Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 11
Að heyra og gera Ekki eiga menn aðeins að hlusta á orö Guös, heldur og breyta sam- kvæmt því. Sönn giiðsdýrkun er fólgin í miskunnsemi og hrein- leika, 1,19-27. Þeir, sem trúa á Jesúm Krist, rnega ekki gera greinarmun á rík- um og fátækum. Ef þeir vísa misk- unnseminni á bug, kalla þeir vægð- arlausan dóm yfir sig, 2,1—13. Trú, sem kemur ekki fram í verkurn, er dauð trú og getur ekki réttlætt oss fyrir Guði, 2,14—26. Marga fýsir að kenna öðrum. En því fylgir mikil ábyrgð. Þeir eru næsta fáir, sem hafa taumhald á tungu sinni, en það verður kennari að geta, 3,1—12. Sá, sem er öðrum vitrari, á ekki að þrátta við þá, ‘heldur vera friðsamur og mildur, 3,13-18. Erjur eru miklar meðal krist- inna manna. Ástasðan er ófriður í hjartanu, og hann stafar aftur af tvíhyggju. En sá, sem vill vera vinur heimsins, verður óvinur Guðs, 4,1-10. Bræðurnir eiga ekki heldur að baktala né dæma hver annan, 4,lln. Trúaðir menn mega ekki gleyma í athafnasemi sinni að hafa Guð með í ráðum, 4,13—17. Þegar haft er í huga, að heimur- inn líður undir lok, ber auömönn- um að gera iðrun í stað þess að sanka að sér eignum, sem eyðast, og mergsjúga fátæku bræðuma, 5,1—6. Lesendur eiga að bíða þol- inmóðir eftir komu Drottins, 5,7—11. Þeir eiga ekki að sverja, heldur biðja og lofsyngja og hjálpa sjúkum með fyrirbæn og bjarga afvegaleiddum bræðrum, 5,12—20. Myndríkt bréf Auðugt myndamál einkennir Jakobsbréf, og minnir það að því leyti bæði á Orðkviði Salómós og Fjallræðuna, svo og hið foma gyð- inglega helgirit, Síraksbók. 1 engu riti Nýja testamentisins er eins oft vitnað til orða Jesú, beint eða óbeint, eins og hér — og í engu er nain hans nefnt eins sjaldan, aöeins tvisvar. Andi Jakobs bar greinilega merki anda Jesú, en Jakob óttaðist, að kristnir Gyðingar notuðu sér nafn hans og verk oss til handa eins og hægindi. Já, hann berst svo hart á móti dauðri trú, að því er líkast sem hann ráðist á kenningu Páls um réttlætinguna af trúnni án lög- málsverka. í því sambandi má bera saman Jak. 2,24: „Maðurinn réttlætist af verkum og ekki af trú einni saman", og Róm. 3,28: „Maðurinn réttlætist af trú án lög- málsverka". En hér ber að hafa ríkt í huga, að Jakob ræðir um trú í nokkuð annarri merkingu en Páll. Jakob á við dauða þekkingu á sögulegum staðreyndum, án þess að hjartað breytist. Páll ræðir hins vegar um trú, sem starfar í kærleika, sbr. Gal. 5,6. Og mönnum má aldrei gleymast, að Páll boðar skýrt og skorinort, að menn frelsist að vísu ekki af verkum, en séu þó skap- aðir í Kristi til góöra verka, Efes. 2.9-10. Hugsanlegt er, að með bréfi sínu hafi Jakob viljað koma í veg fyrir, að menn misnotuðu kenningu Páls um réttlætinguna af trúnni og að hann hafi ekki skrifað bréf sitt fyrr en Páll hafði skrifað bréfin til Galatamanna og Rómverja. Þó er hitt ekki ólíklegra, að hann hafi skrifað bréf sitt, áður en heilir söfnuðir heiðingja urðu til „í dreifingunni", þ.e. víðsvegar þar, sem Gyðingar höfðu setzt að. Allt um það er spurningin um tengsli trúar og verka eldri en bréf Páls postula. Jakob var bróðir Drottins og áhrifamaður í söfnuðinum, eins og fram hefur komið. Hann á erindi við oss. Bréf hans varar oss við hirðuleysi í breytninni og bendir oss á mikilvæga þætti, er vér spyrjum, hvernig Guð vilji, að vér lifum. Því skulum vér þakka Guði fyrir bréfið. Munum, að hjálpræð- ið í Kristi er grundvöllur trúar vorrar. Hann er vor friður. En hann knýr líka til góðra verka. NOREGUR: Norad og kristniboð Norðmenn eru meðal þeirra þjóða sem lóta hluta af styrktar- fé til vanþróaðra ríkja fara um hendur kristniboðsfélaga. í fyrra- haust var kristniboðsleiðtogi kjör- inn í fyrsta sinn formaður norslca þróunarráðsins. Hann heitir Josef Dahl. Dahl hefur lýst því yfir að mjög gott samstarf sé á milli þróunarhjálparinnar og félags- samtakanna. Arið 1981 fékk norska þróunarhjálpin, venjulega kölluð Norad, kristniboðsfélögun- um i hendur um 30 milljón krón- ur. Kristniboðsíélögin safna sjálf hundruðum milljóna króna til starfs síns. Samt hefur þetta fram- lag ríkisins komið að góðum not- um, því að þau vinna margs kon- ar hjálparstarf í kristniboðslönd- unum. Allir stjórnmálaflokkarnir eru samdóma um álit sitt á kristniboðsfélögunum og dreif- ingu þróunarhjálparinnar á síðari árum. Josef Dahl segir að œ fleiri viðurkenni að samtök áhugafólks hafi til aö bera einstaka þekkingu varðandi menningu þróunarþjóð- anna, tungumál þeirra og lifnaðar- hœtti. UNGVERJALAND: Árangur úivarps Norrœna kristilega útvarps- stofnunin Norea Radio og Norska Israelstrúboðið hafa í sameiningu sent eitt þúsund dagskrár á ung- versku á öldum ljósvakans. Það er fyrrverandi framkvœmdastjóri Israelstrúboðsins, Lazlo G. Terray, sóknarprestur, sem hefur samið þessar dagskrár. Þeim er útvarp- að frá ríkinu Monte Carlo, á veg- um kristilega útvarpsfélagsins Trans World Radio. Þúsundasta dagskráin var send á liðnu sumrí. Þessum þáttum hefur verið sér- lega vel tekið í Ungverjalandi. Það eru miklu fleiri aðilar sem láta til sín heyra á ungversku í Trans World Radio. En Norea- þœttirnir fá jafnmörg „svarbréf" frá hlustendum og allir hinir þœtt- irnir samanlagt. „Eg er sjálfur frá Ungverja- landi,"segir Terray, „og þess vegna rennur mér blóðið til skyldunnar að gera eitthvaö fyrir landa mína. Kristilegu dagskrárþœttirnir bœta úr þörf. Kristnir menn í Ungverja- landi eiga við ramman reip að draga, en útvarpsþœttirnir veröa þeim til uppörvunar. Auk þess vit- um við, að menn hafa áunnist til trúar á Jesúm Krist vegna útvarps- starfseminnar." 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.