Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 21
Wang-san. Hann fylgist með í ofvæni. Hann hlustar glaður og hreykinn á svip á svörin, sem berast skýrt og greinilega innan frá litla borðinu. Hann er svo glaður vegna litla blóma- vasans með ódýru blómunum, vegna fallega teppisins á hríshálmsmott- unni, vegna sunnudagsins, sem er dagurinn þeirra, vegna Fo-lin, sem er stúlkan hans. Og Fo-lin krýpur á mottuna. — í nafni föðurins og sonarins og heilags anda. Allt er svo hljótt í litlu kirkjunni. heyrir aðeins tært vatnið drjúpa af enni Austurlandastúlkunnar, er því er ausið yfir höfuð hennar. í eyrum mínum hljómaði það eins °8 sagt væri: '— Silfur, silfur, silfur. Silfurpeningur, sem hefur týnst — nu hefur honum verið sópað upp — sýpað upp frá alda gleymsku. Brot — •'till hluti úr hinum mikla skartgrip Pfottins — hinu himneska djásni hans — fundið og lagt aftur í skaut nans. Fyrir því er gleðin ekki aðeins °kkar, heldur hans, himinsins. . Við syngjum aftur — syngjum Sung, sem okkur er farið að þykja n'Jög vænt um upp á síðkastið. Efni söngsins er þetta: „Ég kem til P'n, þreyttur og sjúkur, með synd 'nargra ára. Ég er glataður, ef ég nölast ekki náð. Miskunna þú, ó, pnðs lamb. — Þvo mig hreinan, já, v'tan sem mjöll! Ó, lát blóð þitt, hið ýra flóð, þvo sál mína hvíta sem mjön.“ g ég stóð í ræðustólnum. Aftur er ókleift að útskýra þetta. En ég skynjaði fótatak á eftir mér á steinsteypunni. Fótatak, sem nam staðar við hlið mér. Og enn einu sinni Var þessi hönd lögð á öxl mér. Og er e8 fletti upp Biblíunni, kom sem ‘'ndblær yfir blaðsíðurnar með kín- Versku táknunum, andblær, djúpur p8 ríkulegur, inn í innstu fylgsnin í 'tla, hrædda hjartanu mfnu. Það tilheyrði þá líka kristniboðs- . 'PUninni. Ekki aðeins það, scm við attum að gera fyrir aðra — að skíra jp og kenna þeim. Nei, hið síðasta, 'ö stórkostlegasta, er okkar: „Og sJú, ég er með yður alla daga, allt til °nda veraldarinnar." Og það var stórkostlegt orð, sem við ætluðum að sameinast um: — „Sjá, guðslambið, sem ber synd heimsins.“ Aftur varð mjög hljótt. Það er ekki alltaf þannig. Oft hlaupa nokkurbörn um og trufla. Móðir, sem man, að hún hefur gleymt potti á ofninum, stendur á fætur í skyndi og hleypur út. Unglingur, sem finnst þetta verða allt of leiðinlegt, eða öldungur, sem megnar ekki að sitja svona lengi. Hann fer, þegar predikunin hefst. Einhver getur líka geispað hátt og lengi, á meðan þú ert að lesa textann, teygt úr sér á bekknum og iðrast eftir að hafa farið svona snemma á fætur á sunnudegi. Eða ef til vill tekur gamli dyravörðurinn allt í einu eftir því, að hann hefur gleymt að ýta gömlu, ryðguðu klukkunni áfram og fer nú skröltandi með stigann og leggur hann upp að veggnum, á meðan þú ert að biðja. Þetta verður að vera komið í lag fyrir predikunina. Því að konurnar líta upp á þessa klukku til þess að vera vissar um að geta komist í taéka tíð og útbúið matinn handa manninum sínum fyrir klukkan tólf. í dag er einkennilega hljótt. Eng- inn óróleiki. Það er eins og hinn guðdómlegi andblær fylli allt hér undir lágu þakinu, sem enn ber merki eftir viðfangsilla fellibylji síðastliðins sumars. Þannig var það ekki alltaf. Stund- um gekkst þú niður af þessum palli sem sigraður og yfirbugaður maðúr. Andaverur vonskunnar voru undir hvelfingunni — sendar niður frá him- ingeimnum. Þær spúðu eldi og skutu eldlegum skeytum að nálægum skot- mörkum. Og hjarta þitt var tómt. Þú varst hjálparvana gagnvart voldugum önd- um. Fátækleg orð þín féllu til jarðar við fætur þér. Þér vafðist tunga um tönn. Orðin komust ekki þumlung áleiðis. Og þú sagðir í neyð þinni og ósigri: Ég skal aldrei predika framar. Nú fer ég aftur til Noregs, næ mér í svolítinn jarðarskikaogfer að plægja. Fo-lin situr á fremsta bekknum og snýr að ræðustólnum. Ég sé, að dökku augun hennar eru full af tárum — tárum, sem springa og renna eins og litlar perlur niður gulbrúnar kinnar hennar. Þau drjúpa niður á steinsteypuna. — Silfur, silfur, silfur. Nú renna þau í stríðum straumum. Að lokum felur hún andlit sitt í höndum sér. Við tölum um Jesúm, sem ber syndir okkar á líkama sínum upp á tréð, frelsarann, sem hangir milli himins og jarðar vegna glataðra manna — vegna silfursins, sem hann hefur týnt. Slíkur morgunn gleymist aldrei. Maður fer niður af pallinum eftir unninn sigur, en óskiljanlega smár, af því að Jesús hefut orðið mikill og hátt upphafinn. j Biblíukonan gengur fram. Hún tekur um herðar Fo-lin, og þær ganga saman inn í litla herbergið að baki kirkjunnar, þar sem við getum verið eiri með tnarineskju, sérii þarfnast hjálpar. JHhrfV g var lengi í kirkjunni þennan morgun. Þeir voru margir, sem voru ekkert að flýta sér að komast heim. Tvær konur sátu á einum bekknum og voru að biðjast fyrir. Maður nokkur studdi höndum undir höfuð sér hinum megin við miðganginn. Hann er ekki heiðingi — hefur verið kristinn árum saman. Drottinn snertir við börnum sínum til þess að helga þau. Ungur drengur — menntaskóla- nemi situr á aftasta bekk grátandi. Ég þekki hann vel. Skírði hann fyrir rúmu ári. Ávallt trúfastur samkomu- gestur. Á æskulýðssamkomunum á laugardögum var sæti hans sjaldan autt; —4 Hvað er það, séöi ér svona erfitt? Ég sit við hliðina á honum. Þá grætur hann með enn meiri ekka. Ég læt hann gráta stundarkorn. Þá róast hann og þúrrkar af sér tárin. — Ég fór í bíó í gærkvöld, í stað þess að koma hingað á æskulýðs- samkomuna okkar. — Gerðirðu það? — Og það var svo léleg mynd, prestur. Hún var svo óhrein. Hún var eín samfelld langlóka af þeim óhrein- Jeika, sem ég á í baráttu við — og vil gjarna sigrast á í mínum eigin huga. Hún var svo soraleg, prestur. Ég lá í marga klukkutíma án þess að geta sofnáð í gærkvöldi. í hvert skipti, sem ég lökaði augunum, rann allt þetta sorajega, allt þetta óhreina að nýju yfir léreftið. Ég varð sjálfur svo óhreinn af því. Og jafnvel núna, hérna í kirkjunni —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.