Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 13
burði Biblíunnar um Guð mætum við persónulegum raimveruleika, sem ákvarðar hvað er rétt og satt. Hann er sá sem getur gert upp við okkur varðandi rétt og rangt. Gagnvart honum gengur ekki að kalla hið góða illt og hið illa gott. Hann krefst réttar gagnvart okk- ur og hann verður ekki talaður til. Þess vegna er hann uppspretta réttlætisins og sannleikans. En hann er jafn ákveðinn i kærleika sínum og miskunnsemi. Sá sem er dæmdur af honum — er sekur, jafnvel þótt hann telji sig hafa þús- Und afscikanir og undankomuleiðir. En sá sem hlýtur fyrirgefningu hans, er sýknaður jafnvel þótt all- ur heimurinn ákæri hann. Þannig talar Biblían um Guð á innst inni í sálarlífi okkar eða í sögu mannkynsins. Áður en við vitum af er „guð“ orðinn þróun- in, það besta í sögu mannsandans, kærleikurinn — og þá er átt við þann kærleika þar sem við erum gerandinn — eða hið góða — og þá er átt við það góða sem við gerum hvert öðru. Þar með höf- um við gert ökkur sjálf eða það besta í okkur að „guði“. Hvert get- um við þá snúið okkur þegar „það besta í okkur“ bregst? Við getum ekki haldið fyrsta boðorðið ef við tökum það per- sónulega „ég“ sem talar þar til okkar ekki alvarlega. Það að gera „guð“ að hluta af náttúrunni, ein- eiga einhvem til að lifa með og reiða sig á í amstri hins daglega lífs. Guð hefur gefið okkur fyrsta boðorðið til þess að við lifum ekki með neinum öðrum eða reiðum okkur á neinn annan en hann, biðj- um ekki um hjálp annars staðar og leitum ekki annað með neyð okkar og þakklæti en til hans. Þess vegna er guðleysið ekki aðeins vitsmunalegur leikur, ekki einung- is afneitun hugans án allra afleið- inga fyrir lífið. Það er miklu held- ur ákveðin lífsafstaða, þar sem maðurinn hefur gert upp við Guð og afskrifað hann sem frelsara og gjafara. Guðleysingjar hafa oft haldið því fram að þeirra lífsskoð- un og lífsafstaða sé ekki óábyrg. Þeir halda því þvert á móti fram, að enginn hafi á sama hátt og þeir tekið ábyrgð á lífi sínu. Að einu leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Þeg- ar Guði er afneitað stendur mað- urinn einn eftir og hefur aðeins eigin getu að byggja á. En slíkt er hættulegt. Það getur leitt til ofmetnaðar og hroka. Og maður- inn eignar sér bæði mátt og dýrð Guðs. En það getur einnig leitt til örvæntingar. Heimur án Guðs verður auðveldlega heimur án ör- yggis. Þess vegna er guðleysið yfir- leitt ekki vitsmunalegur leikur, heldur bitur raunveruleiki fyrir fjölda fólks. Guð er horfinn og það ræður ekki sjálft eigin lífi. Önn- ur máttaröfl hafa tekið völdin. Óttinn er algengari gestur en frelsið. Guð Biblíunnar. f Biblíunni hefur Guð nafn. Hann er ekki nafnlaus, ópersónu- leg stærð. Hann heitir JAHVE. Það merkir: Ég er. Það merkir ekki: Hið verandi. Það merkir: Ég er fyrir þig. Þess vegna tengj- ast allir eiginleikar hans sögninni að vera, þannig að við kynnumst honum á þann stórfenglega hátt sem við sáum í ritningarversinu, sem við vitnuðum til hér að fram- an: Ég er miskunnsamur og líkn- samur Guð, þolinmóður, gæsku- ríkur og harla trúfastur. Þannig kynnir Guð sig þegar hann legg- ur nafn og stöðu til hliðar og segir okkur hvemig hann er innst inni. Og þannig mætir hann okkur í verki í Jesú Kristi. Hefur þú kynnst honum á þenn- an hátt? Þá veist þú hvað það er að trúa á GUÐ. Þá veist þú einnig hver þú sjálfur ert. tvenns konar hátt. Annars vegar talar hún um óbrúanlega aðgrein- ingu milli okkar og hans. Hann verður ætíð annar en við. Hins vegar er óhugsandi aö tala um hann án þess aö tala um leiö um okkur. Nú á dögum þörfnumst við þess enn frekar en nokkru sinni íyrr, að halda fast við þessa fjar- laogð og þessa nálægð Guðs. Villugötur algyðis- trúarinnar. Ef við höldum ekki fast við að- greininguna á milli okkar og Guðs, þá er óhugsandi að við getum mætt honum, sem er öðruvísi en við. £*á getum við ekki kynnst Guði sem persónu utan við okkur, sem við getum átt persónulegt sam- band við. Við getum að vísu talað um ,,guð“, en þá verður „guð“ auðveldlega eitthvað í náttúrunni, eitthvað hulið, „eitthvað" sem við getum undrast yfir og fundist við oieira eða minna háð eða samein- uð, en ekki eitthvað sem geiur talað við okkur, leiðbeint. okkur og verið viðmiðun fyrir okkur. Eða þá að ,,guð“ verður eitthvað i okkur sjálfum — eitthvað sem er hverjum lífskrafti eða einhverri dulrænni undiröldu sem ber édlt annað uppi eða að gera „guð“ að einhverju í manninum sjálfum — sem er aðeins hluti af náttúrunni — er synd gegn fyrsta boðorðinu, gegn þeirri voldugu persónu sem segir: ÞÚ SKALT EKKI HAFA AÐRA GUÐI EN MIG! Þegar við höldum fast við fyrsta boðorðið fá öll hin boðorðin gildi fyrir okkur. Þegar Guð verður lif- andi persóna í augum okkar, þá fá þau lífslögmál, sem hann hefur gefið, gildi í þeim hluta sköpunar- verksins sem við lifum í. Ekki þannig að ég missi réttinn til sjálfsákvörðunar, heldur þannig að þær ákvarðanir, sem ég tek, ákvarða afstöðu mína til Guðs. Aðeins þegar við höldum fast við fyrsta boðorðið fær orðið synd merkingu og verður þrungið al- vöru. Villugötur guðleysins. Við verðum einnig — í trú og undrun — að halda fast við nálægð Guðs. Ef við höldum ekki fast við orð Biblíunnar um nálægð Guðs, þá verður Guð í raun og veru f jar- lægur okkur. Það að trúa á Guð er í rauninni ekki annað en að 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.