Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 15
Á ferð sinni um Eþíópiu hitti Helgi marga góða vini sina frá þeim tima er hann var að störfum þar St- syðra. berum himni áttum við eftirminni- lega stund um orð Guðs, orð Drott- ins var boðað, það var sungið, vitn- að og beðið. — Nú kemur þarna stór hóp- ur af fólki. Hafði það getað hist reglulega þennan tíma sem erf- iðleikarnir höfðu steðjað að? — Það kom mér á óvart að sjá samheldni fólksins og mér skildist að þetta væri ekki eitthvað nýtt, heldur hefði hópurinn komið sam- an meira og minna öll þessi ár. Fólkið hafði reynt að halda hóp- inn. Ég tók líka eftir því, að þeir sem voru eins konar leiðtogar þess- ara hópa, voru menn sem höfðu verið nemendur hjá okkur í skól- anum á sínum tíma. Einn þeirra kom mér sérstaklega á óvart, því ég hefði aldrei trúað því að hann hefði orðið slíkur leiðtogi, því hann bar það ekki með sér þegar hann var hjá okkur í skólanum. En þarna sýndi það sig að Guð getur valið sér leiðtoga, sem okkur dett- ur ekki í hug að hafi neitt til brunns að bera í því efni. Þegar erfiðleikarnir koma rísa þeir upp sem andans menn. Þessir leiðtogar eru ekki á launum hjá kirkjunni. Þetta eru menn sem Guð hefur kallað til þessa hlutverks. — Voru þá engir kristniboð- ar eða innlendir prestar á þessu svæði? — Nei, á þessu svæði höfðu engir slíkir verið þessi sjö ár sem liðin eru síðan ég var þarna. Það voru því margir þarna sem höfðu beðið eftir tækifæri sem þessu. Það fór fram skírn og voru rúmlega þrjá- tíu skírðir, en það gerðist reyndar á tveim stöðum þannig að um sex- tíu manns hlutu skírn til samans. Þetta var ákaflega sérstæð reynsla að vera þarna þegar þessi skírn var, í raun yfirþyrmandi reynsla sem ég gleymi seint. Ég tók líka eftir því, að sumir þeirra sem þarna voru skírðir, grétu af gleði. Textinn sem mér þótti eðlilegast að nota við þetta tækifæri er ef til vill undarlegur fyrir okkur heima, sem ekki höfum verið í sömu að- stöðu, en hann er úr Opinberun Jóhannesar 2,10: „Kvíð þú ekki því sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fang- elsi, til þess að yðar sé freistað og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu." Ég valdi þennan texta vegna þess að þetta var staðreynd fyrir mörg- um þeirra sem þarna voru og því vildi ég leggja áherslu á þetta: „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu." — Nú hafa nýlega verið send- ir kristniboðar héðan til Eþiópíu og áformað að það fari fleiri. Hvernig virðast starfstækifærin vera fyrir kristniboða í Eþíópíu eins og málum er nú komið? — Ef litið er á heildina, eru dyrnar, að því er virðist, opnar upp á gátt fyrir kristniboðið, enda eru margir kristniboðar að störfum í Eþíópíu, flestir norsk- ir. Það er rétt að skjóta því inn hér að það sem ég var að segja frá varðandi Hara Kalló og Wadd- era er í algjörri sérstöðu, því þar hafa ekki verið kristniboðar lengi og þar hefur verið skæruhernaður og annað því um líkt. Ég held samt að þar sé núna að myndast tækifæri til að senda þangað kristniboða á ný. En í Konsó t.d. er ástandið allt annað sem betur fer. Ég veit ekki betur en að í Suður-Eþíópíu séu opnar víðar og verkmiklar dyr íyrir kristniboðið og ég álit að við, sem hér erum heima á Islandi, séum kölluð til að fara inn um þessar dyr meðan þær eru opnar. Við vitum ekki hve lengi þær verða það. SHópíu s ekkibe*uren A c,yreUf °^r viðna?ð 1 Suöur. ** að Jg [yrir *ristnibor °9 verk. Islandj ’ em hér ð °9 é, r *°""s lil aa ta ' u °Þnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.