Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 3
Hann er upprisinn! Hann lifirl Páskahugleiðing eftir Helgu S. Konráðsdóttur, guðfræðinema Þegar vonirnar brustu. Það var hnípin og óttaslegin kona sem lagöi af staö í dögun, morguninn eftir hvíldardaginn. Margt haföi gerst undanf arna daga sem var órœtt og óskiljanlegt, sem vakti ugg í hjarta hennar og þyrlaöi upp óteljandi spurningum sem hún átti engin svör viö. Hann, sem haföi eitt sinn mœtt henni meö þeim afleiöingum aö líf hennar umturnaöist, var dáinn, haföi veriö deyddur á hinn smánarlegasta hátt eins og hver annar glœpamaöur. Hún haföi eitt sinn lifaö óhamingjusömu og tilgangslausu lífi, en eftir aö hún kynntist honum breyttist líf henn- ar í gleöi og friö. Hún var ekkert einsdœmi — allir sem höföu mœtt honum uröu ekki samir aftur. Og þau trúöu því og sannfœröust um þaö aö hann væri Guö, Messías sem vœri kominn til aö breyta eymd og vonleysi í gleöi og sigur. En hvaö haföi svo gerst? Þau fylgdust meö honum er hann var dreginn fyrir dómstóla, smán- aöur og niöurlœgöur, negldur upp á kross, yfir- gefinn af lionum sem hann kdllaöi fööur sinn. Þaö virtist dllt glataö. Jesús haföi tapaö síöasta leikn- um, hann haföi oröiö undir í baráttunni viö eyöi- leggingaröflin í tilverunni. Þau voru vonsvikin, þau sem höföu yfirgefiö allt sem þau áttu, atvinnu og œttingja, til þess eins aö fylgja honum. Og þaö fór þá svona. Hvers vegna? Var hann þá ekki Guö eftir allt saman? Nú var hún, ásamt tveimur öörum konum, á leiöinni upp aö gröfinni þar sem hann haföi veriö lagöur, til þess aö smyrja líkama hans. Ekki varö undrun hennar og ótti minni þegar hún sá aö gröfin var tóm og mann sem sagöi: „Hann er ekki hér. Hann er upprisinn.“ Hvað gerðist? Þessar hnípnu og vonlausu manneskjur uppliföu páskaundrið og upprisuna og fengu svör við sum- um hinna áleitnu spurninga og þær styrktust í trúnni á Jesúm og í samfélaginu hver viö aöra. En í hjörtum þeirra var þessi reynsla- leyndardómur, einn hinna órannsakanlegu og óskiljanlegu vega Guös. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.