Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 22
Fredrik Wislöff: Heilbrigð trú Sækjum samfélag heilagra Efni það, sem við höfum fjallað um í undanförnum þátt- um, heilbrigð trú, er ákaflega víðtækt og snertir í raun og veru alia þætti trúarlífsins. Yrði of langt mál að ræóa um allar hliðar þess. Hér að framan hefur verið vikið að þeim atriðum, sem nauðsynlegt virðist að ihuga einmitt um þessar mundir. í þessum lokakafla verður bætt við nokkrum athugasemdum. Sjálfsskoðun Lúther segir, að maðurinn sé að eðli til kengboginn inn í sjálfan sig. Sjálfs- hyggja, að vera „upptekinn af sjálfum sér", er ætíö hættu- leg heilbrigðu trúarlífi. Ef hugur okkar snýst sífellt um okk- ur sjálf, fyllumst við annað hvort hroka eða kjarkleysi og óryggisleysi. Hrokinn kemur til sðgunnar, þegar menn taka að dvelja við trúarreynslu sjálfra sín og andlega reisn. Þeir ætla, að þeir hafi komist hærra og höndlað meiri fyllingu andans en venjulegir kristnir menn. Þetta hefur verið reynt að leiða í Ijós hér að framan. En sá, sem er sjálfhverfur, getur líka misst móðinn og lamast, enda mun sú veröa reyndin oftast nær. Hann finnur til þess, hversu fátækur hann er, hve reynsla hans er lltil- fjörleg, og hann kveður upp þann úrskurð, að hann standi öðrum kristnum mönnum langt að baki. Stundum leiðir þessi tilfinning fyrir eigin fátækt til þess, að menn reyna baki brotnu að höndla það, sem þeir kalla æðri reynslu. Þegar svo er komið, er það sjálft fagnaðarerindiö, sem getur forðað kristnum mönnum frá því að binda hugann við sjálfa sig, enda snýst heilbrigð trú um Krist einan. Hún er ekki sjálfhverf. Hún veit varla, að hún sé til. Satt er það, að við erum fátæk í sjálfum okkur, en í Drottni erum við rík. Við erum eins og öreigar, en eigum. þó allt (2. Kor. 6, 10). Til er eins konar andleg ímyndunarveiki. Þaö líður ekki á löngu, þangað til maður, sem er linnulaust að rannsaka likamsheilsu sína, mælir líkamshitann, tekur róandi töflur og leitar að alls konar sjúkdómseinkennum, verður ímynd- unarveikur. Eins er því farið á andlega sviðinu. Trú þess manns, sem er sí og æ að skyggnast í eigin barm, verður sjúk. Björgunin er fólgin í því að gleyma sjálfum sér og gera sér Ijóst, hvað við eigum í Kristi. Orð Guðs haggast ekki, þrátt fyrir óró- leika og breytilegar tilfinningar. Þar er kraft að fá. Þar er grundvöllurinn, sem við getum byggt á. Start er góð hjálp til að losna við sífellda sjálfskoðun. Enginn fær heilsuna á því að slæpast, síst í andlegum efn- um. Vatn, sem fær ekki útrás, sýkist. Trú, sem ekki er breytt í verk, hjaðnar og deyr. „Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er trúin dauð án verka" (Jak. 2, 26). Ef við tökum til hendinni í starfinu í ríki Guðs, rjúfum við þann litla hring, sem umlykur okkur. Sá, sem á kristinn kær- leika, getur blátt áfram ekki lokað augunum fyrir þeirri and- legu neyð, sem æpir á okkur, bæði í nágrenni okkar og í fjarlægum löndum. Kærleikur Krists knýr okkur til starfa, fórnar og bænar. ,,ll-in fjögur'r En einnig hér ber okkur að gá að okkur. Ef við eigum að varðveita góða heilsu, ríður á að finna rétt jafnvægi milli hvíldar og vinnu. Um ísraelsmenn var einu sinni sagt, aö þeir hefðu gengið yfir fjöll og firnindi, en hvíldarstóðum sínum gleymdu þeir. Menn geta unnið, þangað til þeir verða innantómir, og það á ekki hvað síst við á andlega sviöinu. Birgöirnar eru gengnar til þurröar, og menn vanrækja að bæta við þær. Við verðum að hafa eitthvað að miðla, svo að starfið megi lánast. Og það, sem við ætlum að veita öðrum, verðum við að hafa veitt viðtöku. Svo er sagt um hina fyrstu kristnu: „Þeir héldu sér stóð- ugt við kenning postulanna, samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar" (Post. 2, 42). Það er þetta, sem er kallað „B-in fjögur": Biblían, bræðra- félagið, brotning brauðsins og bænirnar. Enginn, sem vill lifa heilbrigðu trúarlífi, getur farið á mis viö þessar fjórar orkulindir. Hér að framan hefur veriö staldrað nokkuð við fyrstu lindina og hina fjórðu, Bibiíuna og bænirnar. Nú skal þessu einu bætt við: Ef við viljum eiga heilbrigt og óflugt trúarlíf, verðum við að hafa reglu og aga á guðræknisstundum okkar í einrúmi. Við erum ekki að rannsaka, hvort okkur langi til að lesa og biðja. Ef við látum löngunina ráða, verður þaö tilviljunin, sem ræður hverju sinni, og andlegt líf okkar verður sveiflu- kennt og veiklað. Bræðrafélagið er ein af orkulindunum. Hverjum kristnum manni er nauðsyn á að eiga andlegt heimili, stað, sem hon- um er eðlilegt að sækja, þar sem hann axlar ábyrgð og lifir í samfélagi heilagra. Fullkomið bræðrasamfélag er ekki til, enda eru það að- eins ófullkomnir menn, sem mynda það. Ef ég ætla að blða, þangað til ég finn stað, þar sem ekkert er athugavert, verð ég einmana alla mína daga. Ég á heldur að viðurkenna ó- fullkomleika minn og læra á þann hátt að sjá i gegnum fingur við aðra. Kristinn maður, sem fer í sífellu til ólíkra trúfélagshópa, án þess aö eignast neitt andlegt heimili, verður rótlaus og einmana. Ef trúarsamfélögin eru auk þess af mismunandi kirkjudeildum, verður hann sviplaus og reikull f kenningunni. Sá, sem flakkar þannig á milli, nær aldrei þvi marki að verða „eins og fulloróinn maður" og höndla „vaxtartakmark Kristsfyllingarinnar" (Efes. 4, 13). Nei, heimili þurfum við aö eiga, stað, þar sem við eigum heima. Brotning brauðsins er einnig nefnd í nánu samhengi við bræðrasamfé'agið. Ekki væri rétt að tala um heilbrigða trú án þess að víkja aö heilagri kvöldmáltið. Kvöldmáltíðin er sakramenti. Hvað sem líöur skilningi okkar á leyndardómsfullu gildi hennar eða hverjar sem til- finningar okkar eru, þá verkar hún í sjálfu sér, er við tökum á móti likama og blóði Drottins. Heilög kvöldmáltíð er ætluð fátækum syndurum, sem í trúnni leita hælis hjá Jesú Kristi. Þar sameinumst við Kristi 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.