Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 10
FJALLAÐUM RIT NÝIA TESTAMENTISINS Hebreabréfid Hebreabréfið er næst á eftir þrettán bréfum Páls í hinni helgu bók, enda var sú skoðun nær alls- ráðandi í kirkjunni frá því á ann- arri öld, að Páll postuli væri höf- undur þess. En eins og lesendur Biblíunnar vita, kemur hvergi fram í bréfinu sjálfu, hver hafi ritað það. Engin venjuleg fyrirsögn er á bréfinu í handritum. Þá er ljóst af Hebr. 2, 3', að höfundur er ekki sjálfur í hópi þeirra, sem hafa hlustað á Drottin Jesúm, og gerir því ekki kröfu til að hafa postulavald. Orðafar og framsetning minnir að sumu leyti á skrif Páls, en er þó í grundvallaratriðum ólíkt ritstíl hans. Höfundurinn hefur tileinkað sér gríska ræðumennsku í ríkara mæli en Páll, enda bentu grískir kirkjufeður þegar á þetta. Hann notar einungis hina grísku þýðingu Biblíunnar, og hann lítur á Gamla testamentið frá öðru sjónarmiði en Páll. Páll leggur áherslu á andstæðuna milli gamla sáttmálans og hins nýja, milli lögmálsins og náðarinn- ar, en Hebreabréfið bendir miklu fremur á samhengið: Tengsli sátt- málanna tveggja eru eins og spá- dómur og uppfylling hans, skuggi og veruleiki. Reyndar eru höfundur Hebrea- bréfsins og Páll sammála um, að lögmálið sé afnumið í Kristi og dauða hans. Eh þegar Páll ræðir um lögmálið, hugsar hann einkum um „lögmál verkanna", en í He- breabréfinu er höfuðáherslan á fyr- irmælin um guðsþjónustuna og fórnirnar. Höfuðatriði bréfsins Þaö er sérstætt viö Hebreabréfiö, aö þar er Jesú lýst semhinum sanna œöstapresti, sem hefur fœrt réttu fárnina og er meö því oröinn meö- algangari nýs og betri sáttmála en hins fyrra. Höfundurinn hefur þá lært af Páli, en jafnframt varðveitt and- legt sjálfstæði sitt. í kirkiunni á Vesturlöndum voru menn líka frá upphafi vissir um, að postulinn væri ekki höfundur bréfsins, held- ur einhver annar, sem væri gæddur guðlegri andagift. í því sambandi nefna sumir Bamabas, samstarfs- mann Páls, en aðrir hafa giskað á Lúkas eða Appollós. Samkvæmt fornri geymd er bréf- ið stílað til Hebrea, þ. e. kristinna manna af ættum Gyðinga í Palest- ínu. Segja má, að efni bréfsins stað- festi þessa hefð. Höfundur kallar bréfið sjálfur áminningarorö, 13, 22 enda er mjög mikið um áminningar í því. En þessar áminningar eru sí- fellt grundvallaðar á kenningu, fræðslu. Og sé litið nánar á fræðslu- kaflana, komumst vér að raun um, að þar er kristindómur borinn sam- an við gyðingdóm, svo að fram megi koma, hversu kristindómur beri af gyöingdómi. í bréfinu er lagt mjög fast að lesendum, að þeir víki ekki frá játningu vonarinnar, 3, 6; 4, 14; 6, 11—20; 10, 23, og varist vantrúna, 3, 12—19; 4, 6—11, og fráhvarf, 10, 26nn; 6, 4—8; 12, 15nn. í ljósi þess samanburðar, sem áður er að vikið, hlýtur ástæðan að vera sú, að les- endur séu að því komnir að hverfa aftur til gyðingdóms, þaðan sem þeir eru runnir, enda talar höfund- ur ekki um heiðingjana, heldur að- eins um afsprengi Abrahams og hina útvöldu þjóð, 2, 16—18; 4, 9; 10, 30; sbr. 9, 15. Verður ljóst af lestri bréfsins, að lesendur voru sprottnir úr jarðvegi Gyðingatrúar. Þeir voru farnir að missa móðinn og voru daprir varðandi vonina, sbr. 3, 12; 4, 1; 12, 15. Það varð bið á þeirri dýrð, sem þeir væntu. Landar þeirra sneru sér ekki til Jesú. Fremur ofsóttu þeir læri- sveina hans og settu þeim þá afar- kosti, að afneita Jesú eða verða reknir úr samfélagi Gyðinga, sbr. 10, 22nn; 13, 9-12. Þannig reyndi mjög á trú Ies- endanna. Það var ekkert undur þótt gyðingdómurinn, sem þeir höfðu fæðst í, blasti nú við augum þeirra í öllum Ijóma sínum, en kristin- dómurinn fölnaði. Gat það átt sér stað í raun og veru, að Jesús bætti úr öllu því, sem þeir höfðu í guðs- dýrkun Gyðinga, musterisathöfnun- um og fórnarþjónustunni ? Þegar trúin fer að bresta, kólnar kærleikurinn, og andstaðan gegn syndinni verður veikari en áður. Andlegt líf lesenda var í hættu, sbr. 6, 4—8; 10, 24; 12,1-5,16; 13, 4nn. Þá er það, að einn af fyrrverandi fræðurum safnaðarins, sbr. 13, 19, kom til skjalanna og ritaði þau á- hrifamiklu áminningarorð, sem vér eigum í Hebreabréfinu. Samanburður Upphaf bréfsins er samanburöur á Jesú og þeim, er miöluöu opinber- un Drottins á tímum Gamla testar mentisins, 1, 1 — 5, 10. Jesús er sagður vera sonur Guðs. Svo var ekki um spámennina, 1, 1—4. Síðan er gerður nákvæmari samanburður á syninum og engl- unum. Hann er Drottinn, en þeir aðeins þjónar. Því er orð það, sem boðað er fyrir munn Drottins (fagnaðarerindið), þeim mun ó- hagganlegra en það, sem englar fluttu (lögmál Móse) sbr. Gal. 3, 19; Hebr. 1, 5 - 2, 4. Koma Krists í mannheim, er hann varð sjálfur maður, eflir líka dýrð hans, þótt hann hafi verið lít- illækkaður undir englana um stutt- an tíma. Hún var nauðsynleg, svo að hann gæti liðið og dáið fyrir bræður sína meðal manna og leitt þá með sér til dýrðar. Hann endur- leysti þá frá djöflinum og varð þeim miskunnsamur æðstiprestur, 2, 5-18. Jesús er einnig meiri en Móse, hinn mannlegi milligöngumaður gamla sáttmálans, 3,1—6. Þegar höfundur hefur fært þessi rök fyrir tign Jesú, varar hann þá mjög við að herða hjarta sitt gagn- vart orði Guðs. Sú hvíld, sem ísrael hafði verið heitin, hefur ekki enn verið veitt, en lýður Guðs á sabb- atshvíld fyrir höndum. Lesendur 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.