Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 19
Hópurinn fyrir utan kirkjuna í Tolkogin að lokinni skiminnl. °fan greinir. þar með eru söfnuð- lrnir hér orðnir þrír og safnaðarfólk samtals 309 manns. Af þeim voru 51 skírður þetta árið, 18 fullorðnir og 33 börn. Nú er starfað meðal kvenna á tveimur stöðum. Undanfarna mánuði hafa konurnar fyrst og fremst unnið að viðgerð á gömlum fötum. í Chep- kopegh er kenndur lestur einu sinni í v'ku. Engin slík kennsla er hér á stöðinni en var þó nokkur fyrri hluta arsins meðan framfarahópurinn starf- aði. Nýlega byrjuðum við með stúlknahóp þar sem Hrönn kennir elstu skólastúlkunum að hekla. Unglingastarfið gekk fremur tregt ^úeiri hluta ársins en erfitt var að Safna þeim elstu saman á föstudags- kvöldunum. í desember byrjuðu kór- ®fingar á nýjan leik og æskulýðs- ^ótið í Chesta í desember var mörg- Urr> til blessunar. Vonumst við til að §eta fylgt því eftir með skírnarnám- skeiði og biblíulestrum í tengslum við kóraefingarnar. Sunnudagaskólarnir voru þrír. ^fikil hjálp er í nýjum sjálfboðaliðum Sem eru kennarar. Við höfum hug á að reyna að sinna betur sunnudaga- skólastarfinu á nýja árinu. Pjórir predikarar voru starfandi á ar>nu. Miklar breytingar urðu í hópn- Ultr. Við höfum séð að þær hafa á ^argan hátt orðið starfinu til bless- Unar. Okkur finnst við ekki hafa nógu tt'arga predikara til að ná til þeirra Sem eru fjarst okkur, á fjöllunum fyrir ^fan, suður og suðaustur af stöðinni. v°numst við til að geta sinnt þeim Svæðum betur í framtíðinni. Námskeið þau sem hafa verið hald- in í Kapengúría hafa verið mikil hjálp, bæði fyrir predikarana og aðra sem hafa sótt þau. Augu öldunganna hafa líka opnast fyrir þýðingu upp- fræðslunnar. Þeir hafa beðið okkur um að vinna að henni í auknum mæli. Purrkur og matarskortur hefur ein- kennt þetta árið, einkum í Chepko- begh. Samt hefur fasti hópurinn kom- ið trúfastlega á samkomur. Pað eru aðallega konur og börn. Á svæðinu eru samkomur á tveimur öðrum stöð- um í hverri viku fyrir utan kvöldsam- komur í heimahúsum. Fyrir austan stöðina, í Chelekatet/ Kachemogen, hefur okkur gengið illa að hafa samband við fólk. Pað hefur ekki komið til kikju þar sem gull hefur fundist í nágrenninu og fólk leitar þess. Við höfum verið beðin að byrja aftur starf í Chemollo, uppi í fjöllunum fyrir ofan Kachemogen, og vonumst til að geta sinnt því á nýju ári. Við höfum farið nokkrar ferðir þangað í haust. Ymsar kirkjudeildir eru að störfum hér í kringum stöðina. Mestu vand- ræðin stafa frá þeim sem ganga um og reyna að sannfæra hina kristnu um að þeir hafi allan sannleikann og séu hin sanna kirkja. Er þetta að því er virðist aðalmarkmiðið, en ekki að ávinna þá til trúar sem ekki eru kristnir. Fimm kennslustofur voru byggðar við skólahúsið hér á stöðinni fyrir fé frá Hjálparstofnun íslensku kirkjunn- ar. Foreldar og skólayfirvöld eru mjög þakklát fyrir þessa hjálp. Auk þess sjáum við um uppbyggingu tveggja skóla úti í héraði. Kjartan Jónsson og Valdís Magnús- dóttir héldu heim í leyfi í byrjun júní. Mikið starf hefur því hvílt á okkur en við lofum Guð sem ber okkur dag eftir dag. Hann er hjálpráð okkar (Sálm. 68,20). Okkar er að sá og vökva, hann gefur vöxtinn. Kristniboðsvinum færum við bestu þakkir fyrir fyrirbæn og allan stuðn- ing á árinu. Ragnar Gunnarsson Jónas Þórisson til Awasa Jónas Þórisson kristniboði og fjölskylda hans munu flytjast frá Konsó til Awasa í Suður-Eþíópíu síðar á þessu ári. Mun Jónas starfa í um það bil tvö ár í höfuðstöðvum suðursýnódu lúthersku kirkjunn- ar. Norsku kristniboðarnir sem við höfum samstarf við úti á akrinum hafa lengi rétt hjálparhönd í mið- stöð sýnódunnar í Awasa, enda eru allir kristniboðarnir starfs- menn kirkjunnar. í haust þarf að leysa einn kristniboðann af og hefur þess verið óskað að Jónas kæmi í hans stað. Gert var ráð fyrir að Jónas kæmi heim til íslands með fjölskyldu sinni á næsta ári, 1986. Vegna þessarar tilfærslu hafa þau hjónin verið beðin um að lengja starfs- önnina um eitt ár, til ársins 1987. Þau munu því koma heim nú í sumar og dveljast hér tvo og hálfan til þrjá mánuði og hefjast síðan handa í Awasa með haust- inu. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.