Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 22
Hvers virði er maðurinn? „Þekktu sjálfan þig“, stóð á musterissvæðinu í Delfí í Grikk- landi. Mikið veltur á því að þekkja sjálfsn sig og komast þannig að raun um, hvað maðurinn er. Maðurinn er ekki úr yfirnáttúr- legu efni, heldur gerður afholdi og blóði eins og dýrin. Þess vegna hafa menn líka getað rannsakað, hvaða efni eru ímanninum. Niður- staðan er þessi: Feiti í 7 sápustykki. Kol í 9000 blýanta. Fosfór í 2200 eldspýtur. Járn i 2 pumlungslanga nagla. Kalk til að bera á loftherbergi. Vatn í 100 flöskur aföli. Salt í 2 egg. En þótt þessum-efnum sé bland- að saman, verður þó ekki maður úr því. Það vantar hið eiginlega í manninum. Við verðum að leita annars staðar. Vitur maður sagði einu sinni: Virðinguna fyrir vísindunum höf- um við lært af Grikkjum, og virðinguna fyrir réttinum af Róm- verjum. En virðingin fyrir ein- staklingnum hefur komið til okkar frá Palestínu. Sköpunarfrásagan er hluti af arfinum frá Palestínu. í henni segir að Guð „blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál. “ Leyndardómur mannsins er í því fólginn, að Guð hefur gefið honum af anda sínum og þar með af því, sem er hans eigið. Þess vegna verður maðurinn aldrei þekktur — og metinn — án Guðs hans. Dýrið er aðeins hold. Guð er andi, en maðurinn er bœði hold og andi. Ekki fást nema nokkrar krónur fyrir efnið, sem er í manninum, það er átakanlega lítið. En við skulum gleðjast yfir því, að til er annað gildismat. Réttara. Mat Guðs. Hvers virði er maðurinn? Svarið hlýturað vera, að hann er jafnmikils virði og Guð metur hann. Guð hefur lagt ást á mann- inn, þetta fis í alheiminum. Hann getur gætt hann óendanlegu gildi, tötrum búna betlarann jafnt sem tignarmennið. Eilífur sonur Guðs gaflífsitt tilþess að bjarga honum. Til að bjarga þér. Svo dýrmœtur ertu í augum Guðs. (Þýtt úr dönsku) 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.