Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 12
Öll kristileg boðun þarf að miða að því að leiða synduga menn til trúar á Jesúm Krist og hjálpræðisverk hans. Með lögmálinu sannfærir Guð einstaklingana um synd þeirra, sekt og dóm. í fagnaðarerindinu er þeim bent á leiðina til fyrirgefningar og sátta við Guð. Báðir tónar hljóma skýrt aðgreindir í sannri kristilegri predikun. Þá veitist friður og lausn og samviskan verður frjáls. Þetta ber að hafa í huga hvort sem talað er við börn eða fullorðna. Um þetta er rætt í eftirfarandi grein. Hún er þýdd úr norska tímaritinu Fast Grunn. Káre Eidsvág: TRÚ Sannarlega frjáls Biblían ræöir um frelsi sem fagnað- arerindið eitt getur komið til vegar- Jesús vék að því þegar hann talaði urn að verða sannarlega frjáls. EngirU1 getur leitt menn til þessa frelsis nema Jesús. Biblían talar líka um að í hóp* kristinna manna á jörðinni séu margU sem eiga ekki þetta frelsi er fagnað- arerindið veitir. — Það er því unnt að lifa kristilegu lífi, biðja Guð og leggj^ Iið í ýmsum starfsgreinum í guðsríki a jörðu og vera samt í þrældómi. Þannig var því háttað um daga Jesú: „Jesús sagði því við þá Gyð' inga sem tekið höfðu trú á hann,“ já, hvað sagði hann við þá? HanU sagði: „Ef sonurinn gjörir yður frjálsa munuð þér verða sannarlega frjálsir (Jóh. 8,31,35). Sú hætta er ætíð fyrir hendi að menn verði gerðir að þrælum í stað sannra barna Guðs. í Gal.4,22 og næstu versum er rætt um að Abrahafl1 hafi átt tvo sonu, annan við ambátt' inni og hinn við frjálsu konunni- j „Þetta hefur óeiginlega merkingu þvl j að þær merkja þá tvo sáttmála“ (v- 24). Til er sáttmáli sem fæðir menn til ánauðar og hann heldur börnum ! sínum í ánauð. Þessi sáttmáli elnt I börn sem ekki eiga að vera í húsinu til j frambúðar. Þeir eru ekki erfingjar (v- í 30). Þessi sáttmáli er til orðinn á Sína> og kemur til okkar í lögmálinu. Það segir okkur hvað okkur ber að gera. En einnig er rætt um annan sátt' mála sem ekki er stofnaður á Sína> heldur hvílir á fyrirheiti frá Guði- Barnakjör og hjálpræðisvissa eru byggð á fyrirheiti frá Guði.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.