Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 11
iwu, enda er Páll kallaður til að boða það. Um þetta getur hann vitnað af eigin reynslu, því að hann hefur frelsazt og verið settur post- uh einungis af miskunn Guðs og náð Jesú Krists, 1, 1—17. Á þetta ber Tímóteusi að leggja aherzlu í söfnuðinum gegn þeim, sem fara villir vega í trúnni, 1, 18-20. mynd trúaðra manna í einkalífi sínu, 4, 11—16. Postulinn segir vini sínum til um, hvernig hann skuli koma fram við ýmsa aldursflokka og fólk í ýmsum stöðum í söfnuðinum, 5, 1 — 6, 2. Mest ræðir hann um stuðning við ekkjur, 5, 3—16, framkomu gagn- vart ,,öldungum“, 5, 17—25, og um sambúð þræla og húsbænda, 6,1—2. LITHAUGALAND: Þrengingar Tæpleg:a 80 af hundraði íbúa Lit- liaugalands eru kaþólskir. En Lit- haugaland er innlimað í Sovétríkin, og þess vegrna búa kristnir menn þar við ófrelsi. Prestarnir eiga erfitt um vik, því að þeim eru settar þröngar skorður. Þannig eru þeir prestar kallaðir „öfgameim“, sem veita börnum frasðslu í kristindóm- inum, og þeir, sem kunna að krefj- ast trúfrelsis, eru „farnir að skipta sór af stjórnmálum“. I*á má ekki finna að gruðleysisáróðri yfirvalda, það er „illt umtal uni Sovétríkin". Brot í þessiun efnum getur kostað menn allt að 12 ára fangelsi. 1 augum yfirvalda eru þeir prestar etns og vera ber, sem eru í samstarfi við öryggislögregluna, KGB. Lítill hópur presta vinnur með KGB. I*rír fjórðu hlutar allra kaþólskra presta í Litliaugalandi skrifuðu Brésnef bréf fyrir tveimur til þrem- ur árum og báðust undan því að þurfa að hlýða sovéskum lögum I þelm atriðum, er brjóta í bága við trúfrelsi. Skórir fjölmiðlar Útvarpsstöðin í Moskvu er engin landsliluta-stöð. Hún sendi árið 1981 dagskrár á hvorki meira né mlnna en 72 tungumálum og fór langt fram úr öðrum útvarpsstöðvum að þessu Ieyti. Ekki gera hlustendur ráð fyrir að heyra jákvætt efni um trúmál í umfjöllun þessa risa á vettvangi fjölmiðla. Það er því gleðiefni, að sú útvarpsstofnun, sem kemur næst útvarpi kommúnista I Moskvu, að því er varðar tungumálafjölda, er rekin á kristilegum grundvelli. Þetta er Trans World Badio, sem þýða mætti Alheimsútvarpsstöðin. I*ar tala í hljóðnema fulltrúar 62 tungumála, og efnið er kristilegt. Stöðin starfar ekki á einum stað, heldur eru dagskrárþættir sendir frá sex stöðvum á jafnmörgum stöð- um í heiminum. Kínverjar eru svo þriðju í röðinni, þegar talin eru tungumálin, því að útvarpsstöðin í Peking sendir út dagskrá á 43 tungumálum. Á Islandi hefur ríkið einkarétt á útvarpsrekstri. Ríkisútvarpið flytur raunar allmikið kristilegt efnl. Nú heyrast háværar raddir um, að rík- isvaldið eig! að gefa eftir einkarétt- inn. Kristnir menn ættu að gera sér grein fjTrir mætti og möguleik- um fjölmiðla. Erum við viðbúnir að ganga inn um hýjar dyr, sem kyiinu að opnast, ef útvarpsreglur yrðu rýmkaðar hér á landi í nánustu framtíð? Safnaðarlífið. Þá liggur postulanum á hjarta að ræða um guösþjónustu safnaöarins. Kristnir menn eiga að biðja fyrir öllum mönnum, ekki sízt yfirvöld- um, enda er almennur friður og velferð undir þeim komin. Hjálp- ræðisáform Guðs taka til allra manna, því að Jesús Kristur dó fyr- ir alla, 2, 1-7. Að því búnu gefur Páll reglur um þátttöku karla og kvenna í bæninni og safnaðarlífinu. Einkum leggur hann áherzlu á, að köllun kvenna sé á öðru sviði en köllun karla, þ. e. heima, en ekki í hinu opinbera starfi, 2, 8-15. Heill safnaðarins var mjög háð því, hvernig að því var staðið að setja menn til embætta, þ. e. til- sjónarmenn (biskupa) og safnaðar- þjóna, enda víkur postulinn nú að þeim mikilvægu málum og setur um þau reglur. Gáfur skipta ekki mestu máli. Hann gerir að vísu ráð fyrir, að þeir, sem sækjast eftir þessum hlut- verkum, hafi hæfileika til brunns að bera. En siöferöilegir eiginleikar varða meiru. Þeir eru algjör forsenda fyr- ir trausti manna til embættismann- anna, bæði innan safnaðarins og Utan, 3, 1-13 . Gildi embættisins má sjá á hinni háleitu köllun kirkjunnar: Hún á að vera stólpi og grundvöllur sann- leikans, — og mikill er leyndardóm- ur guðrækninnar, sem er kjarni sannleikans, sjálfsopinberun Guðs í JesúKristi, 3,14-16. Páll víkur því næst að atriðum, sem snerta Tímóteus sjálfan. Vegna villukenninga, sem lítilsvirða þá skipan, er Guð kom á í sköpun sinni, er fyrirsjáanlegt fráhvarf frá trúnni, 4, 1—5. Postulinn hvetur vin sinn því til að predika hina heilnæmu Jcenningu. Hann á að æfa í guðsótta í stað þess að leggja áherzlu á líkamlega þjálfun eða Píslir, 4, 6-10. í tíma og ótíma á hann að predika og iðka sálgæzlu, .lafnframt þvá sem hann er fyrir- ÞolgæSi og trúmennska. í lokin minnist hann aftur á villukennendurna og bendir á, hversu náið samhengi sé á milli villunnar og eigingimi og ágirndar. Gagnstætt þessu á Tímóteus að leggja áherslu á guðhræðslu og nægjusemi, 6, 3—10. Hann á að berjast hinni góðu baráttu trúar- innar og varðveita játninguna, sem honum er á hendur falin, unz Krist- ur kemur aftur, 6, 11—16. Sérstakri hvatningu á hann að beina til efnamanna í söfnuðinum, að þeir noti auðævi sín til góðra verka, 6, 17—19. Bréfinu lýkur Páll á því að end- urtaka orð sín um, að Tímóteus hirði ekki um vanheilagar hégóma- ræður villukennendanna, þær mót- ist af „rangnefndri þekkingu", 6, 20 -21. Sérhver sá, sem hefur forstöðu eða leiðsögn með höndum í söfnuði Guðs, ætt að lesa þetta bréf með sérstakri athygli og enda öll hirðis- bréfin. En öllum ber oss, kristnum mönnum, að lesa bréfin með bæn og íhuga, hver boðskapur þeirra er til vor. * A veitingastofunni Hann var bóndi, en var kominn til borgarinnar og fór þar inn á veitingastaö til þess aö fá sér hressingu. Þar var múgur og marg- menni, en eftir nokkra fyrirhöfn haföi hann fundiö sér autt sœti viö borö. Þegar hann haföi fengiö kaffiö á boröiö, spennti hann greip- ar og baö boröbæn. Einhver tók eftir þessu og hugö- ist gera gys aö sveitamanninum: „Jæja, er þetta alsiöa í þinni sveit, aö biöja Guö aö blessa mat- inn?“ spuröi hann. „Nei“, anzaöi bóndi, „ekki á meö- al svínanna“. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.