Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 9
—Vertu sæll, sagði ég við félaga minn. — Þú ferð og byrjar sam- komuna. Ég kem eins fljótt og ég get. En fyrstverð ég að fara og heilsa nianninum þarna. Mótið hafði staðið yfir í tvo daga, °g þetta var í fyrsta sinn sem ég rétti honum höndina og bauð hann vel- kominn. Það var auðvitað fjöldinn allur af þátttakendum, já hundruð manna sem ég hafði ekki haft tíma til að heilsa sérstaklega, en það skipti engu máli. Þeir vissu að þeir voru Samt sem áður velkomnir. En því hafði þessi nöldrari ekki áttað sig á, °g þess vegna hefði ég átt að heilsa honum fyrr. Hann var afar fáorður og talaði lágt. Það var eins og hann hefði orðið ofurlítið feiminn við þennan óvænta vinsemdarvott. — Ætlið þér ekki að koma inn á samkomuna? — Hver á að tala? Hann muldraði þetta í barm sér og horfði á mig með gagnrýni og spurn í augum. — Ég á að tala og ég er að hugsa um að ræða um efnið: Náungi minn. Það et athyglisvert efni. — Ég get náttúrlega komið svolitla stund, tautaði hann. Síðan slökkti hann í sígarettustubbnum sínum og henti honum. Kvöldið eftir átti ég að fara til þorps 1 30 kílómetra fjarlægð og predika Þar. Fýlulegi maðurinn kom til mín °g spurði hvort hann gæti fengið að homa með mér. — Já, já, það er velkomið. '— Ætla aðrir að fá far? ■— Nei, aðeins við tveir. Það var sannarlega ekki af því að hann langaði að heyra mig predika Sem hann vildi fá að koma með. Nei, a>ls ekki. Hann þekkti af tilviljun [ögregiumann í þorpinu, og nú hugð- 'st hann nota tækifærið og hitta hann oteðan ég væri að predika í samkomu- húsinu. Allt þetta sagði hann mér fyrirfram svo að ég vissi strax um hvað v®ri að ræða. En honum var auðvitað Velkomið eftir sem áður að fljóta með. €J íðan héldum við af stað. All- an tímann gerði hann ekki annað en úthúða trúuðum mönnum, öllu trú- uðu fólki, hvaða kirkju eða félagi sem það tilheyrði, hvort sem það var hákirkjulegt eða fríkirkjufólk, hvíta- sunnumenn eða félagar í kristniboðs- hreyfingunni. Enginn stóðst dóm hans. Hann hélt látlaust áfram meðan við fórum þessa þrjátíu kílómetra. Og ég leyfði honum að vaða elginn. Venjulega er best að leyfa fólki að tala út. Ef það fær tækifæri til að gefa beiskjunni útrás líður ekki á löngu uns það hefur lokið sér af. En að þessu sinni talaði hann óvenjulengi. Rétt áður en við ætluðum að skilja spurði hann: — Hvenær verður samkomunni lokið? — Um tíu leytið. — Ágætt, þá kem ég. Á mínútunni klukkan tíu var hann kominn fyrir utan samkomuhúsið og svo lögðum við af stað heim. En það fór alveg á sama veg og áður: Hann lét dæluna ganga meðan við ókum þessa þrjátíu kílómetra og skammaðist yfir kristna fólkinu. Ég leyfði honum að tala eins og hann langaði til. D aginn eftir var laugardagur. Það var síðasti heili dagurinn sem ég ætlaði að vera á mótinu, því að um miðjan sunnudag átti ég að fara á annan stað. Eftir samkomuna á laug- ardagskvöldið hitti ég manninn aftur úti á hlaði fyrir framan húsið. Ég heilsaði honum, og fyrr en varði tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið. — Ég var vitlaus að vera að koma hingað. Hér er ekki ein sála sem lætur sig nokkru varða að ég er hér. Ég hafði vænst þess að kristnir menn væru öðru vísi en aðrir en þeir eru alveg nákvæmlega eins. Ég er búinn að vera hér aleinn alla vikuna. — í fyrstu var mér skapi næst að leysa frá skjóðunni og halda svolítinn fyrirlestur yfir hausamótunum á hon- um. En þegar ég ætlaði að hefja mál mitt minntist ég þess að ég hafði ekki komið sjálfur fram eins og kristinn maður fyrstu dagana gagnvart hon- um. Þess vegna sá ég að skynsam- legast væri að ég játaði mína eigin synd áður en ég færi að áminna hann. — Já, mér þykir mjög fyrir því að ég hef ekki gert það sem mér bar skylda til að gera fyrir yður svo að yður gæti liðið vel hérna. En þá sneri hann allt í einu við blaðinu, svo snögglega að ég varð öldungis forviða. — Ég á auðvitað ekki við að leiðtogarnir eigi að hafa tíma til þess að taka hvern einstakan þátttakanda að sér. Þeir hafa í svo mörg horn að líta þegar svona stendur á. En það eru nú margir aðrir hér sem kalla sig kristna og þeir hefðu getað gert eitthvað til þess að maður fyndi að maður væri velkominn. — Já, þér hafið rétt fyrir yður. En ég vil nú biðja yður að fyrirgefa mér að ég hef sjálfur verið kaldur og óvinsamlegur við yður. Þér munið kannski eftir því þegar þér stóðuð einmitt hérna og voruð að reykja síðdegis á þriðjudag. Einn af félögum mínum sagði mér þá að þér væruð óánægður bæði með matinn og rúmið og þátttökugjaldið, og þegar ég sá hvað þér voruð ólundarlegur á svip- inn fannst mér, ef ég á að segja eins og er, að þér væruð nú ekki beinlínis aðlaðandi, svo að hugsanir mínar gagnvart yður voru ekkert ákaflega hlýlegar. Þetta var auðvitað illa gert af mér og ég skammaðist mín fyrir það. Ég ferðast um og predika að við eigum að elska Guð umfram alla hluti og náunga okkar eins og sjálfan okkur — og svo vanræki ég þetta sjálfur ein- ungis vegna þess að þér voruð óánægður með fyrirkomulagið hér. Svona var hugarfar mitt þangað t‘il síðdegis á fimmtudag þegar ég átti að tala um efnið Náungi minn. Þá sá ég synd mína og það var þess vegna sem ég kom og heilsaði yður þegar ég var á leið á samkomuna. Viljið þér fyrirgefa mér? — Ég hef ekkert að fyrirgefa og ég ásaka yður alls ekki. Ég veit að útlit mitt vekur andúð og ég veit að ég virðist ekki vera neitt sérstaklega skemmtilegur, en það er nú svo margt sem hefur stuðlað að því að ég er eins og raun ber vitni. Sumt er sjálfum mér að kenna en margt hef ég orðið að þola óverðskuldað.— 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.