Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 22
STARFSAKURINN ER STÓR Rært við Jóhannes Ingibjartsson um starf KFUM og K á Akranesi á liðnum vetri KFUM og K á Akranesi hafa um árabil rekiS öflugt barna- og unglingastarf þar í hœ. BJARMI fór þess á leit viS Jóhannes Ingi- bjartsson, formann KFIIM á Akranesi, aS hann segSi örlítiS frá starfi félaganna á síSastliSn- um vetri. Hann segir fyrst frá uppbyggingu starfsins: — Uppbygging félagsstarfs KFUM og K á Akranesi er að mestu með hefðbundnum hætti, þótt auðvitað séu aðstæður þess valdandi að starí félaganna á hverjum stað beri viss sérkenni. Það sem hefur ef til vill verið hvað mest einkennandi fyrir starf- á Akranesi allt frá fyrstu tíð er hið nána samstarf, að ekki sé næst- um því rætt um samruna hinna tveggja félaga. Einhvem veginn höfum við alltaf litið á félagsstarf- ið sem eina heild, þótt félögin séu tvö. Eðlileg afleiðing af þessu er sú, að félögin standa sameiginlega að þeim félagsdeildum, sem henta þykir hverju sinni. — HvaSa deildir hafa veriS starfandi í félögunum á liSnum velri? — I fyrsta lagi hafa félögin starfrækt sameiginlega vinadeild fyrir 6—8 ára börn. I öðru lagi yngri deildir fyrir 9—11 ára, ann- ars vegar fyrir stúlkur, hins veg- ar fyrir drengi. Unglingadeildir eru einnig tvískiptar og eru fyrir 12—14 ára unglinga og loks er starfandi sameiginleg eldri deild fyrir 15 ára og eldri. Auk þess voru almennar samkomur að jafn- aði annan hvern sunnudag. — Hvernig hefur þátttaka í deildastarfinu veriS í vetur? — Þegar litið er yfir starfsvet- urinn í heild kemur í ljós að nokk- ur samdráttur hefur orðið í öllum deildum nema UD KFUK ef miðað er við árið á undan. Slíkar sveifl- ur þekkjum við sem lengi höfum tekið þátt í starfinu. Hér er þó ekki um neina verulega sveiflu að ræða heldur örlitla fækkun. Fé- lögin geta glaðst yfir því að þau hafa tengsl við verulegan hóp barna og unglinga á Akranesi. T.d. leiddi athugun í ljós að af 50 drengjum sem fermdir voru á þessu vori höfðu 27 komið á fund í UD KFUM á liðnum vetri. Það eru því margir sem heyra orð Guðs á fundum í félögunum og það er fyrirbænarefni að það beri ávöxt. — Af því sem fram hefur kom- iS h já þér er l jóst aS félögin eru meS allviSamikiS barna-og ungl- ingastarf. Þarf ekki margt fólk til aS halda því gangandi? — Jú, það er augljóst. Allstór hópur unglinga, þau sem mynda ED, er mjög áhugasamur í deilda- staríinu, svo er Guði fyrir að þakka. Þó verðum við sem búum utan Stór-Reykjavíkur ætíð að horfast í augu við það vandamál, að framhaldsskólanám heggur stór skörð í hópinn. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ungt fólk sæki í fram- haldsnám, en um leið er það mikill missir fyrir starfið að verða að sjá á bak góðum starfsmönnum í lengri eða skemmri tíma. Við sem eldri erum erum ekki það mörg að við getum haldið öllu þessu gangandi ein. Þátttaka ungling- anna í starfinu er því ómetanlegt. — I\ú hafa félögin hér fengiS stu&ning frá Reykjavík á liSnutn árum. Hefur þaS veriS áfram í vetur? — Tvisvar á liðnum starfsvetri höfum við notið aðstoðár frá Landssambandi KFUM og K. í byrjun starfsins hélt Gunnar J- Gunnarsson hér námskeið fyrir starfsfólkið og var það vel heppn- að og blessunarríkt. Nú síðla vetr- ar dvaldi hann með ED í Ölver um eina helgi til fræðslu og undir- búnings fyrir æskulýðs- og kristni- boðsviku sem haldin var í Akra- neskirkju í byrjun mars. Venjulega hefur kristniboðsvika verið um miðjan janúar, en að þessu sinni var ákveðið að halda hana síðar og hófst hún á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar og var kennd bæði við æskulýð og kristni- boð. Yfirskrift vikunnar var „Guð kallar enn“. Vandað var til dag- skrár, mikill söngur, vitnisburðir, frásögur, kvikmyndir og hugleið- ingar. Er það mat okkar að vikan hafi tekist vel og verið betur sótt, sérstaklega af þeim yngri en oft áður. Guð er sannarlega enn að starfi. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.