Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 14
Vertu ekki andlega slappur. Notaðu B-vítamínin! bræðrasamfélagið og B4 er brotn- ing brauðsins. Við vitnuðum áðan til orðanna: „Framgangið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki gimd holds- ins.“ Að framganga í andanum fel- ur m. a. í sér að lifa í B-unum f jór- um! 4. Notfærðu þér að skrifta! Því miður segir reynslan okkur það, að jafnvel þótt við séum vel búin, þá tekst andstæðingnum oft að leika á okkur. Og stundum höf- um við ekki löngun til að berjast gegn syndinni — okkur langar tii að syndga, og við gerum það, en okkur líður hræðilega illa á eftir. Hvað er þá hægt að gera? Þá er mikil hjálp í að skrifta. Farðu og játaðu synd þína fyrir kristnum einstaklingi sem þú treystir, gjarn- an presti, prédikara eða leiðtoga, sem hefur þagnarskyldu. Dragðu það sem angrar þig fram í ljósið. Segðu frá öllu eins og það er. Dragðu ekkert meðvitandi und- an. Það kostar mikið. Það er auð- mýkjandi. En það er einnig ólýsan- lega gott — þú verður frjáls! Og það er ekki þú sem bíður ósigur með þessu, heldur Satan. Sjálfur veit ég ekki um neitt sem hjálpar betur en einmitt það að skrifta. Það er svo stórkostlegt að heyra skriftaföðurinn (eða skriftamóður- ina) segja: „Samkvæmt fyrirheiti og boði Jesú Krists boða ég þér fyrirgefningu allra þinna synda í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda.“ Þá missi ég alveg löngunina til að drýgja þá synd, sem ég ját- aði, í langan tíma á eftir. Finndu þér skriftaföður eða skriftamóður sem þú getur farið reglulega til. Það hjálpar! Verðum við smátt og smátt syndlaus? Ef við vinnum sigur á einu sviði, þá ræðst Satan á okkur á öðru, og jafnvel þótt við höfum staðist lengi, þá getum við samt fallið aftur. Gætum þess því að hreykja okkur ekki upp, heldur klæðumst alvæpni Guðs daglega og berjumst gegn hinu illa. Auk þess fer það svo að eftir því sem við kynnumst Jesú betur, þeim mun meir mun heilagleiki hans op- inbera synd okkar. Syndin er ekki bara það ranga sem við gerum, hún er í eðli okkar og því eru bestu verk okkar smituð af synd. Páll postuli taldi sig í hópi fremstu syndara við lok lífs síns (1. Tím, 1,15). En samt getur hann hvílt í því að náð Guðs nægir hon- um. Náð Guðs nægir okkur einnig. Við erum frelsuð af náð! Oddvar Sovik. DUfi flRASOn Skrifstofa Hafnarstræti 5 — Sími 13662 - 13490 Eigum álager bn^vinkiliám, t.dIPE, UNP.HEB ffliatiám, plötuiám, rúniárn. ferk^Jr öxulstál og fleira- prófílrör.stálskufíu'■ zeraðog ssöjEjasssiss. skuldbindingar. --- Efnislager Borgarholtsbraut 86, Kópavogi — Sími 44330 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.