Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 16
Um hversdags- kristindóm... Allt annað verður að teljast óeðlilegt. En einmitt á þessu bitnar „tíma- leysið“ mesti. Afleiðingarnar eru aug- ljósar, og enginn kristinn einstakl- ingur þarf að efast um, af hvaða rótum þetta er runnið. T rú í verki. Guðsdýrkun hvers- dagslífsins. Smáatriðin í dagsins önn. Þetta getur sýnt okkur, hvar við stöndum. Því að einmitt þetta vitnar um Krist — eða öfugt. Og þarna er líka smitunin frá umhverfi og aldar- anda hvað varasömust. Aðgætum nokkur dæmi: Stundvísi ætti að vera hluti af trúarlífi þínu. Ef þú segist vera við klukkan 2, þá táknað það ekki klukkutíma síðar eða næsta dag. í fyrramálið er alls ekki eftir hádegi, né „upp úr klukkan eitt“ á að giska kl. 4 síðdegis. Ætlirðu að borga reikning „eftir mánaðamótin“, þá getur það engan veginn þýtt eftir miðjan mán- uð. Þetta er vitanlega nátengt orð- heldni almennt. Það á að vera unnt að taka mark á orðum kristins manns. Enginn unglingur á að þurfa að segja: Það skiptir ekki máli — allir hinir fara svona að. Satt að segja virðist víða skorta allnokkuð á nákvæmnina. Ýmislegt er einfaldlega ekki — eða ætti ekki að vera. T.d. getur kristinn verktaki í iðnaði eða öðru ekki lofað framkvæmd á tilsettum tíma, en vanrækt hana svo vikum saman. Hann getur ekki verið með „svo mörg járn í eldinum“, að engu þeirra sé sinnt af viti. Hann getur ekki valdið öðrum fjárhagstjóni af van- rækslu einni saman. Það vitnar um allt annað en Krist. Óhöpp, veikindi, verkföll og sitt- hvað annað getur valdið töfum og breytt tímasetningum í störfum, en um það er látið vita, sá vandi liggur á öðru sviði en hér um ræðir. Það sem hér er sagt eru einfaldlega dæmi til að undirstrika, að heiðarleiki er einn ávöxtur trúarinnar, í meðferð fjármuna, eigna og vinnu, hver sem eigandinn er. Sama máli gildir um vandvirkni og reglusemi og snyrtimennsku í um- gengni. Það er ekki kristinn vitnis- burður í því fólginn, að verk þitt sé svo illa unnið, að lýti sé að, eða umgengni þín heima eða heiman beri vott um kæruleysi. Sú hugsun ætti hvergi að þekkjast, sem þó ber nokkuð á, að meðferð og umgengni vissra hluta skipti minna máli, af því að „aðrir“ eiga þá, einkum og sér í lagi „hið opinbera.“ Áfram mætti spyrja: Ertu skilvís með það, sem þú færð lánað? Al- kunna er, hve margir gleyma að skila t.d. bókum. Hvernig er með afborg- anir og aðrar peningagreiðslur? Um sumt þar að lútandi gilda allstrangar reglur. En kristinn einstaklingur —- eða félag — ætti aldrei að þurfa slíkt keyri á baki sér. Hvernig ferðu með fé þitt og tíma? Sumir eru eyðslusamir á hvort tveggja. Hvað líður skattamálum þínum? Kristinn maður telur samviskusam- lega fram. Hvað sem öllum þjóðfé- lagslegum rangindum líður, þá er þarna verið að leggja í sameiginlegan sjóð til sameiginlegra þarfa. Skattsvik eiga alls ekki að nefnast á nafn. En margir geta „hagrætt“ hlutun- um á „löglegan hátt“ og sloppið vel frá því. Atvinnurekandinn sýnir bull- andi tap, en lifir sjálfur í lúxus. Auðvitað sér lögfræðingur eða annar fagmaður um framtalið, kannske er hann í sama söfnuði. Óklárt bókhald er heldur ekkert einsdæmi. Innflytjandinn sér ekkert athuga- vert við það, þótt hann beiti smávegis „fiffi“ eins og allir aðrir. Ef hann hagnast svolítið betur með þessu móti, hvað gerir þá til, þó einhver, allsendis óþekktur, verði fyrir ein- hverju tjóni? Ekki er það mér að kenna, ég verð að fara eins langt og ég kemst. Öll þessi dæmi og mörg önnur eru að vísu „heimatilbúin“ hér, en eiga sér samt stað í raunveruleikanum í einhverri mynd. Þau bera í rauninni 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.