Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 14
Um hversdags- krístindóm... eftir sr. Lárus Halldórsson Ég á mig ekki hér í veröldinni. Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni. I heiminum, en ekki af heiminum. Eign Drottins, aldrei sjálfs sín herra. Verði keyptir, til þess að lífið vegsami Jesúm Krist. Á þessa lund er þankagangur Nýja testamentisins, þegar það lýsir stöðu kristins manns hér í heimi. í aldanna rás hefur ytra borð mannlífsins ásamt öðru tekið sífelldum breytingum. Samt er mannlegt eðli óbreytt. Og fagnaöarerindið hefur ekki tekið breytingum heldur. Þar með er sú ályktun rökrétt, að lífsköllun kristins manns sé hin sama, hverjar sem ytri aðstæður verða. Enn er hann til þess kallaður að bera Drottni vitni með þeirri kynslóð, sem hann lifir í.Sá vitnisburður trúar- innar skal sjást og vera lifandi í hugsun, orðum og verki. Því það sem ekki er iðkað, stirðnar, dofnar eða deyr út. — Þetta á við um allt líf og hverja lífstjáningu, einnig trúarlífið. Trúarlífið — það líf, sem lifað er í trú og nærist af henni — er aldrei henni óviðkomandi. í lífi hins kristna lærisveins er ekki neitt, sem trúnni kemur ekki við. Því verður aldrei of oft á það bent, að öllum er þörf að vaka, því að barátta trúarinnar á sér stöðugt stað og tekur engan enda hér í heimi. Öllum er full þörf á að spyrja sjálfan sig: Hver er ég? Hverjum tilheyri ég? Hver er staða mín og hlutverk sem lærisveins Jesú Krists? F n þótt þú hafir hugleitt þetta áður eða einhvern tíma, skaltu samt vita, að eitt megineinkenni okkar tíma er, hversu örar og stanslausar breytingarnar verða bæði í umhverfi, viðhorfum og hugsun. Við þetta myndast sífelld spenna. * 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.