Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 11
EL SALVADOR: K.F.U.M AF STARFI KFUM OG K í Keflavík Hús og hlað. Nýtt auglýsingablað sá dagsins ljós í Keflavík nokkru eftir ára- niótin. Það heitir Loginn, en út- gefendur eru KFUM og KFUK 1 Keflavík. Blaðið var gefið út til að afla fjár vegna húss, sem félög- in þar syðra hafa keypt í samein- ingu. I fyrra rættist gamall draumur félaganna, að eignast þak yfir höf- uðið, er þau festu kaup á brauð- gerðarhúsi í Hátúni 36 í bænum. Allir bakarofnar voru fjarlægðir, °g fyrr en varði var farið að nota húsið til að benda börnum og ungl- ingum á hann, sem er „brauð lífs- ins“. Þó er enn eftir að innrétta húsið. Félögin eru fátæk að veraldleg- um auði, en þau hafa m.a. notið stuðnings til húsakaupanna frá Keflavíkurkaupstað, KFUM og K í Reykjavík, Byggingaverktökum Keflavíkur og Kaupfélagi Suður- nesja, auk ýmissa annarra, sem hafa hjálpað þeim á einn eða ann- an hátt. Þá hafa félögin staðið fyr- ir sölu fermingarskeyta og blóma- sölu, og nú var ráðist í útgáfu þessa blaðs. Auk auglýsinga er í Loganum kynning á félögunum og á sumar- starfinu í Vatnaskógi og Vindás- hlíð, hugleiðing, tvö ungmenni skrifa vitnisburði o.fl. Ábyrgðar- maður blaðsins er Emilía Guð- jónsdóttir. Útgáfan gekk vel. Upphaf starfsins. Starf KFUM í Keflavík hófst árið 1959, er byrjað var að halda fundi fyrir drengi, sem höfðu dval- ist í Vatnaskógi. I nóvember 1975 var yngri deild KFUM stofnuð formlega, og voru stofnendur yfir 70 talsins. Þremur árum síðar var byrjað að starfa meðal unglinga, og eru bæði piltar og stúlkur á sameiginlegum fundum. KFUK-starf meðal barna og unglinga í Keflavík hófst árið 1965. Þar er bæði telpnadeild og svo unglingadeild með piltunum eins og að ofan greinir. Stutt er frá Keflavík til Sand- gerðis. í Sandgerði koma KFUK- stúlkur saman í barnaskólanum. Héldu þær fyrsta fund sinn 26. nóvember 1977. Þá voru telpurnar aðeins sex, en síðan hefur þeim fjölgað til muna. Félögin á Suðurnesjum þarfn- ast fyrirbænar og umhyggju, og þeir sem vildu leggja fram fé til hússins i Hátúni 36 í Keflavík, ættu að hitta félagsfólk að máli. Stefnt er að því að ljúka sem mest innréttingum í sumar, svo að hús- ið nýtist enn betur, þegar starf hefst að hausti. Góðar frétftir Norska kristniboösblaöið Santal- en segir: Mardoque Carranza frá E1 Salvador hefur góöar fréttir að íœra írá landi sínu — i öllum þeim straumi af upplýsingum e6a rangfœrslum, sem hann telur að „heimspressan" flytji. Fréttirnar, sem hann býr yfir frá landi, þar sem órói, manndráp og eyöilegg- ing setur svip á mannlifið, eru þœr, að fagnaðarerindið nýtur brautargengis. I höfuöborginni eru margar evangeliskar kirkjur, þar sem þrjár, fjórar eða sex guðsþjónust- ur eru haldnar á hverjum sunnu- degi. Margir nýir söfnuðir hafa myndast. Sala kristilegra rita vex hröðum skrefum. og af þeim sök- um er skortur á Biblium. Samhliða þessari andlegu vakn- ingu eflist umhyggja manna fyrir þeim, sem eru hrjáðir og illa farn- ir, bœði andlega og tímanlega. BÓLIVlA: Dauðraháftíð Svo á aS heita, að flestar þjóðir Mið- og Suður-Ameríku séu kristn- ar. Þó er vitað, að frumstœðir œtt- bálkar bíða eftir boðberum Krists og að víða er ýmsu úr heiðni og kristni blandað saman. Kventrú- boði, sem starfar i bœnum Aca- cio, 3000 metra uppi i fjöllum Bolivíu, segir svo frá: Hér trúir fólk því, að sálir fram- liðinna snúi aftur á allraheilagra- messu. Mörgum vikum áður er faTÍð að baka og brasa til þess aö undirbúa komu sálnanna. Menn nota líka tímann um helgina til að biðja fyrir sálunum, svo aö þeim reynist auöveldara að kom- ast úr hreinsunareldinum. Dóttir nágranna okkar dó af barnsförum fyrir skömmu. Ná- grannarnir efndu til mikillar veislu i sambandi við allraheilagramessu fyrir dánu konuna og dótturina, en þœr dóu báðir. Mér var boðið til máltíðar. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.