Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Quðmund Inga Leifsson: AÐ DÆMA... Guðmundur Ingi Leifsson er fræðslustjóri í norður- landsumdæmi vestra, búsettur á Blönduósi. Sögnin að dæma kemur fyrir yfir eitthundrað sinnum í Nýja testamentinu. Mvaða gríska sögn er þarna verið að þýða á ísienska tungu skiptir ekki meginmáli í því sem hér skal rætt. Þessi sögn kemur ekki oftar fýrir en ýmsar aðrar. Sagnirnar elska, gefa og biðja koma t.d. mun oftar fýrir. Samt sem áður virðist það að dæma loða við krist- indóminn og kristna menn. Kristnum mönnum hefur verið brigslað um dómsýki og tilhneigingar til að flokka meðbræður sína og áfellast. Þegar við skoðum þá staði í Nýja testamentinu þar sem sögnin að dæma er notuð, kemur í ljós að í langfiestum tilfellum eru menn varaðir við að dæma. „Dæmið ekki til þess að þér verðið ekki dæmdir" (Matt. 7.1.). „Fyrir því hefur þú maðursem dæmir hver sem þú ert enga afsökun” (Róm. 2.1). Og Jesús segir um sjáifan sig: „Quð sendi ekki son sinn í heiminn til þess að dæma heiminn, heidur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann" (Jóh. 3.17). Mvers vegna hafa þá kristnir menn fengið orð á sig fýrir að vera dómharðir. Þetta er erfið spurning og ekkert einhlítt svar til við henni. Þó held ég að megi einfalda þetta með því að segja að ef það er eitthvað eitt sem gerir kristna menn dómharða þá er það syndin. Hvernig má það vera? Jú, fyrsta syndin, upphafssyndin var sú, að mennirnir freist- uðust til að vilja vera Quði skapara sínum líkir, vita mun góðs og ills og geta dæmt eins og hann. Þessa synd verðum við ekki Iaus við fyrr en á efsta degi. Hún er hinum kristna manni fýrirgefin í Jesú Kristi en á meðan við lifum hér, þurfum við að búa við hana. Má vera að þetta sé sú synd sem hvað oftast vitjar þeirra sem vilja taka trú sína alvarlega og lifa eftir orði Quðs. Hið illa brýst þá fram og birtist jafnvel í Ijósengilsmynd, og læðir því að með slægð, eins og höggormurinn forðum: Er það satt að Quð hafi sagt... Dómurinn er Drottins. Okkur er ekki ætlað að dæma. Á efsta degi mun hann dæma hið illa. Jesús dró enga dul á það í boðskap sínum að við erum öll á leið til dóms. Við hikum oft við að tala um dómsdag, en dæmum náungann oftar í hjörtum okkar og orðum. í bók eftir norska prestinn og rithöfundinn Karsten Isachsen sá ég athyglisvert svar við spurningunni: Hvað er dómsdagur? „Það er dagurinn," segir Isachsen, „þegar kærleikur Quðs verður endanlega allsráðandi í heiminum. Þá mun hatrið og hefndin, biturleikinn og öfundin í mér hrópa til fjallanna: Hyljið mig! en finna ekkertskjól." Páll postuli er einn þeirra boðbera kristninnar sem hefur ekki farið varhluta af því að vera talinn haldinn dómsýki. Ég vil þó að lokum leyfa mér að minna á orð hans er hann sagði við Rómverjana: „Dæmum ekki framar hver annan. Ásetjið yður öllu heldur að verða ekki bróður yðar til ásteytingar eða falls" (Róm. 14.13).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.