Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 5
Nýr organisti Það var kominn nýr organisti í Tundalsöfnuðinn. Margt breyttist með honum. Áður hafði organista- starfið í þessum stóra sveitasöfn- uði verið tengt kennarastöðu í skóla kirkjunnar. Organistinn var venjulega kallaður skemmtilega nafninu hringjarinn. Og hringjar- inn — það var mektarmaður í sókninni. „Hringjarinn á að stjórna öllu“ var orðatiltæki áður. Og satt var það, að Wallén, gamli hringjar- inn, hafði þurft að stjórna mörgu. Hann hafði einnig reynt að koma því þannig fyrir, að hann fengi virðulegan eftirmann við orgelið í kirkjunni sinni. Það síðasta, sem honum hafði tekizt að gjöra, var að fá gamla, yndislega orgelið, sem var frá því í lok átjándu aldar, endurnýjað og fært nýtízku snið. Hann hafði meira að segja valið mann úr hópi umsækjenda í nýju stöðuna, og tekizt að láta hann í fyrsta sætið. Það tókst samt ekki betur en svo, að sóknarnefndin hafði ein- róma valið þriðja mann á listan- um, ungan mann, sem nýlega hafði lokið prófi frá konunglegu hlióm- listarakademíunni í Stokkhólmi, aðeins 24 ára gamall. Sálarflækja Wallén, gamli hringjarinn, tók þetta sem sérstaka móðgun við sig. Og .honum fannst hann enn dýpra særður, þegar það var ákveðið, að nýi organistinn, sem nú var titlað- ur kirkjuorganleikari, skyldi taka við stöðu sinni 1. desember, sem var einmitt fyrsti sunnnudagur í aðventu. Þá átti kirkjuorganleikar- inn, Abel Grönwall, að setjas't inn í embættið. Og um leið var aug- ljóst, að Anders Wallén hringjari, átti að ljúka þjónustu sinni og „hverfa frá borði“ við guðsþjón- ustuna á svonefndum dómsdags- sunnudegi. Stundum ber við á meðal vor manna, að eitthvað ger- ist, sem veldur því, að það er eins og eitthvað „herpist saman" innan í oss. Það myndast hnútur, sem er ekki unnt að leysa. Á nútíma máli heitir það eitthvað í átt við að fá sálarflækju. Og nú fékk Wallén hringjari slíka flækju. Ef Wallén hringjari hefði rætt við einhvem um málið, hefði allt sennilega lagazt — eða að minnsta kosti orðið skárra en það var. En hann þagði. Hann lokaði innra með sjálfum sér allt, sem hann vissi og hugsaði. Hann var í hópi þeirra manna, sem geta kvalið umhverfi sitt með skorti á trúnaði og því að vera opinskár. Konan hans Walléns Hann átti óvenjulega káta og skemmtilega konu, Wallén hringj- ari. Hún var opinská. Hún móðgaði ef til vill sumt fólk með því, að hún sagði þeim blátt áfram það, sem aðrir sögðu um þá — á bak. Það var ekki auðvelt fyrir slika konu að vera gift manni eins og Wallén hringjara. Það sagði hún líka margoft við hann. Og hún kallaði hann „þegjandann". Hann tók því ekki illa, var ef til vill jafnvel svolítið hreykinn af því, og svaraði aðeins: „Einhver verður að geta þagað í þessum símalandi heimi.“ Wallén hringjari unni konu sinni samt heitt, og hann hafði sannar- lega ástæðu til þess. Þau áttu mörg og dugmikil börn, sem öll voru flogin úr hreiðrinu. Það hafði verið yndislegur tími, meðan þau voru heima. Því að börnin voru öll söngvin, þau höfðu erft mikið af gáfum föðurins í þvi efni. Þótt Wallén hringjari væri afburða skólakennari, var hann ekki síður frábær tónlistarmaður. Hann hafði einnig lokið tónlistarkennaraprófi við akademíuna í Stokkhólmi. Hann lék líka meistaralega á orgel- ið, var afburða snjall að leika for- spil og millispil og var alls ekki slakur sem tónskáld. Sum af and- legum kórverkum hans og orgel- verkum höfðu verið prentuð. En það bezta, sem hann hafði samið, hafði aldrei verið prentað. Það voru smásöngvar til eiginkonunn- ar — sem hún söng helzt við eigin 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.