Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 17
kom þá í hug sagan, sem ég mun nú segja. Ég segi „kom í hug“, og það er næstum sama og „hugsaði upp“, en ekki alveg. Sjálfur kjarninn í sögunni er sannur og á við nokkuð, sem gerðist í raun og veru, því megið þið trúa. Það skiptir engu máli, að það gerðist fyrir meira en 50 árum, þegar 1000 krónur voru geipifé — að ekki Se minnst á 5000. Ætti að meta slík verðmæti á nútímavísu, yrðum við að niargfalda upphæðina. Stundum er gott að hafa þetta í huga, þegar við heyrum um lágar upphæðir hér áður fyrr. N -*• Xóg um það. Fimm þúsund krónur voru einmitt upphæðin, sem um var að tefla, þegar ungur maður gekk dag nokkurn fyrir einn af kaup- mönnum bæjarins og bað í neyð sinni um lán. Kaupmaðurinn var að því kominn að segja nei. Það var meira að segja kuldalegt nei, því að ungi maðurinn var eiginlega ekki í sérlegu áliti. Allir 1 þessum litla bæ þekktu hann sem ærslafenginn villing, hann lifði eyðslu- sömu lífi. Af þeim sökum hafði hann nú komið á sig óorði. f*ar við bættist, að hann var eigin- lega aðkomumaður. Strax í barnæsku hafði hann flust til bæjarins, for- eldralaus og brottrekinn. Hins vegar mátti telja honum til tekna, að hann gat verið glöggur og iðinn, þegar hann aðeins vildi. Auk þess var hann einnig strangheiðarlegur — þegar hann v'ldi. En hann vildi það ekki alltaf. Loks varð stúlka úr virðingarverðri fjölskyldu þunguð af hans völdum. Lá var mælirinn fullur. Nú fóru í hönd erfiðir tímar fyrir Unga manninn. Hann gat með fullum retti sagt, að hann væri á barmi °rvæntingar og yrði nú að taka sig á. Það var hreint og beint óverjandi, hvernig hann fór með líf sitt. Hulan Var, með öðrum orðum, fallin frá augum hans. í samræmi við það hafði hann nú §ert áætlun, en hann var snauður að Peningum. Nú ætlaði hann að reyna að fá lán. K aupmaðurinn var sem sé að því kominn að segja nei, en hann sleppti því ekki út úr sér. Hann gat ekki þrætt fyrir, að pilturinn hafði verið hjá honum f sunnudagaskóla fáeinum árum áður. Hann mundi glöggt stóru, brúnu barnsaugun undir óstýrilátum lokkunum. Þau voru svo góðleg að sjá. Og nú voru þau komin aftur, þessi augu. Veslingurinn var niðurbrotinn, og það var sjálfskaparvíti, það skildist honum fljótt. Hann beit stöðugt á vörina, til þess að munnurinn skylfi ekki um of. Jafnframt var í svip hans einhver einbeitni, sem hrærði til með- aumkvunar. — Ég verð að reyna eitthvað, sagði hann. — Svona getur þetta ekki gengið lengur! Það hafði sem sé verið gerð áætlun. Einhvers staðar úti í heimi átti hann félaga, er vann við húsasmíðar, raun- ar heldur neðarlega í metorðastig- anum, en það var nokkur von, hann hafði fengið bréf um það. Skilyrðið var hins vegar, að bætt væri við nokkrum skildingum, og þar við bættist ferðakostnaður. — Það er þá í Ameríku, þykist ég vita? sagði kaupmaðurinn. Um leið sá hann eins konar sýn. Hann sá skyndilega sjálfan sig í sporum unga mannsins. Honum tókst á einhvern undarlegan hátt að gera sér í hugarlund, hvernig honum hefði sjálfum verið innanbrjósts. Ef til vill minntist hann þess líka, hve litlu hafði eitt sinn munað, að hann lenti í sömu aðstæðum. Það var eitthvað að bögglast fyrir honum, að sá, sem er hreinn, skuli kasta fyrsta steininum. Kaupmannin- um hlýnaði um hjartaræturnar. Það hefði næstum mátt halda, að hann hefði fengið hjálp einhvers staðar að —. Það er nefnielga ekki alltaf neinn hægðarleikur að setja sig í spor náungans. F ^^n hér gerðist það. Piltinum var hjálpað. Þeir sömdu meira að segja skjal um það, og pilturinn reyndi að stama fram ræðustúf, áður en hann fór — þótt varirnar skylfu: — Þessa skaltu ekki þurfa að iðrast, sagði hann. Kaupmaðurinn var hrærður af sinni eigin góðmennsku, en gat þó ekki á sér setið að sjá dálítið eftir þessu. Því var ekki að neita, að hann hafði í augnabliksviðkvæmni farið heimsku- lega að ráði sínu. Þegar hann á síðan sagði konu sinni, hvað hann hefði gert, fórnaði hún höndum: — Fimm þúsund krónur! hrópaði hún. — Og skömmu síðar — þegar hún var aðeins farin að jafna sig: — Þá peninga sérðu aldrei aftur! Sama hugsun hringsnerist í höfði kaupmannsins. En gert var gert, og áður en misserið var liðið, mátti málið heita gleymt. Nú var því eins háttað þá og enn í dag, að tímans hjól stóð aldrei kyrrt, heldur þaut ótrautt áfram. Margt breyttist — og áhrif sumra breytinga reyndust varanleg. Eftir aðeins fáein ár kom til dæmis heimsstyrjöld — hin fyrri, og hún stóð yfir í fjögur ár, eins og kunnugt er. Með henni kom vinnuþrælkunin og ýmis önnur dásömuð vesöld. Síðan hófst þriðji áratugurinn. Tímarnir urðu slæmir. Kaupmáttur féll niður undir núll, nauðungaruppboð breidd- ust eins og pest út um landið, fólk, sem hafði grætt, meðan vinna var nóg, beið nú fjárhagslegt skipbrot. Kaupmaðurinn, sem við kynnt- umst rétt áðan, var í hópi þessara, því miður, þótt kona hans hefði varað hann hæfilega við. Hvað eftir annað varð hann fyrir áfalli. Og dag nokk- urn reið banahöggið: Verslunarbank- inn varð gjaldþrota. P að var þá, sem hann varð að segja konu sinni, að síðasta úrræði þeirra væri að selja hús og heimili. — En við höldum nú alltaf inn- búinu, sagði hún. — Því er nú verr — við eigum bráðum enga veraldlega muni! Hún greip höndunum fyrir andlit sér og settist niður. — Er svo illa komið fyrir okkur? sagði hún. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.