Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 21
Nýi skálinn í Vatnaskógi. BYGGT 1 VATIVASKOGI Skógarmenn KFUM réðust í sumar i það þrekvirki að reisa nýtt hús i Vatnaskógi. Er það svefnskáli sem stendur uppi í hlíðinni milli Lauf- skála og íþróttahússins. I nýja hús- inu verður rúm fyrir um 25 drengi og er ætlunin að það létti á gamla skálanum þegar það verður tekið í notkun. Samhliða nýþyggingunni er unnið að því að Ijúka innréttingum í íþróttahúsinu. Aðsókn að flokkunum i Vatnaskógi sl. sumar var mjög góð og allir flokkar fullir nema unglingaflokkur. Svipaða sögu er að segja um að- sókn að öðrum sumarbúðum KFUM og KFUK. FJÖLSKYLDU- FLOKKUR 1 YUVDASHLlÐ Dagana 30. júli til 3. ágúst dvaldist svonefndur fjölskyldutlokkur í Vind- áshlíð i góðu yfirlæti, eins og vænta mátti. Slíkir flokkar hafa áður verið í Vindáshlíð þátttakendum til gleði og uppþyggingar. Komust færri að en vildu að þessu sinni. Ytirskrift samverunnar var: Leyfið börnunum að koma til mín . . . hvern- ig? Sigurður Pálsson, námsstjóri, hafði með höndum erindi um efni þessara daga, syo sem ,,Verndun- arhlutverk tjölskyldunnar", „Trúar- legt uppeldi" og „Uppeldi til sjálf- stæðis". Auk þess voru morgun- samverustundir og kvöldvökur, og að sjálfsögðu ýmislegt við hæfi barnanna, að ógleymdri útiveru með iþróttum og leikjum. Þá var og guðsþjónusta í umsjá sr. Gunnars Kristjánssonar, sunnud. 1. ágúst. Þátttakendur gerðu góðan róm at þessari samveru, og má vænta þess að slikur dvalarflokkur verði tastur liður í sumarbúðunum i Vindáshlið. OPIÐ IlUS I VATIVASKOGI Um verslunarmannahelgina syo- nefndu var opið hús í Vatnaskógi á vegum Skógarmanna KFUM. Þar dvaldi raunar unglingaflokkur um sama leyti og næstu daga á eftir. Margir notuðu sér þessa aðstöðu og gistu i Skóginum i tjöldum og tóku þátt i þvi, sem fram fór á veg- um heimamanna. Ekki var auglýst sérstakt unglingamót í Vatnaskógi að þessu sinni, eins og oft áður, og þátttaka þvi ekki eins mikil og ella hefði orðið. FJÖLSKYLDUDAGUR VIÐ HOLTAVEG Sunnudaginn 8. ágúst var haldinn „fjölskyldudagur" i félagsheimili og á svæðum KFUM og KFUK við Holtaveg. Hjónin Gerður Ólafsdóttir og Ásgeir Markús Jónsson höfðu veg og vanda af undirbúningi fjöl- skyldudagsins. Þátttaka var með ágætum og margt gert til yndis og ánægju. Margs konar leikir og FRÁ STARFINU þrautir fyrir yngstu þátttakendurna voru utanhúss og verðlaun veitt þeim, er sköruðu framúr. Góðar veit- ingar voru á boðstólum við vægu veröi og voru þeim gerð góð skil. Síðdegis, eða kl. 5, var svo sam- koma með söng, vitnisburði og ræðu sr. Karls Sigurbjörnssonar. Þar var einnig happdrætti til stuðnings fé- lagsheimilinu. Veður var viðunandi og hamlaði ekki útiveru, þótt ekki nyti sólar. Æskilegt væri að efnt yrði til fleiri slíkra fjölskyldudaga að sumarlagi i framtiðinni. KAFFISALA f SUMARRUÐUM Sú hefð hefur komist á i sumarbúð- unum að Hólavatni, Ölveri og Kald- árseli, að Ijúka sumarstarfinu með kaffisölu. Sunnudaginn 22. ágúst var slik kaffisala bæði í Ölveri og á Hólavatni. Var veður gott á báð- um stöðum og aðsókn góð og naut fólk þess að vera úti í náttúrunni og spjalla saman eftir kaftið. í Kaldárseli var kaffisalan sunnudag- inn 29. ágúst og hófst hún með samkomu þar sem Benedikt Arn- kelsson talaði. Eftir samkomuna var selt kafti fram undir miðnætti. Sam- koman var vel sótt og gekk kaffi- salan vel í alla staði. MÖT A LÖIVGUMVRI Helgina 6.—8. ágúst var haldið kristniboðsmót að Löngumýri i Skagafirði, en slík mót hafa verið haldin þar undanfarin sumur. Þátt- taka var góð eða milli 50 og 60 manns, mest af Norðurlandi. Á föstudagskvöld var samverustund þar sem Ástráður Sigursteindórsson hafði hugleiðingu. Hann var einnig með bibliulestur á laugardagsmorg- uninn. Eftir hádegi var kristniboðs- samkoma i höndum Kjellrúnar og Skúla Svavarssonar. Á laugardags- kvöldið var vitnisburðarstund. Á sunnudagsmorguninn var messa / Sauðárkrókskirkju. Séra Sighvatur Birgir Emilsson predikaði og þjón- aði fyrir altari ásamt séra Hjálmari Jónssyni. Siðdegis var svo skilnað- arsamkoma. Margrét Hróbjartsdótt- ir stjórnaði mótinu. Þátttakendur voru á einu máli um að mótið hefði tekist vel og þökkuð Guði tyrir góð- ar stundir um hans orð. VIIVIVUDAGUR A HOLTAVEGI Laugardaginn 21. ágúst var efnt til vinnudags við félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg i Reykjavlk. Mætti þar hópur fólks til að mála húsið að utan. Gekk það vel, þótt ekki tækist að Ijúka verkinu þann daginn. Þess má einnig geta að nokkrir dugnaðarmenn tóku að sér að mála félagsheimilið við Langa- gerði nú í haust. Slik sjálfboðavinna er ómetanleg fyrir félögin, þar sem viðhald á húsum þeirra er mjög dýrt. Vinnuflokkur á Holtavegi. * 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.