður reyndin sú, að i staðinn fyrir nýjan kraft kemur upp óeining og sundrung. Jafnvel kristnir vinir taka að fjarlægjast hver annan, þegar annar verður gagntekinn af þessum skoöun- um. Auðvitað getur þetta stafað að einhverju leyti af mis- tökum á báóa bóga. Þó veröur að telja, að orsökin liggi dýpra. í raun og veru verða menn ólíkir í andanum. Þeir finna það, þó að þeir nefni það ekki einu oröi. Þetta er óneitanlega einkennilegt. Og það vekur ótta. h’ó að þetta verði ekki upp á teningnum alls staðar, getur víst enginn neitað því, að það gerist víða. En er það þá í raun og veru andi Guðs, sem er hér að verki? Andjnn sameinar lýð Guðs. Hann sundrar ekki, Það, sem heilagur andi kemur til leiöar, er auðmjúkur andi, sem •netur aðra meira en sjálfan sig. Tryggð er einn ávöxtur heilags anda. Páll talar um „einingu andans í bandi frið- arins" (Efes. 4,3). „Þér eruð allir einn maður í samfélag- inu við Krist Jesúm" (Gal. 3,20). Hvernig getur þá átt sér stað, að þessi eining verði að engu í þessum tilvikum? I»örf núðurgjöf Vel má vera, að einhverjir álíti, að slíkt hik og tormerki, sem hér hefur verið bent á, séu tákn um óvild og óviðeigandi efa- semdir. Já, þetta eru efasemdir. En þær stafa hvorki af óvild né ósæmilegu hiki. Þvert á móti er hér um að ræða þess konar efasemdir, sem ritningin hvetur okkur að sýna. í upptalningunni á náöargáfum, sem Guð gefur, er líka nefndur hæfileikinn til að greina anda (1. Kor. 12,10). Þetta er kallað gáfa. Þessi gáfa er jafnvel nefnd á undan tungu- tali og útlistun. Söfnuður, sem viðurkennir allt, sem sagt er, að sé verk- an heilags anda, lendir í trúarvingli og andlegri þoku. Það sé fjarri mér að hafna tungutalinu. En tungutalið á að vera ekta, ekki mannleg athöfn eingöngu. Það á að vera verk Guðs. Tungutal er gjðf, sem gefin er af náð, en er ekki laun fyrir mannlegt erfiði. Hún veitir ekki þeim, sem hefur hana, neitt sérstakt stig af heilagleika, ekki frekar en aðrar náðar- gáfur. Korintumenn töluðu tungum, en voru mjög skammt á veg komnir i'helgun og andlegum þroska. Jesús segir, að við eigum ekki að dæma. En hann bætir við: „Gefið eigi hundum það, sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín, til þess að þau troði þær niður með fótunum og snúi sér við og rífi yöur í sundur" (Matt. 7,6). Munur er á aó dæma og dæma um eitthvaó. Við eigum aö vita, hvað er heilagt og hreint og ekki láta flekka það og troða það niður í svaðið. Ef við hættum aó varðveita það, sem heilagt er, verður gagnrýnisleysið ógæfa okkar. Það snýr við og rífur okkur í sundur. Ó, hve lýður Guðs þarfnast nú þeirrar gáfu að greina andana. „Trúið ekki sérhverjum anda," ritar Jóhannes. „Reynið andana, hvort þeir séu frá Guði" (1. Jóh. 4,1). Náðargjafirnar eru gefnar „til þess, sem gagnlegt er" (1. Kor. 12,7). Afturhvurf Um notkun tungutalsgáfunnar á til hjúlprœðis safnaðarsamkomum er það að segja, að hún skal á hverjum tíma metin í Ijósi þess, hvort hún stuölar að þvi að uppbyggja og efla safnaðarlífið. Það skal sagt Korintumönnum til hróss, að þeir tóku hina harðorðu ofanígjöf Páls til greina. Þeir heföu getað litið svo á, að þeir hefðu verið auðmýktir og særðir, og talið, að athugasemdir hans væru ótilhlýðilegar aðfinnslur. En þeir gerðu það ekki. Það hafði líka kostað Pál mikið sálarstríð að skrifa þetta bréf. Hann skrifaði það í kvöl og tárfellandi, „til þess að þér skylduð komast að raun um þann kærleika, sem ég ber til yðar í svo ríkum mæli" (2. Kor. 2,4). Að vísu urðu Korintumenn hryggir, er þeir fengu bréfið. í því voru alvarlegar ásakanir. Það kom við snögga bletti. Hér er sagt við þá, sem hugðu, að þeir væru orönir ákaf- lega andlegir, að þeir séu ómálga börn í Kristi og ( raun og veru holdlegir í hjarta sér. En þeir gengu í sjálfa sig og viðurkenndu brot sín og misnotkun. Það varð þeim til hjálpræðis. „Hryggðin Guði að skapi verkar afturhvarf til hjálpræðis" (2. Kor. 7,8,10). 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.