Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 12
SIGUR EB Hvernig gel ég unni^ • Er ég fyrirfram dæmdur til að bíða ósigur? • Get ég í raun og veru kallast kristinn þegar ég fell aftur og aftur fyrir sömu freistingunum? • Er það raunverulega svo að ég geti ekki unnið sigur? Spumingar eins og þessar em al- gengar í samtölum og sálusorgun, og í „spumingakössum" á mótum og „spumingadálkum" í kristileg- um blöðum. Líklega hafa flestir kristnir menn einhvem tíma spurt slíkra spuminga með sjálfum sér. Þú skalt álíta þig dáinn syndinni, I augum Guðs lifi ég nýju lífi. Freistingar geta verið svo marg- víslegar. Sumum okkar hættir oft til að ýkja, þannig að stundum er það svo, að það sem við segjum er ósatt. Óhreinar hugsanir eru vanda- mál annarra, og enn aðrir eru sí- fellt æstir og pirraðir á þeim sem þeir umgangast, pabba, mömmu eða systkinum. Sumir eiga við smá- hnupl að stríða og aðrir eru alltaf að tala illa um náungann. Við gæt- um lengi haldið áfram að telja upp á þennan hátt. Satan veit afar vel hvar við emm veikust fyrir og þar ræðst hann til atlögu! Er kristið trúarlif þá bara svona ? Fall — syndajátning — fyrirgefning — fall á ný o. s. frv.? Nei, Biblían talar einnig um frelsi undan valdi syndarinnar. „Synd skal ekki drottna yfir yður“, segir í Róm. 6, 14. Það er talað um að framganga í andanum. „Þá fuilnægið þér alls ekki girnd holdsins“ (Gal. 5, 16). En hvernig get ég þá unnið sigur? Ég ætla að gefa nokkur hagnýt ráð úr Guðs orði, sem mér virðist að hafi komið að gagni. En fyrst vil ég undirstrika: Þú mátt kallast Guðs barn jafnvel þótt þú fallir. Það er ekki sigur okkar yfir freistingunum, ekki árangur okkar í helguninni, sem gerir okkur kristin. Satan vill að við höldum það. Hann hvíslar að okkur: „Nei, þú getur ekki verið kristinn eins og þú ert. Þarna féllstu rétt einu sinni.“ Með þessu fær hann okkur til að hætta að hafa hugfast það sem Jesús hefur gert fyrir okkur og til að horfa aðeins á okkur sjálf í stað- inn. En ef frelsun okkar byggðist á því hve vel okkur gengi að lifa sem kristnir einstaklingar, þá væri hún lítils virði! Nei, við erum Guðs börn vegna fœöingar, ekki vegna hegöunar. Þegar við leituðum til Jesú með synd okkar og lif okkar, þá fyrir- gaf hann okkur synd okkar. Við vorum íklædd réttlæti Krists og andi Guðs tók sér bólfestu í okkur. Biblían kallar þetta endurfæðingu. Við fæddumst inn í f jölskyldu Guðs — sem Guðs börn. Sem börn getum við komið til föður okkar með hrösun og ósigur. Hann elskar okkur vegna Jesú! Við missum ekki af náðinni vegna þess að við föllum fyrir freistingu. Við eigum á hættu að missa af henni ef við viljum ekki játa synd okkar og kjósum að lifa í syndinni. Samt vill Guð að börn hans hegði Ég hafði einblínt á freistinguna og sagt við sjálfan mig: Nú máttu ekki, nú máttu ekki ... og «í- hafnaði í skurðinum. I 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.