Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 15
EUGENE kraup ekki, þegar hann bað þessa bæn. Hann hugsaði ekki heldur um, hvað hann ætti að segja, fyrr en hann var búinn að segja það. En orðin brutust með ofsa frá hjarta í dýpstu örvæntingu og neyð. Og hann varð gagntekinn ómót- stæðilegum krafti og öruggri sann- færingu um, að Guð mundi á ein- hvern hátt svara bæn hans. Næsta morgun var hann staddur í hliðarherbergi, þegar hann heyrði allt í einu einhverja hreyfingu inni í herbergi Blanche. Hann gægðist inn um dyrnar og sá þá, að hún sat uppi í rúminu. — Hann hefir gert það! hrópaði hann. — Gert hvað? sagði Blanche. — Guð hefir gert þig heilbrigða. Ég vissi, að hann mundi gera það, og hann hefir gert það. Og hann blaðaði af tur með titr- andi fingrum í Jóhannesarguð- spjallinu og fann frásöguna um Lazarus. Hann sagði Blanche frá henni með fáum orffum, án þess að lesa hana. Hann skýrði henni frá þvi, sem gerðist um nóttina, og hvernig hann hefði beðið og hve ör- uggur hann hefði verið um, að Guð mundi lækna hana. — Jæja, sagði hún, — ég er ef- laust betri. — Betri? hrópaði hann. — Þú ert alheilbrigð. Guð hefir gert þig heil- brigða. Vertu hér, á meðan ég næ í morgunverðinn. Á eftir getur þú farið á fætur og klætt þig, svo skul- um við fara út. Og Blanche fór á fætur og klæddi sig eftir morgunverðinn. Þegar læknirinn kom, stóð hann eins og steini lostinn fyrir framan hana og starði á hana, mállaus af undrun. — Hvað hefir komið fyrir? spurði hann. Og Eugene sagði honum frá öllu. — Undarlegt, sagði hann, — mjög undarlegt. Þau fóru úr bænum sama dag. Og alls staðar, þar sem þau komu, greindi Eugene frá öllu, sem komið hafði fram við Blanche. Sérstak- lega sagði hann fréttirnar gömlu vinunum þeirra, sem höfðu búizt við því á hverjum degi, að kona hans mundi deyja. Fólk, sem hafði aldrei heyrt Eugene tala um Guð fyrr, hlustaði undrandi og með athygli, þegar hann sagði frá, hvernig hann hefði verið leiddur til þess að lesa frá- söguna um Lazarus í Jóhannesar- guðspjalli. Hann sagði einnig frá bæn sinni. En vinir hans ypptu öxlum og sögðu sín á milli og á bak honum: — Allt þetta æsingatal hans um trúna er mjög slæmt einkenni. Hann er vafalaust alveg að því kominn að fá taugabilun. Þessir langvinnu, þungbæru erfiðleikar hafa verið manninum um megn. Við verðum að reyna að sefa hann. Þeim hefði ef til vill tekizt að finna einhverja skýringu á uppnámi Eugene, sem nægði þeim, en þeir gátu ekki skýrt hina skyndilegu lækningu Blanche á sama hátt. Hún var augljós staðryend. Og þegar þessi undarlegi atburð- ur með Blanche fréttist — og það fréttist mjög bráðlega, einnig með- al fyrrverandi húsbænda þeirra — var litið á hina undursamlegu lækn- ingu Blanche sem fyrsta flokks efni til þess að vekja eftirtekt og upp- nám. Þeir vildu efna til „Stórkost-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.