Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 3
»Eigi var rúm fyrir þau" eftir Sr. Karl Sigurbjörnsson „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýr- landi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drott- ins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og eng- illinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu. Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Lúk. 2,1-14. Þetta var á mesta annatíma, allt fullbókað í Betlehem. Þess vegna varð kaldur og rakur fjárhííshellir fyrsta athvarf Guðs sonar á jörðu, þessa nótt sem síðan er nefnd „Nóttin helga.“ Söguna kunnum við utanbókar öll, ekki er að efast um það. öll hrífumst við af þvi að lesa hana og heyra á ný um þessi jól. Ljós og hljómar helgra jóla snerta okkur i innsta hjartans grunni. En við gleymum gjarna þeim hörmulegu aðstæðum, sem hjartakuldinn og liarðúðin bjó Jósef og Maríu og barninu litla í Betlehem. Fjárhúshellirinn er i huga okkar sveipaður dýrðarljóma og sætir englar svífa um kring. Þó var ekkert slíkt að finna þessa nótt. Jatan var ekkert skraut, heldur hrjúf og köld, eins og krossinn á Golgata. Hvort tveggja sýnir þær viðtökur, sem mannkyn veitti honum, „er birtir Guð á jörð.“ Nú er jólaösin í hámarki hjá okkur. Pen- ingarnir flæða og auglýsingasíbyljan dynur á eyrum og mikið ósamræmi virðist milli alls þessa og hins látlausa boðskapar jólanna. En einhversstaðar mitt í ösinni er HANN á ferð 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.