Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 9
NOREGUR: Meðal innflYtjenda Mikill fjöldi útlending:a kemur til iðnaðarlandannu í Evrópu að leita sér atvinnu, og sumir setjast þar að. 1 Noregi eru nú nærri 85 þúsund manns, sem ekki hafa norskan ríkis- borgararétt, og í þeim hópi eru þús- undir ungs fólks. Meðai þeirra eru Tyrkir og Fakistanar, og margir þessara gesta eru múhameðstrúar- menn. Kristniboðssambandið norska hef- ur gert sérstakar ráðstafanir til að ná til útlendinga með fagnaðarcr- indið um Jesúm Krist. Ung hjón hafa ákveðið að hclga krafta sína þessu starfi. Þau dvöldust um skeið í Englandi til að kynna sér, hvernig kristnir menn þar vinna að trúboði meðal innflytjenda. Útlend trúarbrögð hafa haft gíf- urleg áhrif víða í Evrópu. í sumum hverfum Lundúnaborgar er meiri hluti íbúanna útlendingar. Þar voru í einu hverfinu 270 kirkjur fyrir nokkrum árum, en nú eru þær að- eins 60. Svipað er ástandið í mörg- um borgrum í Englandi. Moskur og musteri rísa þar, sem kirkjurnar hverfa. Múhameðstrúarmenn í Noregi eru 12—15 þúsund, og á meiri hluti þeirra heima í Osló og nágrenni. Þeir hafa nú ákveðið að reisa mikla miðstöð í hverfinu Vaterland, og á hún að vera tilbúin til notkunar árið 1984. Nokkrir biblíulestrarhópar hafa verið stofnaðir meðal útlendinga í Noregi. Þá er staðið fyrir norsku- kennslu, þar sem orði Guðs er kom- ið að. Kristinn almenningur er hvattur til að leggja lið í kristni- boðinu meðal múhameðstrúarmanna í landinu: „Vertu vingjarnlegur nágranni. Bjóð þeim heim til þín, sýndu þeim húsið þitt. Vertu ekki hræddur, þó að málakunnáttan sé takmörkuð. Spjallaðu við útlendu konurnar, þegar þú ert úti með börnin þín. Kenndu þeim að baka bollur, borð- aðu með þeim heima, þiggðu kaffi- sopa, ef þér er boðið. Vertu kristinn við náunga þinn. í Asíu segja menn: „Breytni þín segir meira en orð þín.“ Þetta er sáðmannsstarf. Líttu ekki smáum augum á orð Guðs. Það er kraftur í því. Allir eiga að fá að heyra fagnað- arerindið. Á hvítasunnudag voru menn frá 18 þjóðum í Jerúsalem. Þeir heyrðu orðið um Jesúm, son Guðs, og 3000 manns voru skírðir þann dag. Þeir fóru hver til sins heima, og þannig barst fagnaðarer- indið út, áður en postulamir komu. Múhameðstrúarmenn eru um 800 miUjónir. Dvöl sumra þeirra í Nor- egi er ef til viU liður í hjálpræðis- áætlun Guðs.“ Þekkir þú útlending, sem á heima hér á Islandi og kynni að vera í þörf fyrir samúð og hjálp — og fagnaðarerindið um hinn krossfesta Krist? EÞlÓPlA: Vöxftur, þráftft fyrir þrengingar Því fer fjarri að Eþíópíumenn hafi jafnað sig eftir stríðsótök þau sem urðu um og eftir byltinguna þegar keisaranum var steypt af stóli. Barist vot m.a. um Erítreu og um landssvœði f Ógaden á landamœrum Sómalíu, og er ekki séð íyrir endann á þeim deilum. í Súdan eru um það bil 400 þús- und eþíópskir flóttamenn, að þvi er talið er. Um helmingur þeirra eru kristnir. Þýska kristilega fréttastofan Idea greinir frá þvi, að þessir kristnu flóttamenn búi við mikla erfiðleika. Múhameðs- trú er ráðandi í Súdan, og er kristna fólkinu meinað að halda guðsþjónustur eða skíra börn sín. Margir þeirra sem heita nöfnum úr Biblíunni hafa verið þvingaðir til að breyta um nöfn. Aðalframkvœmdastjóri Lúth- erska heimssambandsins, Carl H. Mau, hefur kvatt hinar 98 þátt- tökukirkjur í sambandinu til að biðja fyrir lúthersku kirkjunni í Eþíópiu, Mekane Jesús. Eins og kunnugt er tóku yfirvöld af kirkj- unni stórt hús i Addis Abeba, þar sem hún hafði höfuðstöðvar. Þá er Gúdina Túmsa framkvœmda- stjóri kirkjunnar enn týndur. en menn grunar að yfirvöld hafi lát- ið hann hverfa. í sumum héruð- um eru margar kirkjur lokaðar og prestar og leiðtogar í fangeisum. Ofsóknir yfirvalda gegn kristnum mönnum hafa um nokkurt skeið einkum beinst gegn frjálsum hóp- um, sem eiga rœtur að meira eða minna leyti í hvitasunnuhreyfing- unni eða „karismatisku“ stefn- unni. Oft eru allir mótmœlendur kallaðir „pente", þ.e. hvítasunnu- menn. Allmikið hefur borið á hreyfingu, sem kallar sig „Múllú vongel", en það þýðir hið fulla eða fullkomna fagnaðarerindi. Yfirvöld lokuðu öllum samkomuhúsum þessarar hreyfingar fyrir þremur til fjórum árum. Varð íólk því að leita sér samfélags annars stað- ar, og fóru þá margir í guðsþjón- ustur og samfélag meðal lúth- erskra manna. Sums staðar haía þeir haft góð áhrif, en annars stað- ar hefur nœrvera þeirra leitt til mikilla erfiðleika. Forystumenn í kirkjunni hafa frœtt þá i orði Guðs, en er tím- ar liðu risu upp vandamál vegna þess að komumenn lítilsvirtu kenn- ingagrundvöll þann, sem lúthersk kirkja er reist á. Hafa þeir sumir jafnvel farið að skíra fólk að nýju. Þeir hafa lagt ofuráherslu á þriðju grein trúarjátningarinnar og flutt villukenningar um sjúkdóma og um endurkomu Jesú. Kirkjuleið- togar leitast nú við að finna far- sœla lausn á þessum vanda ýmissa safnaða. Þegar yfirvöld í Addis Abeba lögðu höfuðstöðvar lúthersku kirkjunnar undir sig, reyndi rit- stjóri fréttaþjónustu kirkjunnar að taka myndir af atburðinum. Þetta felldu hústökumenn sig ekki við og var ritstjórinn tekinn höndum og varpað í fangelsi. Ekki var lát- ið uppi fyrir hvað hann var sak- felldur. Snemma á þessu ári höfðu yfir- völd ekki veitt nein svör við beiðni lúthersku kirkjunnar um að henni yrði séð fyrir nýju húsnœði í stað þess, er tekið var af henni. Starf- semin mun nú vera dreifð á ein- um sex stöðum í höfuðborginni, eftir að hún var hrakin á brott úr höfuðstöðvunum. Þrátt fyrir allt þetta vex kirkj- unni fiskur um hrygg. Einstakling- ar snúa sér frá myrkri til ljóss, er þeir taka trú á Jesúm Krist. Erfiðleikarnir hafa styrkt innviðu margra safnaðanna. Hismið fýkur í burtu, en kjarninn styrkist. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.