Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 3
Kemur út tiu sinnum á ári. Ötgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Kitstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Kitnefnd: Ágúst Einarsson, Kenedikt Arnkelsson, Gwðni Gunnarsson, Sigurður Jóhannesson. Áfgreiðsla: Aðalskrifstofan, Ámtmannsstíg 2B, pósthóif 651, 121 Reykjavík, símar 17536,13437. Árgjald: Kr. 500 innanlands, Kr. 600 til útlanda. f^jalddagi: 1. mars. Krentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við — Hvers vegna sáttargjörð? ................... 3 Áð daema — Hugleiðing eftir Quðmund Inga Leifsson .......... 4 f brennidepli — Sáttargjörðin: Hvað segir Biblían um sáttargjörðina? ................ 5 Fyrirgefning — jjóð ............ 7 Ég og sáttargjörðin ............ 8 Náð vegna fóraar Jesú ......... 10 Kiblíuorðabókin ................. 11 Km víða veröld .................. 11 •únlit á seflngu bjá baraakór ... 12 Km hversdagskristindóm .......... 14 Kristniboðamlr skrifa — Qleðidagur .................... 18 sUfúr, eftir Asbjöra Aavik ...... 20 Krástarflnu ..................... 22 •orsiðumynd: Bjarmi ----------------------\ / M Hl/PDCI/Pr.lVil C ATTIDÍl nvLlij V liiil UA kj/ii liiliuJUlii) • Stundum er því haldið fram að friðþæging eða sáttargjörð miUi Quðs og manns sé óþörf. Guð sé eingöngu kærleikur og geti hann ekki verið manninum reiður. Maðurinn sé ekki sekur frammi fyrir Quði. Vandi mannsins sé því ekki fólginn I sekt hans og dómi Quðs yfir syndinni. Syndin feli ekki i sér uppreisn gegn Quði og brot á vilja hans, heldur feli hún í sér vanþekkingu og einhvers konar ófullnægð með manninum. Frelsunin felst þá í því að maðurinn öðlist rétta þekkingu á innsta eðli sínu og á Guði og fái þannig fullnægt innstu og dýpstu lífsþörf sinni. Alia tíð hefur verið reynt að þröngva kenningu af þessu tagi inn í kristnina. Það hefur reynst kristninni hættulegt og leitt menn á villigötur, einkum vegna þess að flyfjendur kenningar- innar hafa gjarnan notað orð og hugtök úr Biblíunni, en gefið þeim aðra merkingu. Þegar í frumkristni gerðist það í s.k. gnostisisma. Fylgismenn hans lögðu höfuðáherslu á kenningu Jesú, hann kom til að miðla þekkingu. Þeir þörfnuðust hans sem fræðara en ekki sem friðþægjara. Allar götur síðan hefur þessi kenning skotið upp kollinum annað slagið. INú á dögum er hana m.a. að finna innan guðspeki og fyrir áhrif frá austrænum trúarbrögðum. Ekki þarf að lesa lengi í Piýja testamentinu til að sjá að kenning af þessu tagi er ekki i samræmi við boðskap þess. Þar er höfuðáhersian lögð á að Jesús frelsar manninn með því að friðþægja fyrir synd hans og sekt á krossinum á Golgata. Sú sáttargjörð Guðs er eina von syndugs manns. Það ber einnig við að haldið er á iofti sáttargjörðarkenningu sem er alfarið á hinu hugiæga sviði. Þá segja menn sem svo að Guð sé eingöngu kærleikur. Hann hafl opinberað kærleika sinn í Jesú Kristi. Dauði Jesú á krossinum sé vitnisburður um þennan kærleika. Þessi kærleikur Guðs sé til þess fallinn að vekja gagnkvæman kærleika með manninum svo að hann sættist við Guð. Slík sáttargjörðarkenning á sér ekki stoð í Biblíunni. Þar er dregin upp allt önnur mynd af sáttargjörðinni. Nýja testamentið talar um dóm Guðs yfír syndinni. Það leggur áherslu á að Jesús hafi tneð dauða sínum tekið á sig synd mannsins og dóminn yfír henni. Guð kom þannig á sáttargjörð í sögulegum atburði. Þess vegna getur syndugur maður fest traust sitt á því sem Jesús gerði og öðlast frið við Guð. Hann þarf ekki að byggja á neinu hjá sjálfum sér, aðeins á þeirri sáttargjörð sem Guð kom til ieiðar í Jesú Kristi. Á henni byggist von hans. Kirkja Krists er send með þennan boðskap, hún á að flytja orð sáttargjörðarinn- jir: Látið sættast við Guðl GJG^ 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.