Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 15
KRISTNIBOÐAR KOMA OG FARA Gísli Arnkelsson, form. Kristni- boðssambandsins, stjómaði sam- komunni. Hann sagði að ástandið í Eþíópíu virtist vera tryggt um þessar mundir. Kristniboðar verða ekki fyrir áreitni. Starfsstúlka á skrifstofu norska (og íslenska) kristniboðsins í Addis Abeba þarf oft að reka erindi í borginni og kveðst hún alls staðar mæta vel- vilja. Loks flutti Benedikt Amkelsson hugleiðingu. Þau Jónas og f jölskylda hans fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli 16. ágúst, komu við í Osló og lentu síð- an í Addis Abeba að morgni 19. ágúst. Þar ætluðu þau að staldra við í stuttan tíma áður en haldið yrði áfram til Konsó. Sunnud. 15. ágúst var kristniboð- unum Kjellrúnu og Skúla Svavars- syni og börnum þeirra fimm fagnað á samkomu á sama stað. Töluðu bæði hjónin. Kjellrún lagði áherslu á þá skyldu sem hvílir á kristnum mönnum að útbreiða boðskapinn um hjálpræðið í Jesú Kristi og hvetja menn til að láta sættast við Guð. Hún las m. a. orðin í Lúk. 17, 10: „Sömuleiðis skuluð einnig þér, er þér hafið gert allt, sem yður var boðið segia: Ónýtir þjónar erum vér, vér höfum gjört það eitt sem vér vorum skyldir til að gjöra.“ I máli Skúla Svavarssonar kom fram, að kristniboðarnir hafa undr- ast og þakkað hversu dymar hafa opnast í Cheparería, gagnstætt þvi sem á horfðist í upphafi, og margir hafa snúið sér til Jesú Krists. Orðið hefur gjörbreytt fólkinu, sagði Skúli. Rakti hann nokkuð gang mála, hvernig viðmót fólksins hefði breyst og margir væru fúsir að gefa gaum að boðskap kristniboðanna. Gísli Amkelsson, sem stiómaði samkomunni, tók í sama streng, er hann vék að því hve ávaxtaríkt starfið í Kenýu hefði orðið á stutt- um tíma. Nú eru um 215 manns í kristnum söfnuði í Cheparería, og hópur manna býr sig undir að taka skírn og byrja nýtt líf í trúnni á frelsarann. Skúli flutti íslenzkum kristni- boðsvinum kveðjur frá Valdísi og Kjartani í Cheparería, og einnig sérstakar þakkarkveðjur frá inn- lendum leiðtogum kirkjunnar. Sagði Skúli að margir Pókotmenn þekktu núorðið íslenska kristniboðsvini. Skúli og fjölskylda hans komu heim frá Kenýu 26. júlí. Höfðu þau farið frá Nairóbí, höfuðborg Kenýu, 11. júní og dvalist síðan í Noregi þar sem foreldrar og ættmenn Kjellrúnar eiga heima. Einnig sátu þau ársþing Norgka lúth. kristni- boðssambandsins, en það er haldið þriðja hvert ár. Fjölskyldan verður búsett á Akureyri. Á báðum samkomunum sem að ofan getur voru tekin samskot, og gáfust starfinu alls um 30 þúsund krónur. Ungu hjónin sem vígð voru til kristniboðsstarfa á almenna mót- inu í Vatnaskógi í sumar, þau Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson, og Valgerður Gísla- dóttir og Guðlaugur Gunnarsson, héldu til Englands 10. ágúst ásamt ungum börnum sínum, Sigurði Ragnarssyni og Katrínu Guðlaugs- dóttur. Hjónin verða við málanám í borginni Brighton í Suður-Eng- landi þangað til um jólaleytið en þá komu þau heim. Áformað er að þau fari til Afríku í byrjun næsta árs. Kristniboðsvinir minnast allra þeirra sem hér hefur verið getið í bænum sínum. Frá kveð jusam- komunni fyrtr Jónas Þórisson og f jölskyldu. Fremst á mynd- inni má sjá Jónas og- Ingi- björgu og f jórar af fimm dœtr- um þeirra. Gísli Arnkels- son, formaður SlK, býður Skúla og Kjell- rúnu og börn þeirra velkomin á fagnaðarsam- komunni 15. ágúst sl. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.