Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 3
Hjálp mtn kemur f rá Drottni Hugleiðing eftir Guðna Gunnarsson Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaöan Jcemur mér hjálp? Hjálp kemur frá Drottni, skapara himins og jaröar. Sumariö er komiö. Mörg munum viö á nœstu vikum grípa fegins hendi hvert tækifœri sem gefst til þess aö komast eittlivaJÖ út í náttúruna. Guö hefur gefiö okkur fagurt land og feröafrelsi sem viö megum nota og gleöjast yfir. Helga.r- dvöl í friösælu rjóöri, eöa sumarferö um óbyggöir, er kærkomin tilbreyting frá erli og áhyggjum hversdagslífsins og veitir okkur um leiö hvíld og endurnýjun. Sál.maskáld Biblíunnar þekkti þessa löngun og þörf á aö rjúfa vanabundinn hrynjanda daglegs Ufs meö því aö flýja um stund í faöm fjallanna. En þótt útiveran hafi án efa fært honum marg- víslega blessun, uppörfun og styrk, var honum Ijóst aö fjallasýnin ein veitti ekki þá hjálp sem hann þarfnaöist í daglegu lífi. Þann styrk og endurnýjun fann hann meö því aö beina hug og hjarta upp yfir alla fjallatinda, til þess Drottins sem allt hefur skapaö. Því lœtur hann sér ekki nœgja þaö eitt aö hefja augu sín til fjallanna og leita þar svölunar og styrks, heldur bætir viö: ,Jtjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jaröar“. Þessi boöskapur á enn erindi til okkar. Jafnvel hin besta sumarferö fœr aldrei veitt okkur þá endurnýjun og hjálp sem viö innst inni finnum aö viö þörfnumst svo mjög, ef viö vanrœkjum eöa höfnum leiösögn og hjálp Drottins. Unaös- stund í fögrum fjallasal getur vissulega létt göngu lífsins, en samt finnum viö aö hvert sem viö förum og hvaö sem viö gerum, fylgja okkur annmarkar eigin lifs. Innri togstreita, óhollar venjur, eigingjarnar hugsanir og margt þaö sem veldur okkur kvíöa og þreytu veröur ekki blásiö burtu meö því aö skipta um umhverfi. Hvorki fjallatindar né dálverpi hversu fögur og friösæl sem þau Jcunna aö vera, megna aö veita meira en dœgurhvíld og stundarfögnuö, sem síöar, ef vél tekst til, breytist í hugljúfar minningar um liönar sœlustundir. Davíö konungur hóf augu sín til fjállanna og var þá minntur á aö sú hjálp sem hann þurfti mest á aö halda fékkst ekki við þaö eitt aö kom- ast í nýtt umhverfi,, né heldur byggöist hún á neinum ytri aöstæöum. Sú hjálp er gjöf Drottins. Viö þörfnumst einnig þeirrar hjálpar og hana vill Guö veita okkur. Þess vegna sendi hann Jesúm í heiminn. Jesús kom til þess aö leita aö hinu týnda og frelsa þaö. Og Jesús fann týnda syndara hvar sem hann fór. lnn til fjálla, út til stranda og jafnvel uppi í tré, fann Jesús fólk sem þurfti á hjálp Guös aö hálda. Þetta fólk vissi ekki aö þaö var í hópi týndra syndara, en þaö geröi einmitt vanda þess enn meiri. Margir hafa aö líkindum leitaö víöa eftir hjálp til þess aö lifa. Hjá Jesú fann hver og einn þeirra kœrleika Guös og umhyggju og sarna svariö og sálma- skáldiö foröum: ,fljálp mín kemur frá Drottni“. í Jesú einum hefur Guö búiö öllum fyrirgefningu syndanna, eilíft líf og þá hjálp sem varir. Þeir gátu því tekiö undir orö Jesaja spámanns: „Vér fórum allir villir vegar sem sauöir, stefndum hver sína leiö, en Drottinn lét misgjörö vor allra koma niöur á honum“. Hjálp Drottins felst t nýju lífi meö honum. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaöur á ný, hiö gamla varö aö engu, sjá nýtt er oröiö til“. (2. Kor. 5:17). Þeim sem þiggja þessa gjöf, lífiö í Kristi, vill Drottinn einnig veita styrk á vegferöinni. Margir kristnir menn þekkja timábil þreytu, hálfvelgju og jafnvel vonleysis í trúarlífinu en finna þó um leiö djúpa innri þrá eftir nýjum trúarstyrk. Þá hefjum viö gjarnan innri augu okkar til fjáll- anna meö þá von í hjarta, aö ef okkur auönaöist aöeins aö eiga stund meö Jesú á fjállinu eins og lærisveinar hans foröum, myndi sú dýrö er þar opinberaðist okkur veita nýjan og varanlegan styrk í trúnni. En minnumst þá aftur boöskapar sálmaskáldsins: Sú hjálp, styrkur og endumýj- un sem viö þörfnumst mest byggist ekki á ein- stökum hrifningarstundum úti í náttúrunni né tilfinninyareynslu á sérstökum stundum í sam- félagi trúaöra vina. Slíkar stundir eru dýrmœtar og veita oft þreyttum hjörtum djörfung og styrk, en hiö mikilvœga einnig hér er aö minnast þess aö „hjálp min kemur frá Drottni“. Hjálp sína, styrk og endurnýjun í trúnni veitir Drottinn okk- ur fyrst og fremst er viö dag hvern komum fram fyrir liann í bæn, lofgjörö og lestri og íhugun orös hans í Ritningunni. Meö oröi sínu leiöbeinir hann okkur og mótar og meö anda sínum veitir hann nýja djörfung og þrótt til þess aJÖ lifa fyrir Jesúm. Er viö á þessu sumri leitum hvíldar og endur- nýjunar á grœnum grundum viö fuglasöng þá munum einnig eftir aö leita varanlegrar hjálpar þar sem hana er aö finna, því „hjálp vor kemur frá Dottni“. GuBni Gunnars- son, guBfrœS- ingur, er fram- kvœmdastjóri barna- og ungl- ingastarfs KFUM og K í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.