Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 11
Kristniboðarnir skrifa: Bið og hjálpa! Þó að nú séu nær tvö þúsund ár síðan englarnir fluttu þau gleðitíðindi a Betlehemsvöllum að frelsari væri l;eddur eru ennþá milljónir manna Sern bíða i myrkri heiðindóms og hjátrúar. Þeir bíða eftir því að fá að heyra um liósið, ljós heimsins, Jesúm Krist. Guð gefi að sérhvert jólaljós sem v>ö tendrum mætti hrópa til okkar um neyð og hörmungar meðbræðra okk- ar sem enn sitja í myrkrinu og deyja nr hungri og þorsta. Guð gefi að góði maturinn minni okkur á þær milljónir sem engan mat eiga og jólagjafirnar á h'na miklu gjöf Guðs. Frelsarinn Jesús Kristur var gjöf til a^ra manna, ríkra og fátækra. Allir e,§a sama rétt til að heyra um hann og nJóta gæða hans. Það er köllun okkar, °kkar sem erum kristin, að breiða r,ki hans út um heim í orði og verki. Eflaust hafa fjölmiðlar heima niinnt fólk rækilega á hörmungarnar }er i Eþíópíu. Það er því vel kunnugt aö milljónir manna svelta og þúsundir 1c,fa þegar dáið úr hungri. • hiopiu eru nú miklir þurrkar. Þeim fylgja Vatnsskortur, hungur, sjúkdómarog dauði. " niðjið iyrir þessu íolki. Ástandið er einna verst í norður- hluta landsins. Þar eru hernaðarátök og óeirðir. í suðurhlutanum svo sem í Bórana og Konsó er útlitið einnig svart. Rigningin hefur að mestu brugðist sl. tvö árin og því öll forða- búr að mestu tóm. í Bórana falla húsdýrin. Veikburða gamalmenni og ungabörn hafa einnig dáið vegna matarskorts. Hér í Konsó versnar ástandið dag frá degi. Nær engin uppskera fékkst í haust. Hvar sem ég fer kvartar fólk. Það segist aðeins borða rætur og annað þess háttar og hafa margir látið ásjá. Á sjúkraskýlið koma nú reglulega eitt þúsund vannœrð börn og fá ofurlitla hjálp. En ef sú hjálp sem sögð er á leiðinni berst ekki fljótt verður ástandið hörmulegt. Hjálparstofnun norsku kirkjunnar hefur gefið 1500 tonn af korni til dreifingar í Konsó. Það tekur bara allt of langan tíma að koma þessu í gegnum ríkiskerfið og út til fólksins. Öll hjálp verður að fara um hendur opinberra aðila og veldur það miklum töfum. Við viljum leggja ykkur á hjarta neyð vina okkar hér. Það er ekki auðvelt að starfa meðal fólks sem líður á þennan hátt. Hvers vegna lætur Guð ekki rigna? Er Guð góður úr því að hann lætur fólk þjást? Hvers vegna geta sumir borðað nægju sína hvern dag en aðrir fá aldrei nóg? Þannig spyrja margir og ekki er alltaf auðvelt að svara. Biðjið fyrir þessu fólki að það fái mat til að seðja hungraða maga og fæðu sem eyðist ekki, heldur varir til eilífs lífs. Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins.“ Með bestu kveðjum, Ingibjörg, Jónas, Hulda Björg, Hanna Rut, Hrönn, Halla og Þóra Björk. FRAKKLAMD: Krlstniboðsakur Frakkland þarfhast krlstni- boða sem bera kærleika i bijósti til fólksins og eru reiðubúnir að fara nýjar leiðir í starfi. Franskir mótmælendur eru fáir og smáir og þórf er á fleiri evangelískum söfhuðum í landinu. Þetta er haft eftir einum af leiðtogum motmælenda í Frakk- landi. Alis munu ibúar iandsins vera um 54 miiyónir. Af þeim tefjast 85% til kaþólsku kirkj- unnar, en þó eru aðeins 20% „virkir”. Kaþólska kirkjan hefur mikil áhrif, en einnig ber mikið á andkirkjulegum hreyflngum. Múslimar eru næststærsti trúar- hópurinn, um 3%. Tii þeirra teljast m.a. innflytjendur frá Afríku. Kristnir mótmælendur eru í þriðja sæti, um 1,5%, eða alls um 800.000 manns. Aðeins lítill hluti þeirra sækir kirbju. Söfnuðir mótmælenda hafa sumir ekki bolmagn til að kosta prest eða prédikara. Því hefur sú hugmynd verið reifuð að erlend kristniboðsfélög launi starfs- menn safnaðanna. Leiðtogi mót- mælenda, sem vitnað er í hér að framan, segir að vlst sé þörf á slíkum styrk. En hann bætir við að fólk blðjl ekki fyrir peningum sem það gefi til starfsins, en hins vegar fylgi fyrirbænir þess kristniboðunum, sem það sendi, og slíkar fyrirbænir verði til blessunar bæðl sendiboðunum og þeim sem þeir starfl á meðal. Sagt hefur verið að Frakkland sé kristniboðsakur. „Það er rétt," segir leiðtoginn, „við þórfnumst kristntboða til að ná til milfjóna heiðingja í Frakk- landi." 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.