Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.1982, Blaðsíða 20
Án verösfculdunar Afturhvarf er bað nefnt, er menn hverfa aftur til Guðs síns og taka nýja lífsstefnu. Breyting þessi getur stundum orðið í skjótri svipan, sam- fara áköfum geðbrigðum. Menn finna kraft Guðs gagntaka sig og eru upp frá því gerbreyttir. Líklegt er þó, að slíkt cifturhvarf hafi verið undirbúið í leynum hugans, án þess að maðurinn gerði sér það ljóst. En oft er afturhvarfið hægfara og hefur lítil áhrif á tilfinningalíf- ið. Menn lifa þá enga sérstaka úr- slitastund, finna aldrei neitt yfir- náttúrlegt gerast, en vita þó, að eitthvað hefur gerzt. Svo var t. d. um mig sjálfa. Ég sóttist eftir aft- urhvarfsreynslu, því að ég hugði hana nauðsynlega til þess, að ég gæti talizt Guðs barn. Ég reyndi nokkrum sinnum að gefast Guði al- gerlega, en fann brátt, að mér var það um megn. Hugskotið var ó- hreint og eigingjarnt, hversu mjög sem ég reyndi að hreinsa það og göfga. Smám saman varð mér þó ljóst, að iðrun mín og betrun gæti aldrei gert mig að Guðs barni. Guð hafði sjálfur gert mig að bami sínu án nokkurrar verðskuldunar af minni hálfu. Oft hafði ég lesið orð Páls postula í Ef. 2, 8—9: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, held- ur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum." En mér lærðist seint að skilja þau og meðtaka. Lík- lega hefur fagnaðarboðskapurinn lokizt einna bezt upp fyrir mér, er ég las skáldsöguna I grýtta jörö (höf. Bo Giertz, þýð. Sigurbjöm Einarsson, síðar biskup). Þar eru raunsæjar lýsingar á starfi og trú- arbaráttu nokkurra orðsins þjóna og sóknarbarna þeirra. Eru persón- urnar leiddar í hvers konar þreng- ingar, en ekk.i skilið við þær, fyrr en þær eygja lausn. Reynsla hvers kristins manns sannar, að afturhvarfið á ekki að verða í eitt skipti fyrir öll, heldur daglega. Eðli okkar er spillt eftir sem áður, þótt við höfum eitt sinn iðrazt og fengið fyrirgefningu. Við verðum því að flýja til miskunnar Guðs hvern einasta dag, játa honum synd okkar og biðjast fyrirgefning- ar. En við það hljótum við að kynn- ast betur langlyndi hans og kær- leika og verða honum þakklátari. Hið daglega afturhvarf knýr okkur til að þakka Guði takmarkalausa náð hans. Þannig verður það til að treysta það samfélag við Guð, sem syndin hafði rofið. Sigríöur Jóhannsdóttir, menntaskólakennari. Vonir standa til, aö kristni- boöahjónin Ingibjörg Ingvars- dóttir og Jónas Þ. Þórisson geti fariö aftur til Eþíópíu nú á þessu ári eftir hvíldarhlé hér heima. Sótt hefur veriö um landvistar- leyfi i Eþíó'piu fyrir fjölskyld- una, og veröi þaö veitt, má gera ráð fyrir, aJö þau haldi af staö í ágústmánuöi, aö öllu óbreyttu. Enn starfa fjölmargir kristni- boöar í Eþíójnu. Þeir sem eru aö verki á starfssvæöi Norska kristniboðssambandsins í Suður- Eþíópíu (þar er Konsó) voru á ársþingi viö Awasa 9.—15. janú- ar. Þingiö sóttu álls 113 kristni- boöar meö 90 böm. I fréttum frá þinginu segir, aö starfsskilyröi lúthersku kirkjunnar séu mis- jöfn eftir fylkjum og héruöum, eins og komiö hefur fram hér í Bjarma. Kistniboöarnir leggja megináherzlu á aö styrkja starf- iö, sem þegar er fyrir, en telja minni möguleika á aö fœra út kvíarnar eins og sakir standa. Verkefnin eru sem fyrr óþrjót- andi. Aftur til Eþíópíu Jónas I*órisson og fjölskyldfl. k. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.