Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 17
KÆRLEIKUR Biblían segir um Guð að kærleikur Se eðli hans og að engin kristileg dyggð sé kærleikanum meiri, 1. Jóh. 4>8,16; Róm. 13,10; 1. Kor. 13,13. Hallesby segir: »Guð gat gert allt sem hann sjálfur v,ldi. Hann kaus að vera til á undan dðrum, að nota alla eilífa tilveru sína °g takmarkalausan kraft til að veita dðrum hlutdeild í heilögu og sæluríku 'ífi sjálfs sín. Þessi kærleikur á aðeins ein tak- oiörk, og þau hefur Guð sjálfur sett. Hann getur aldrei elskað á þann hátt ad hann láti af guðdómseðli sínu. ffann getur með öðrum orðum aldrei °skað þeim sem hann elskar annarrar hamingju en þeirrar að þeir verði hluttakendur í guðdómlegu lífi hans. bess vegna birtist kærleikur hans eins °g miskunnarlaus viðbrögð gegn öllu ÞVl sem stríðir gegn guðdómseðli hans. Það er þetta sem við eigum við Þegar við segjum að kærleikur Guðs Se heilagur kærleikur. ^að er syndin, sem hann bregst h^rkalega við og það svo mjög að hann getur ekki afmáð syndina sem Vlð höfum drýgt gegn honum nema fdðþægt sé fyrir hana. Og þar sem mannkynið megnar ekki að koma þeirri friðþægingu til leiðar verður hann sjálfur einn af mannkyninu og tekur á sig ólýsanlega þjáningu frið- þægjarans.“ Þannig hefur kærleikur Guðs opin- berast í Kristi, einkum í friðþæging- arverki hans, sbr. Jóh. 3,16. Lúther segir að í Kristi sjáum við föðurhjarta Guðs sem í spegli. Við erum sköpuð í mynd Guðs. Þegar við endurfæðumst vill Guð byrja að endurskapa okkur til lík- ingar við sig, Róm. 8,29; 1. Jóh. 3,2. Hinn heilagi kærleikur á með öðrum orðum einnig að vera meginþáttur eðlis okkar. Kærleika Guðs er úthellt í hjörtum okkar þegar við veitum andanum viðtöku, Róm 5,5. Þá get- um við elskað Guð um alla hluti fram. Það kemur fram þegar í Gamla testamentinu að okkur ber að elska náungann eins og sjálfa okkur, sbr. Lúk. 10,26nn. Jesús hefur lagt þunga áherslu á þetta boð. Einkum hefur hann brýnt fyrir mönnum að elska einnig óvinina, Matt. 5,43nn. Kær- leikurinn til Guðs kemur fram í kærleikanum til náungans, sbr. 1. Jóh. 4,20; Róm. 13,8 o.v. Kristilegur bróðurkærleikur er tákn þess að menn hafi gengið yfir frá dauðanum til lífsins 1. Jóh. 3,14nn. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.