Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 11
LANB Menn fórnuðu lömbum, 2. Mós. ^>3,5; 29,38. Lömb voru matreidd la5*da gestum, Amos 6,4. I líkingamáli Biblíunnar er orðið amb oft notað um veikburða og arræðalausa í hjörð Drottins, Jes. 40>11, sbr. Jóh. 21,15. Lamb Guðs þekkja lesendur Biblí- Ur>nar vel úr Nýja testamentinu. Þar tT átt við Krist, Jóh. 1,29,36; 1. Pét. ’19. Páll kallar Krist páskalamb hins uýja sáttmála, 1. Kor. 5,7, sbr. Jóh. 1,36. Þegar Jóhannes skírari segir í Jóh. l a0 larr|b Guðs beri synd heimsins ^lýtur hann að eiga við að hann sé ”Pjónn Drottins“, Jes 53, sem tekur á Sl8 refsinguna vegna syndar heimsins. ••Sjá, Quðs lamb..." En jafnframt geta orðin í Jóh. 1,29,36 verið notuð með páskalambið í huga (Gyðingar slátruðu lambi um pásk- ana og neyttu þess) og að það sé fyrirmynd Krists, enda má þegar sjá í Jes. 53,7 að „þjóni Drottins“ og páskalambinu er lýst sem hliðstæð- um. „Þjónninn“ leggur sjálfan sig í sölurnar, v. 8,12. Lamb Guðs ber synd heimsins. Það merkir að hver og einn syndari og sekt þeirra allra verður sem einn baggi og byrði sem Kristur tekur á sig. í Opinberunarbókinni, síðasta riti Biblíunnar, er Kristur oft kallaður lambið, sbr. 5,6; 6,1;7,17; 13,8; 14,1 o.fl. Orðið bendir til þjáninganna sem hann leið þegar hann friðþægði fyrir syndirnar, og í 5,b segir Jóhannes postuli sem ritaði bókina að hann hafi séð „lamb sem slátrað væri“, þ.e. Krist. Þannig ber frelsarinn í dýrðinni ávallt merki þjáningar sinnar á kross- inum. „Það er heiður hermanni að bera ör og sár. Eins er það Drottni Jesú mikil sæmd að hann sýnir að hann er lambið slátraða. Þeim sem treysta honum og fylgja honum er það sífelld áminning um það sem hann hefur gert fyrir þá“ (Bengel). TAÍLAMD; Dymar opnast Taíland er í Suðaustur-Asíu og hefur landamæri m.a. að Kam- bódiu, Laos og Burma. Það er álíka stórt og Frakkland og ibú- ar þess eru um 45 milljónir. 1 landinu starfa um 800 kristni- boðar mótmælenda. Segja má að búddatrúin sé svo til alls- ráðandi meðal þjóðarinnar, en trúfrelsi er við lýði. Kristniboðar hafa verið að verki í Taílandi í 150 ár. En ávextir starfsins eru smáir og er talið að meginorsök þess sé hið nána samband milli búddatrúar og þjóðemistilfinn- ingar fólksins. Fyrir nokkru tók að rofa til og menn hafa síðan verið fúsari til að veita fagnaðarerindinu við- töku. Þar mun læknatrúboð hafa átt stóran hlut að máll, svo og vakningar meðal hinna fáu, kristnu Taílendinga, en einnig ótti fólks við áhrif kommúnista. KÍMA: Játa Krist Kínverski kommúnistaflokkur- inn þarf nú að glíma við óvænt vandamál, segir í erlendum blöð- um. Vandamállð er það að marg- ir flokksfélagar eru orðnir kristnir. Á síðasta ári játuðu nokkrir opinberlega að þeir hefðu geflst Jesú Kristi og teldu sig ekkl lengur eiga heima í kommúnistaflokknum. Dagblað eitt í Sjanxí-héraði skrifar: „FlOkksmenn, sem taka þátt í trúarlegri starfsemi, á að senda i endurhæflngarbúðir. Dugi það ekkl, er sjálfsagt að reka þá úr flokknum." En við brottrekstur verða þeir af ýms- um hlunnindum sem félagar kommúnistaflokksins njóta. Leiðtogi hreyflngar, sem vinn- ur að trúboði meðal Kínveija, segir: „Þessir nýfrelsuðu menn eru fúsir til að sleppa öllu vegna Krists." 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.