Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 10
BRETLAND: Notum Qölmiðlana! Bresklr útvarps- og sjónvarps- notendur eiga fleiri kosta völ að því er varðar dagskrárefni en við hér á Fróni. Eitt er þó sam- eiginlegt slíkum fjólmiðlum þar í landi en það er hlutleysi í trúmálum. Haft er eftir kristnum stjórnanda i Breska útvarpinu (BBC) að hann tefji það ekki verkefni sitt að prédika eða hafa áhrif, heldur aðeins að „kynna möguleika". Nargir trúaðir menn i Bret- landi eru orðnir þreyttir á þessu hlutleysi. Vafalaust verður þeim hugsað til Ameríku þar sem hægt er að kaupa útsendingar- tíma til að boða fagnaðarerind- ið. eða til Hollands, en þar geta kristileg félög notfært sér ríkis- útvarp og sjónvarp. nokkrir Bretar hafa nú bundist samtökum til að koma krístilegu efni á framfæri i útvarpi og sjón- varpi. Félagsskapurinn nefnist Christian Broadcasting Council of Great Britain (CBC). I hópn- um eru verslunarmenn, prestar, fjólmiðlafólk og ýmsir áhuga- menn og segja þeir samtökin vera leikmannahreyfingu. CBC hefúr þegar kynnt áform sín fyrir ráðamönnum hjá evr- ópskri gervihnattaþjónustu og fleiri aðilum og hafa þeir alls staðar hlotið jákvæðar undir- tektir. Þá gera þeir sér vonir um að samningar takist um mót- töku kristilegs efnis, sem hæfði breskum notendum, um gervi- hnetti frá Vesturhelmi. Einnig hefur komið til tals að stofna eigin útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Samtökin hvetja kristna menn í Bretlandi til að notfæra sér hinar ýmsu héraðsstöðvar vítt og breitt um landlð. Kristniboðarnir skrifa: BREFf bfti Ljós og skuggar Skólafrí hófust í síðustu viku og við erum komin í fullan gang með starf fyrir unglingana. Kórinn er þar aðal- atriðið og tengjum við biblíulestrana við það. í næstu viku verður æsku- lýðsmót í Chesta og þegar við komum til baka verður allt sett af stað til að æfa jólahelgileik sem fluttur verður í kirkjunni á jólunum. Vonum við að við náum vel til þeirra þennan mánuð- inn og kall Guðs til eftirfylgdar og þjónustu í ríki hans nái til hjartnanna. Hér uppi á fjalli, í Tolkogin, hefur starfið gengið mjög vel. Júlíus hefur borið meginábyrgðina á því með aðstoð ungs mans sem heitir Philip. Skírnarnámskeið hefur verið þar tvis- var í viku. Nemendur hafa staðið sig vel. Ætlum við að skíra hina fyrstu á þessum stað kringum jólin. Er mjög mikilvægt að biðja fyrir þeim og starfinu þarna. Við urðum fyrir áfalli í fyrri hluta nóvember er Elísa kvennastarfsmað- urinn okkar hcetti að vinna fyrir kirkjuna. Hún hafði verið í tygjum við mann í leynum og orðið ófrísk. Að sjálfsögðu hefur þetta einhver áhrif á starfið til að byrja með. Hrönn reynir að halda kvennastarfinu í svip- uðu horfi með aðstoð Agnetu, hús- hjálparinnar okkar, og annarra kvenna í söfnuðinum. Hún er byrjuð með saumafundi fyrir unglingsstúlk- urnar. Þær hekla vesti. Elísa var stoðin og styttan í sunnu- dagaskólanum. Nýlega gáfu þrír nýir kennarar sig fram. Petta starf hefur því aldrei verið betur mannað. Viku- lega koma 80-100 börn hingað á stöðina og 30-50 hér uppi í fjalli fyrir ofan stöðina. Wilson Mirmoth heitir ungur pilt- ur, mjög efnilegur. Það er hann sem heldur starfinu uppi meðal ungling- anna. Framtíð hans er óljós nú þar sem hann hefur lokið fjórða bekk í framhaldsskóla en hefur ekki efni á að halda áfram um sinn. Biðjum fyrir framtíð hans. Hann vill hjálpa til í starfinu og verður e.t.v. ráðinn pred- - ikari uns áform hans verða ákveðnari. Áhrif frá þurrkinum hefur gætt í starfinu í Chepkobegh niðri á slétt- unni. Uppskeran brást og fólk þarf að fara langar leiðir eftir mat. Margir drekka blóð úr skepnum sínum eða selja þær. Við höfum nú fengið fyrirheit um hjálp frá Hjálparstofnun kirkjunnar handa þeim sem verst eru settir. Erum við þakklát fyrir það og von- umst til að geta farið með fyrsta skammtinn nú í vikunni. Með bestu kveðjum, Hrönn, Ragnar, Sigurður og Hermann Ingi. Börn í Pókot. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.