Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir sr. Guðmund Óla Ólafsson Ég trái á Wg Yv' ÉlB FYRIRGEFNING - 'T> SYNDANNA UPPRISU Sr. Guðmundur Óli Ólafsson er prestur ■ Skálholti. HOLDSINS OG EILÍFT LÍF „Sœlir eru dánir, þeirsem í Drottni deyja uppfrá þessu, “ segir í Opinberunarbókinni, -14. kafla. Því fer þó fjarri að dauðinn sé talinn til sælu í Biblíunni. Sú sæla sem um ræðir í Opinberunarbókinni er einungis bundin því að vera í Drottni, Jesú Kristi. „Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, “ ritar Páll postuli. Hann þráir ekki dauðann. Fjarri því. Hann þráir að komast til Krists. Fagni kristinn maður einhvern tíma dauða manns, þá er það rökleysa og hræðileg hræsni nema hann sé að fagna því að hinn dauði fái gengið inn til hvíldarinnar í Kristi. Nei, dauðinn er engin sæla. Hann er hinn síðasti óvinur sem verður að engu gjörður (I. Kor. 15,26). Hann er hræðilegt skemmdarverk á hinni fögru og dýru sköpun Guðs. Hvort sem hann kemur í heiftaræði og heggur „á snöggu augabragði" í einum skára „reyr, stör sem rósir vænar“ ellegar hægur og bitur og afskræmir, tærir og tortímir, uns visið stráið hnígur til moldar, þá er hann sjúkdómur af hinu illa, — ekkert nema tortímingin í sjálfur sér. Þegar Hallgrímur Pétursson yrkir hina miklu sálma sína um dauðann, eða öllu heldur augliti til augiitis við dauðann, þá er hann ekki sáttur við dauðann. En hann horfist í augu við hann, óhræddur, í Drottni Jesú Kristi: Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. í jólablaði Heimilispóstsins, málgagns Gísla Sigur- björnssonar í Ási, birtist predikun eftir síra Eirík J. Eiríksson um fyrirgefninguna. Þar segir síra Eiríkur: „Svo sem vér vitum tengir trúarjátning vor fyrir- gefningu syndanna og upprisuna saman og sýnir það hve fyrirgefninigin er mikilvæg.“ Hætt er við, að mörgum kristnum manni, sem vel kann sín fræði, sjáist yfir þetta: Fyrirgefning syndanna, upprisa holdsinsog eilífalífið eru nefnd ísömuandránni, — verða raunar ekki heldur aðskilin. Því segir Lúther einnig: „Þar sem fyrirgefning syndanna er, þar er líf og sáluhjálp." — Og þá er auðsætt hvað vera muni þar sem fyrirgefning Guðs er ekki. Hér er allt bundið Jesú Kristi, öll hjálp í honum einum, — því að í honum er fyrirgefning Guðs, réttlæti hans handa sekum mönnum, — sáttarorð Guðs. „Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.“ G.Ól.Ól. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.