Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 17
Drottning i riki sinu: Kristín stendur viö aígreiOsluboröiö i eldhúsinu i núver- ondi matskúla. Hér er margt á annan veg en í gamla daga: Ýmis konar raf- magnstœki létta störfin, matur geymdur í frystiklefa o.s.frv., enda þarf aö standa vel aö verki, þegar 90 drengir sækja flesta flokka. urinn snart lngunni strax. Hún varð óróleg — og fór að leita Guðs. Svo varð hún kaupakona heima á Ferjubakka. Hún vann úti á engjum með fólkinu. Það lá við í tjaldi frá mánudegi til laugar- dags. Ég var heima, og við skrif- uðumst á. Og þarna um sumarið gerðist það, einmitt þegar hún var í hey- skapnum, að fagnaðarerindið laukst upp fyrir henni og hún eign- aðist lifandi trú á frelsarann. >á orti hún þetta og sendi mér í bréfi: Ég vil elska hans ráö, sem hef öölast af náö, þó aö öldurnar rísi viö sker. Framar hrœöist ei hót, þegar hugarins rót og heimurinn tálma vill mér. Þú, sem sérö vora synci, þegar börnin þín blind áfram brautina feta sitt líf, eitt sinn hikaö ég hef, nú mitt hjarta þér gef og svo hugglöö á móti þér svif. . Ég man, að ég grét af gleði. Ég skrifaði henni og sendi henni þetta vers með ritningarorðum: fig þakka góöum Guöi, vina mín, aö gleöi og friður þér í sálu skín. Þú frelsuö ert frá öllum þínum syndum og aögang fœrö aö lífsins hrein- um lindum. Upp frá þessu var Ingunn brenn- andi í andanum. Ég veit, að hún varð sumum, sem hún komst í kynni við, til ómetanlegrar hjálp- ar. Þegar hún fékk kristniboðs- köllunina, bjó hún sig undir starf- ið af eigin rammleik, svo að hún var reiðubúin, þegar kallið kom frá Konsó. Ég var nýkomin í bænahóp með Ingunni, þegar hún féll frá. Við höldum áfram að koma saman. Og ég er í Kristniboðsflokki KFUK í Reykjavík." Drottinn fann mig. Kristín vinnur á veturna í Kenn- araháskóla íslands, í æfingadeild- inni. Hún er þar í eldhúsinu. „Þar hitti ég Skógarmenn, bæði meðal kennara og nemenda. Og oft rekst ég á þá úti á götu. Þeir brosa við mér. Ég þekki þá ekki alla, en ég veit það: Þeir hafa verið i Vatna- skógi. Þeir eru orðnir æði margir. Sumir þeirra, sem ég hef verið samtíða í Vatnaskógi, eru farnir að senda þangað syni sína og jafn- vel sonarsyni. Þegar Drottinn gaf mér frið í samfélagi við sig. fylltist hjarta mitt af þakklæti. Mér fannst hann hafa gefið mér svo miklar gjafir, og ég þráði að endurgjalda hon- um gæsku hans. Ég bað hann að gefa mér eitthvert verkefni í ríki sínu. Og ég held, þegar ég horfi um öxl, að það hafi einmitt verið bænheyrsla hans, að ég fór í Vatnaskóg. Mér finnst, að hann hafi leitt mig þangað. Þetta hafa verið mér ómetanleg forréttindi, sem ég hef notið af miskunn hans, að fá að starfa í Vatnaskógi. — Einu sinni var ég týnd. En Drott- inn fann mig. Ég mætti honum sem dómara, en líka sem frelsara, sem hafði friðþægt fyrir syndir minar á krossinum á Golgata. Guð gaf mér náð til að gera upp sakir við hann. Enn í dag þarfnast ég náðar hans. Hún er ný á hverjum morgni.“ b. GIROSEÐILL Með þessu tölublaði BJARMA fylgir gíró- seðill til þeirra, sem ekki hafa greitt ár- gjald blaðsins. Er það gert til að auðvelda þeim að koma greiðslu til skila og eru þeir vinsamlegast beðnir um að greiða ár- gjaldið, kr. 100, við fyrsta tækifæri x næsta banka eða sparisjóði. Við sem að útgáfu blaðsins stöndum þökkum áskrifendum skilvísi þeirra. Það er mjög dýrt að gefa út blað eixis og BJARMA og því er skilvxsi kaupenda ómetanleg. Að gefnu tilefni er einnig rétl að minna þá á sem breyta um heimilisfang að tilkyxma það afgreiðslu blaðsins án tafar, svo að þeir fái blaðið áfram skilvxslega. - - Sxminn er 17536 eða 13437. mm—mmm 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.