Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 18
Góð fjárfesting Svo fór að lokum, að kaupmað- urinn varð að ráðast til garðyrkjustarfa hjá góðhjörtuðum vini sínum. Þar hafði hann sultarlaun, og mörg ár liðu svo, að hjónin áttu aldrei til næsta máls. En þá kom bréf frá Ameríku. Pilturinn, sem strokið hafði til Amer- íku á 23. aldursári, hafði sannarlega látið til skarar skríða og sýnt, hvað í honum bjó. Með hlífðarlausu og þrotlausu erfiði hafði hann orðið vel stæður maður í sinni atvinnugrein, og því fór víðs fjarri, að hann hefði við það gleymt gömlu skuldinni. Nú voru peningarnir endurgoldnir ríkulega — með vöxtum og vaxtavöxtum, björg- un í neyðinni. Kaupmaðurinn kallaði á konu sína. — Er það ekki merkilegt, sagði hann, — að einu peningarnir, sem við eigum núna, eru þeir, sem við fengum unga piltinum og höfum alla tíð álitið glataða? æja, þetta var nú sagan, sem mér „kom í hug“. Og hún fjallar eiginlega um góða fjárfestingu — fjárfestingu í mönnum. Þá dettur mér í hug, hvort við, sem höfum allt til alls, eigum ekki einhvern tíma eftir að uppgötva, að það, sem verður okkur raunverulega til bjargar er það, sem við — oft efablandin, stundum með gremju, fjárfestum í fátækum, nauð- stöddum bróður okkar. Verum ekki svo örugg með okkur. Tímarnir geta umbreyst. Hvernig sem öllu er varið, hefur Meistarinn gefið okkur það ráð að fjárfesta í mönnum. Kaupmaðurinn var hygginn, er fór að ráðum hans. Meistarinn kinkar kolli og segir: — Far þú og gjör þú slíkt hið sama! Sigr. Jóhannsd. þýddi Kcer íeifis óðurinn Einu sinni endur fyrir Cöngu tók Drottinn ínit afveðruðum viði og á þennan viðarbút reit fiann íuzrieiks óð með bíóði. Linda Forsytfi 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.