Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 16
legrar afturkomu Walfredshjón- anna til leiksviðsins". TILBOÐ um nýja og betri samn- inga streymdu til þeirra næstu daga. En Eugene vísaði þeim öllum á bug. Því að dálítið undarlegt og óvenjulegt hafði einnig gerzt í per- sónulegu lífi Eugene, auk þess sem Blanche hafði orðið heilbrigð. Hann hafði gert samning við Guð. Á þessum tíma hafði hvorugt þeirra ljósan skilning á því, hvað þau ættu að taka sér fyrir hendiu-. Eugene vissi aðeins, að Guð mundi fyrr eða síðar sýna þeim, hvað þau ættu að gera. Þau fóru í kirkju á sunnudögum, og á öðrum dögum vikunnar fóru þau í heimsóknir til hinna mörgu kunningja sinna. Þau báðu innilega til Guðs, að hann vildi sýna þeim næsta skref, — en þar sem ekkert svar kom við þessari bæn fyrstu mánuðina, voru þau bæði í mesta ráðaleysi með, hvað þau ættu að taka sér fyrir hendur. Þá ákváðu þau að leggja mál sitt fram fyrir prestinn í söfnuðinum, þar sem þau sóttu kirkju, og leita ráða hans og leiðbeininga. Prestur- inn tók mjög vingjamlega á móti þeim. Hann hlustaði með athygli á ævisögu þeirra síðustu mánuðina. Þegar þau höfðu lokið frásögn sinni, sagði presturinn orð, sem gerði þau bæði mjög undrandi — því að hann sagði þeim, að þau skyldu fara aftur til síns gamla starfs og lifa hinu nýja, kristna trúarlífi sínu I gamla umhverfinu meðal gömlu vinanna! Eugene varð mállaus. Og þó virt- ist allt benda til þess, að þau ættu að fara eftir þessum undarlegu ráð- um prestsins. Margra mánaða iðju- leysi og óviss framtíð, hugsunin um að mæta gömlum félögum og starfa á meðal þeirra, auk þess það, að þau þörfnuðust lífsviðurværis — allt virtist benda í 'þá átt, sem prestur- inn vísaði þeim. MEÐ morgunpóstinum næsta dag komu aftur ný og áköf tilmæli um að ganga að vissum samningum. Þau veltu fyrir sér því, sem mælti með og móti. Eugene mundi eftir samningnum, sem hann hafði gert á hljóðri næturstundu við Guð, og hann rifjaði upp fyrir sér loforð sitt við Guð um að hætta leikhús- lífinu og verða kristinn. — En ef til vill hafði presturinn rétt fyrir sér, þegar hann benti á þá staðreynd, að við gætum vel ver- ið kristin, án þess að yfirgefa leik- sviðið, sagði Eugene við Blanohe. Ég gekk ef til vill allt of langt í samningi mínum við Guð, þegar ég lofaði að yfirgefa leiksviðið. Allir verða að lifa, og við höfum lifað á þessu. Sýningar ökkar eru hreinar. Það eru aðeins loftfimleikar, sem ætla að koma augunum út úr fólki og hjálpa því til þess að gleyma öðru dálitla stund. Ef til vill er það hlutverk okkar að skemmta fólki og lyfta huga þess og hugsunum frá þungbærum og erfiðum byrðum. En ég er ekki ákaflega glaður yfir að fara þessa leið. Mér finnst eins og ég sé að rjúfa samninginn við Guð. En lát- um svo vera — við skulum reyna. Við skulum snúa aftur til gamla lífsins um stund, og ef við kom- umst að raun um, að við getum ekki verið kristin þar, þá yfirgef- um við það fyrir fullt og allt. Þó að Blanche segði ekki neitt við þetta tækifæri, var hún mjög ánægð í hjarta sínu með niðurstöðuna. DAGINN, sem þau sneru aftur til fjölleikahússins, var Eugene í ess- inu sínu. Það voru tvær sýningar — ein síðdegis og önnur um kvöldið. Fagnaðarlætin, sem skullu á móti þeim eins og bylgjur á sýningunni um eftirmiðdaginn, fylltu Eugene fögnuði og andagift. Hann hafði framkvæmt sinn hluta sýningar- innar með enn meiri glæsileik, ör- yggi og yfirburðum en hann hafði nokkru s.inni gert fyrr. Hann segir frá, hvernig hljóð- fallið, spenningin, aðdáun fólks- fjöldans og hrifning hafi farið eins og rafstraumur um hann allan á meðan á sýningunni stóð. Og þrátt fyrir andúð hans á því að snúa aftur til fimleikarólunnar, grópaðist sýning þessa eftirmiðdags óafmáanlega inn í meðvitund hans. Eftir iðjuleysi margra mánaða gat hann ekki annað en viðurkennt, að það var þægilegt að vera aftur kominn upp í kaðlana. Það var við „sóló-sýningu“ um kvöldið, að honum mistókst í eitt sinn að ná tökunum, og hann steyptist niður á höfuðið. Þess hefir áður verið getið, að enginn öryggisútbúnaður var hafð- ur á þessum tímum fyrir listamenn- ina. Þess vegna leit svo út fyrir sjónum allra viðstddra, að Eugene væri dauðans matur. En í sama vetfangi og hann missti tökin, losnaði skyndilega kaðall, sem var festur í stólpa, og sveiflaðist í áttina til hans. Vegna þess hve hann var liðugur í líkam- anum eftir margra ára æfingu, 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.