Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 4
En hinn upprisni hefur frá hinum. fyrsta páska- dagsmorgni veriö sannfcering og drifkraftur læri- sveina hans. Allt frá því er konurnar hlupu í ótta og ofboöi til aö segja öörurn frá hinurn upprisna og í gegnum aldir pyntinga og píslardauöa til dags- ins í dag, hefur þessi atburöur rekiö fólk út um ötl lönd tU þess aö aUir geti fengiö aö vita: Hann er upprisinn! Hann er lifandi! Enn í dag er upprisan mönnum leyndardómur. Á tímum óþrjótandi upplýsingar og fullkomnari tækni en manneskjan hefur áöur þékkt og þegar menn þykjast hafa svör og skýringar viö öllum sköpuöum hlutum, er atburöurinn á páskadags- rnorgni foröum óútskýranlegur og dœmdur helber uppspuni, því „svona lagaö gerist ékki“. Upprisan er leyndardómur, óútskýranleg skUningi okkar, þótt viö höfum sannanir og vitni margra aö tómri gröf. Leyndardómur veröur ekki nema aö litlu leyti útskýröur, því ef hœgt er aö útskýra hann til fulls er hann ekki lengur leyndardómur. Gildi upprisunnar. En þessi huldi leyndardómur hefur ekki oröiö til þess aö kristnir menn hafi haldiö aö sér hönd- um eöa lagt árar í bát. Þvert á móti hefur hann veriö undirstaöa trúar þeirra, hvati til starfa og gefiö þeim fullvissu um aö Jesús sé meö þeim allt til enda veraldarinnar, af því aö þeir hafa reynt af eigin raun aö hann er lifandi og gefur lífi þeirra markmiö. í þessu er sannleikur upprisunnar fólginn í lífi mínu. Guö er hjá mér og meö mér og gefur tilveru minni hamingju og tilgang. Sú hamingja er ekki fólgin t lausn frá mannlegu ölduróti, stillu eöa stööugri sæluvímu t daglega lífinu. Hún er fólgin t því aö t sorgum og gleöi, mótlœti og meöbyr er sá meö mér sem sjálfur hrópaöi: ,,Guö minn, Guö minn, hvt hefur þú yfirgefiö mig?“, sá sem einnig sigraöi dauöann og mátt hins illa og lifir t dag. Þetta er kraftur upprisunnar — Jesús lifir í dag. Hann reis frá dauöum. Hann er áfram hér, sú helga vissa er páskagleöin sanna. Hann gaf sitilíf, aö lifa mœttum vér, og lífsins Drottinn vitjar állra manna. (Sr. Magnús Guðmundsson). Heilbrígð trú... Bænheyrsla FRAMH. AF BLS. !! Það er einkenni á kristnum manni, að hann er sannur. Það er einkenni á sönnum manni, að hann er raunsær. Það, sem er einfalt og hversdagslegt, á ekki að gera rómantískt og kalla kraftaverk. Sá, sem sækist sífellt eftir sérstæðri bænheyrslu, á líka á hættu, að spenna og eirðarleysi setji svip á bænalíf hans. Ef hann öðlast ekki þessa merkilegu bænheyrslu, heldur hann, að bænir hans séu máttvana og bornar fram í veikri trú. í staðinn fyrir trúnaðarsamfélag bænarinnar við Guð tekur við taugaveiklun og harðasprettur í bæninni. Öðlist hann enga stórfenglega reynslu, koma viðbrögðin, og bar- átta bænarinnar víkur fyrir sljóleika og uppgjöf. Þegar þetta viðhorf ríkir, hættir okkur einnig til að missa sjónar á því, sem er hinn eiginlegi ríkdómur og blessun bænarinnar. Hið stórkostlega við bænina er ekki það fyrst og fremst, að ég öðlast einmitt það, sem ég bið um, heldur þau óskiljanlegu réttindi, að ég, syndarinn, má vera í návist Guðs. Djörfung okkar til að biðja er ekki háð því, hvort við kunnum að segja frá mikilli og merkilegri bænheyrslu eða ekki, enda hverfur hún ekki, þó að við getum ekki sagt neinar sérstæðar bænheyrslusögur. Djörfung okkar er byggð á þeirri vitund barnsins, sem Guð hefur tekiö að sér, að fá að njóta umhyggju hins himneska föður. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.