Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 7
Ort tim dauðann Ég lifí í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Hallgrímur Pétursson — Um dauðans óvissan tíma. ★ Þú dauðans þekkir beiskju best, vor bróðir, Jesús kær, er lést þitt líf, að dauða deyddir. Þér manna kunnugt eðlið er og angist sú, er reynum vér, að dyrum dauðans lciddir. En kom og sjálfur, kom til mín, minn kærsti vin, er ævin dvín, og seg það sálu minni, að dauði þinn er dauðabót, svo dauða rór ég taki mót og ei til ótta fínni. Grundtvig — Helgi Hálfdánarson. * Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín, nú dimman vex, ó komdu nú til mín. Og þegar enga hjálp er hér að fá, þú, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Ó, birstu mér, er bresta augu mín, og bentu mér í gegnum húm til þín, þá Ijómar dagur, líða myrkrin frá. I lífí’ og dauða, Jesús, vert mér hjá. Friðrík Friðriksson. Og þegar ævidagur dvín, þótt dagsins birtu Ijúki, mér veit, að heilög höndin þín mér híýtt um vanga strjúki. Ég líti Ijósin þín, er lokast augun mín. Til svefns ég hneigi höfuð rótt að hjarta þér þá síðustu nótt. Svo undur vært sem bamið blítt ég blundi þér við hjarta þá litlu stund, uns Ijós á nýtt fær lýst upp myrkrið svarta. Er dauðans bregð ég blund, á bjartri morgunstund, ég vaknað fái’ ífaðmi þér sem frelsað bam með englaher. Bjami Eyjólfsson ¥ Ég veit — er ég dey — svo að verði ég grátinn, þar verðurðu eflaust til taks. En ætlirðu blómsveig að leggj’ á mig látinn — þá láttu mig fá hann strax. Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja, í annála skrásetur þú; og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja, en — segðu það heldur nú. Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna, þá verður það efalaust þú, sem sjóð lætur stofna í minningu mína, en — mér kæm’ann betur nú. Og mannúðar duluna þekki ég þína, sem þenurðu dánum íhag. En ætlirð’ að breið’ yfír brestina mína, þá breidd’ yfír þá í dag. Bjarni Lyngholt — Vinsamleg tilmæli 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.