Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.01.1985, Blaðsíða 22
FRA STARFiríU „Jesús lifir" Pessi orð birtust með log- andi letri í Vaðlaheiði gegnt Akureyri um miðnætti á gamlaárskvöld. Parna voru á ferð félagar úr KFUM og KFUK á Akur- eyri, sem vildu á þennan óvenjulega hátt flytja bæjar- búum fagnaðarerindið í byrj- un nýs árs. Að sögn Jóns Oddgeirs Guðmundssonar, voru það um 20 félagar úr KFUM og KFUK sem önnuðust þetta. Peir höfðu gert um 25 metra háa stafi og komið þeim fyrir í klettabelti í nokkuð brattri brekku, en á lengdina tók letrið yfir rúma 200 metra. Orðin ,Jesús lifir" blöstu við Akureyringum þegar nýja árið gekk í garð, og þeim fylgdi bæn um að bœjar- búar mættu tileinka sér þann boðskap. Frá KSF SALT-blaðið Kristilegt stúdentablað, SALT, kom út ínóvembersl. í 5500 eintökum og var því dreift til nemenda Háskóla íslands, Kennaraháskólans og vlðar. Meðal efnis að þessu sinni var kynning á starfi KSF, grein um áhrif kvennabaráttunnar á hjóna- bandið, viðtal við sr. Kjartan Jónsson, kristniboða, um kristniboðið í Afríku fyrr og síðar og viðtal við dr. Björn Björnsson, prófessor, um kristilega siðfrœði og grund- völl hennar. Fundur um mannréttindl Föstudaginn 7. des. hélt KSF almennan fund í Nor- ræna húsinu um mannrétt- indi. Sr. Bernharður Guð- mundsson, fréttafulltrúi þjóð- kirkjunnar, hafði framsögu á fundinum og fjallaði um mannréttindi vítt og breitt. Lagði hann m.a. áherslu á að hér væri á ferðinni málefni er varðaði alla menn og að kristnir menn hefðu hér mik- ið fram að færa, í Ijósi þeirrar staðreyndar að allir menn eru skapaðir í Guðs mynd. Sr. Bernharður minnti á að ís- lendingar vœru blessunarlega lausir við mörg alvarlegustu vandamál sem íbúar þessa heims byggju við, svo sem hungur, ofsóknir, vatns- skort, kynþáttaóeirðir o.fl., en sagði svo í lok erindis síns: „Misréttið í heiminum er svo nærri okkur að það nær okkur upp undir höku og við vitum að við getum aðeins krafsað í bakkann, — en getum við annað en krafs- að?r Að loknu erindi sr. Bern- harðs flutti Hafdís Hannes- dóttir, félagsráðgjafi, pistil um rétt hvers einstaklings til að vera hann sjálfur og Karl V. Matthíasson guðfrœði- nemi um réttinn til náms. Síðan voru fyrirspurnir og umræður. Auk þessa spilaði Skarp- héðinn Hjartarson næturljóð eftir Chopeng á fundinum og Bjarni Karlsson flutti Ijóð. - Frá fundi KSF í Norrœna húsinu. Nýtt barnablað KFUM og KFUK hafa í samvinnu við bókaútgáfuna SALT hafið útgáfu á barna- blaðinu KOM. Nafn blaðsins er fengið úr skammstöfunum félagsheitanna KFUK Og KFUM, en einnig er það hvatning til að koma og vera með í starfi félaganna. í fyrsta tölublaði, sem út kom í desember sl., er jóla- frásaga, kristniboðsþáttur, verkefni, þrautir o.fl. Ritnefnd blaðsins skipa Björgvin Pórðarson, Guð- laugur Gíslason og Málfríð- ur Finnbogadóttir, sem jafn- framt er ábyrgðarmaður blaðsins. Barnablað KOM er skemmtilega myndskreytt og prentað í tveim litum. Blað- inu er dreift meðal barna í KFUM og KFUK starfi út um allt land. Austur og vestur Skúli Svavarsson og Kjart- an Jónsson starfsmenn SÍK, ferðuðust um Austfirði um tveggja vikna skeið í nóvem- ber og komu víða við, kynntu kristniboðið og predikuðu. Peir lögðu af stað 15. nóv- ember og komu fyrst til Djúpavogs þar sem þeir heimsóttu skólann. í Breið- dalsvík hittu þeir starfsfólk frystihússins að máli, svo og nemendur í skólanum að Staðarborg. Samkomur voru haldnar á Stöðvarfirði, og komið í skól- ann á Fáskrúðsfirði. Peir predikuðu og kynntu kristni- boðið, jafnvel með mynda- sýningum, í guðsþjónustum eða strax á eftir, á Reyðar- firði og Eskifirði og í Nes- kaupstað og heimsóttu skól- ana á þessum stöðum, svo og elliheimilið á Eskifirði. Kristniboðssamkomur voru í kirkjunum á Vopnafirði og Bakkafirði og sagt frá kristni- boðinu í skólunum á Torfa- stöðum og Skeggjastöðum. Pá var fjallað um kristni- boðið á „salstund" í Alþýðu- skólanum á Eiðum og litið inn í barnaskólann þar, einn- ig barnaskólann á Hallorms- stað. Seyðfirðingar opnuðu þeim dyrnar í kirkjuskólan- um, á kvöldsamkomu í kirkj- unni, til gamla fólksins á sjúkrahúsinu, í sunnudags- guðsþjónustu og á kristni- boðsfund í safnaðarheimil- inu og loks í grunnskólann. A Egilsstöðum var heilsað upp á œskulýðsfélag safnað- arins, farið í grunnskólann og menntaskólann og komið í biblíulestrarhópa þar og víðar. Kjartan Jónsson og Bene- dikt Arnkelssonhéldu8. des. til Snæfellsness og voru fjóra daga í ferðinni. Peir töluðu á kvöldsamkomum í kirkjun- um í Ólafsvík og Griindar- firði og hittu sunnudaga- skólabörnin á fyrri staðnum. Kjartan predikaði íguðsþjón- ustu í Ólafsvíkurkirkju og þeir kynntu kristniboðið jafn- skjótt og guðsþjónustunni lauk. Pá knúðu þeir dyra í þrem fiskvinnslustöðvum í þorpinu og var vel tekið. Einnig spjölluðu þeir við nemendur grunnskólans. Peir kynntu og málefni sín á aðventusamkomu í Ingj- aldshólskirkju við Hellisand. Áður hefur verið greint frá því að þeir Kjartan og Skúli lögðu lið á samkomuviku í Zíon á Akureyri 4.-11. nóv- ember. Samskot á þeirri viku ásamt ágóða afkaffisölu nam rúmum 30 þúsund krónum. Gjafir til kristniboðsins á Snæfellsnesi og í austurferð- inni urðu alls rúmlega 20 þúsund krónur. Ferðalangarnir nutu hvar- vetna vinsemdar og gestrisni, ekki síst hjá sóknarprestum á þessum stöðum, enda höfðu þeir að miklu leyti undirbúið og skipulagt heimsóknirnar. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.