Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 2
Kemur út sex sinnum á ári. Ritstjóri Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B. Pósthólf 651, 121 Reykjavik. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 100,00 innanlands og kr. 120,00 til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Prentað í prentsmiðjunni Leiftri hf. EFNI: Einmanaleiki .....................2 Hjálp mín kemur frá Drottni 3 Bréf frá Eþíópiu .... 4 Ég sá að ég var glataður - Við- tal við Barry McGuire . . 6 Sú blessuð bók — Siðara Timó- teusarbréf ....................10 Af starfi KFUM og K í Keflavík 11 Hún Stina getur áreiðanlega farið — Viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur ... 14 Bréf frá Kenýu .... 18 Frá starfinu....................21 Starfsakurinn er stór — Rætt við Jóhannes Ingibjartsson 22 Minning: Frú Áslaug Ágústs- dóttir........................24 Almenna mótið í Vatnaskógi . 25 Heilbrigð trú...................26 Forsiðumynd: Gunnar J. Gunnarsson. EINMANALEIKI Einn fylgikvilla nútímaþjóðfé.lags eins og við þekkjum það er án efa einmanaleiki. Fleiri en við gerum okkur grein fyrir þjást eða hafa þjáðst af einmanaleika í meira eða minna mæli. Þrátt fyrir að þjóðfélag okkar geli státað af mörgu góðu og lífskjör hafi sjaldan verið hetri og þœg- indi meiri, þá hefur einmanaleikinn getað hreiðrað um sig í hraða og hávaða nútímans. I þéttbýli og fjölmenni verða samskipti fólks gjarnan ópersónulegri. Margir eiga nóg af kunningjum en fáa eða enga nána vini. Samfélag krislinna manna er oft engin undantekning í þessu efni. Einmanaleiki getur auðveldlega húið þar um sig eins og annars staðar í þjóðfélaginu og eftir því sem samfélagið er slærra, þeim mun meiri hætta er á að svo fari. Bæði þeir sem eru áherandi og hinir sem lítið fer fyrir gela orðið einmana mitt í fjöldanum. Gegn þessu her að berjast. Kristinn maður getur ekki lokað augum eða látið það sem vind um eryru þjóta að náungi hans er einmana. Kærleikur Krists, sem honum er gefinn, hlýtur að knýja hann til athafna. Kœrleikurinn til náungans hlýtur m.a. að hirtast í vilja og athöfn lil að rjúfa einangrun hins einmana og mœta þörf hans fyrir félagsskap. Gildir þá einu hvorl um er að ræða náungann á götunni eða í trúarsamfélaginu. Á ári aldraðra má gjarn- an minna á að víða er gamalt fólk sem hefur einangrast og er því einmana. Svipaða sögu er að segja um þá sem langavarandi sjúkdómar eða fötlun hrjáir. En það þarf þó ekki slíkt til. Hver sem er getur orðið einmana í hringiðu nútímaþ jóðfélagsins. Meðal krislinna manna a>lti slíkur kœrleikur og um- hyggja að ríkja, að samfélag þeirra sé laust við þennan kvilla. I þessu samhandi er okkur hollt að minnast orða Jesú um kærleikann milli lærisveina hans innbyrðis. Hann á að einkenna þá í slíkum mæli, að af honum megi þekkja að þeir eru lærisveinar Jesú (Jóh. 13,34—35). Þeir eiga að elska hver annan á sama hátt og Jesús elskaði þá. Slíkur kærleikur hlýlur að útrýma öllum einmanaleika fái hann komist að. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.