Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 6
sinna og fela sig því fyrir Guði. En Guð hefur í rauninni aldrei verið reiður sköpun sinni, segja þeir. Hann kallar manninn vingjarnlega til sín og til að leggja áherslu á boð sitt sendi hann son sinn í heiminn. Jesús hefur sýnt með lífi sínu og dauða að Guð er eingöngu kærleikur. Þess vegna er ekki þörf á neinni sáttargjörð af hálfu Guðs, aðeins af okkar hálfu. Slíkur hugsanagangur — sem til er í ýmsum útgáfum — hefur verið nefndur huglœg friðþægingarkenning af guðfræðingum. En við höfum ekki þörf fyrir mannlegar kenningar. Guð er of stór til að við getum fellt hann inn í okkar hugsanakerfi. Vitur mað- ur hefur sagt að við gætum allt eins reynt að lýsa Mont Blanc upp með náttlampa. Hvad segir Bibllan? Við skulum heldur spyrja á ný: Hvað segir Biblían? Við þurfum ekki að lesa lengi í henni til að sjá að hún segir að sambandið milli Guðs og manna sé ekki í lagi. Maðurinn var skapaður í Guðs mynd og lifði í nánu og einlægu samfélagi við hann. En maðurinn óhlýðnaðist Guði og það eyðilagði sambandið milli Guðs og manna (1. Mós. 3). í 5. kafla Rómverjabréfsins stillir postuli Drottins Adam og Kristi upp sem andstæðum. Syndin kom inn í heiminn fyrir einn manna. Fall Adams leiddi af sér fall alls mann- kyns. Allt mannkynið er á valdi syndarinnar, allir hafa syndgað. Það er syndin sem veldur hinum mikla aðskilnaði milli Guðs og manna. Vegna synda okkar hvílir reiði Guðs yfir mönnunum (Róm. 1,18). Syndin er ákaflega alvarlegt mál. Heilagur Guð getur ekki „séð í gegnum fingur" við syndina. Réttlæti hans gerir það að verkum að hann getur ekki lokað augunum fyrir synd- um okkar. Þær hafa gert skilnað milli okkar og Guðs (Jes. 50,2). Fess vegna hrópar lýður Guðs til Drottins úr djúpinu og biður um fyrirgefningu á syndinni og sekt henn- ar. Lestu Davíðssálmana og þú munt sjá það víða. Sjá t.d. Sálm 51. Fyrírgefnmg Guðs er nauðsynleg Þegar Biblían ræðir um sambandið milli Guðs og manna talar hún um syndina — og um nauðsyn fyrirgefn- ingar Guðs svo að við glötumst ekki. En hvernig er unnt að koma sáttar- gjörð milli Guðs og manna til leiðar? Þessi spurning brennur á hverjum þeim sem farinn er að sjá hve synd hans er alvarleg: Hún leiðir til glöt- unar, fj arri Guði (Matt. 25,41 og 46). Mennirnir geta ekki komið sáttar- gjörð í kring. Það kennir Biblían okkur. Við getum ekki bætt fyrir syndir okkar með góðum verkum. Við erum á valdi syndarinnar, fjand- samleg Guði og vilja hans (Róm. 8,7). Við erum því öll dauðasek og eigum skilið eilífan dauða. Syndin kallar á refsingu Mennirnir geta ekki bætt fyrir það sem þeir hafa brotið gegn Guði. Þeir halda oft að þeir geti það, en þeim skjátlast. Jakob sendi Esaú bróður sínum glæsilegar gjafir — hann vildi sættast við hann. Það gekk vel, sjá 1. Mós. 31-32. En við eigum engar gjafir sem við getum goldið með fyrir sekt okkar gagnvart heilögum Guði. Synd- in kallar á refsingu. En nú segir Biblían að Guð hafi sjálfur komið á sáttargjörð milli sín og fallins mannkyns. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3,16). v Við verðum að leggja áherslu á þetta. Ýmsir sem tala gegn sáttar- gjörðinni gera það gjarnan með því að draga upp brenglaða mynd af henni. Þeir segja að kenningin um sáttargjörðina lýsi hugmyndum um hefnigjarnan Guð sem einungis til- neyddur hafi sæst við manninn fyrir þjáningu og dauða sonar síns. En þetta er afbökun og útúrsnúningur. Guð á frumkvæðið Nei, Guð á frumkvæðið. Faðirinn sendir son sinn í heiminn til að frelsa mennina. Sonurinn deyr sjálfviljugur í þeirra stað. Hér stöndum við gagnvart þeim djúpa leyndardómi að Guð, sem í heilagleika sínum er reiður vegna syndar mannsins, er um leið fullur kærleika til sköpunar sinnar. Reiði Guðs er ekki hatur, heldur birtir hún heilagleika hans sem þolir ekki synd. Við getum ekki skilið eðli Guðs með skynsemi okkar. Guð er of stórfeng- legur til þess. „Guð, sem við gætum skilið til fulls, er enginn Guð,“ hefur vitur maður sagt. Guð sendi því son sinn í heiminn, fæddan af Maríu mey, til þess að hann yrði meðalgangari milli Guðs og okkar (1. Tím. 2,5). Aðeins hann einn gat verið slíkur meðalgangari, hann sem er Guð af Guði (Jóh. 1.1 nn) og sannur maður (Gal. 4,6). Hann tók hegninguna á sig Sonur Guðs tók burt það sem gerði skilnað milli Guðs og okkar með því að bæta fyrir það sem við höfðum gert « rangt. Það er að segja: Hann stóð heilagur, hreinn og án syndar frammi fyrir Guði. Og hann tók hegninguna, sem við höfðum unnið til, á sig. Misgjörð okkar kom niður á honum (Jes. 53,5). Hann sem þekkti ekki synd var gjörður að synd okkar vegna, til þess að við yrðum réttlætt fyrir Guði í honum (2. Kor. 5,21). Kristur keypti okkur laus undan bölv- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.