Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 5
BRÉF FRÁ KENÝU Valdís og Kjartan skrifa Akurinn kannaöur Kongulai heitir svæði, sem er um 70 km frá kristniboðsstöðinni í Cheparería í Kenýu. Þar hafa orðið mestu vakningamar i Pókothéraði að undanförnu. Starfið þar má rekja tll predikara, sem Emmanúel heitir. Hann hefur predikað og vitn- að á eigin spýtur meðal íbúa þama um nokkurra ára skeið. Síðan fór Skúli að heimsækja fólkið stöku sinnum. Var það í mikilli þörf fyrir kristilega fræðslu. Árið 1980 var efnt þar til skímamámskeiðs, og fyrir um það bil ári vom um 100 manns skírðir í Kongulai, börn og fullorðmir. Síðan hafa Skúli og Kjartan heimsótt fólkið mánaðar- lega. Góðar móttökur. Kjartan fór fyrir nokkru í fjög- urra daga Tcönnunarferö til Kongu- lai, en hann heimsótti einnig nálægt svæði, sem Kara-Pókot kallast og taldist til Úganda, þar til fyrir nokkrum árum, að það varð hluti af Kenýu. „í þessu héraði býr ein- göngu Pókotfólk“, segir Kjartan, i.um 30 þúsund manns, en alls em Pókotmenn um 200 þúsund. Um helmingur fólksins þama eru hirð- ingjar. Þeir búa í norðurhluta hér- aðsins. Hinir eru bændur og hafa fasta búsetu." Kjartan hafði aðeins einn dag til umráða á þessu svæði, og ráðgerðu þeir Skúli að kanna svæðið betur síðar, bæði í bíl og úr þyrlu. í Kongulai var Kjartani tekið eins og þjóðhöfðingja og honum fengið hús með bámjámsþaki til umráða. Predikaramir Daníel og Emmanúel höfðu skipulagt heim- sóknina rækilega, og talaði Kjart- an að minnsta kosti tvisvar á dag. Alls heimsótti hann 7 staði. Einn þeirra heitir Miskwon. Þangað var haldið með fullan bíl af fólki. Það tók hálfa aðra klukkustund að kom- ast 30 km leið. Samkomustaðurinn var undir stóm, laufþýkku tré. „Þar hafði verð komið fyrir plönkum til þess að sitja á og biðu okkar þar um 30 manns. Fljótlega var farið að syngja á máli inn- fæddra, en Pókotfólkið elskar söng. Skammt frá sáum við nokkra ungl- inga, sem gægðust út undan trján- um eins og til þess að virða þessa furðulegu gesti fyrir sér, sérstak- lega þennan hvíta. Virtust þeir vera í vafa um, hvort óhætt væri að hætta sér nær. Auðséð var á öllu, að þetta var afskekktur staður. Konur gengu í skinnfötum og notuðu mikið skraut um hálsinn og höfðu hárið til á þann hátt, sem ekki tíðkast al- mennt, þar sem menning nútímans hefur hafið innreið sína.“ Vel hlustað. Þarna er engin heilsugæzla nema í 30—40 km fjarlægð, en margir þora ekki að koma í sjúkraskýli vegna fáfræði og hjátrúar. Margir vom haldnir augnsjúkdómum, sem valda blindu. En fólkið hlustaði vel á boðskap Kjartans, „bókstaflega drakk í sig hvert orð“, segir í bréf- inu Að áeggjan hreppstjórans þarna ákvað fólkið að reisa hús handa predkara, sem heimsækir það öðm hverju. Hann lagði fast að Kjart- ani, að predikunarstarf yrði eflt og komið yrði á skólahaldi og heil- brigðisþjónustu í einhverri mynd. Kjartan sannfærðist enn betur en áður um, að á þessum slóðum em mikil tækifæri til starfa, og hafa kristniboðarnir fullan hug á að sinna fólkinu, eftir því sem tök eru á. Ráðgert er á þessu ári að hefja byggingu biblíuskóla fyrir Pókot- héraö. Hann á að standa í Kapen- gúría, um 25 km frá Cheparería, og verða þar bæði námskeið fyrir safn- aðarfólk almennt og fyrir predik- ara. Kristnir stúdentar vorsins í Bryne í Noregi ætla að reyna að safna 180 þúsund norskum krónum til skólans, en það er háttur trúaðra menntaskólanema í Noregi, árið, „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir“. Frá akri kirkjunnar fyrir ncðan íbúðarhús Valdisar ogr Kjartans. Fremst á myndimii er Pálína, einn af starfs- mönnum kirkjunnar. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.