Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1985, Page 4

Bjarmi - 01.04.1985, Page 4
Hugleiðing eftir sr. Magnús Quðjónsson Sr. Magnús Guðjónsson er biskupsritari HORNSTEINNINN Við byggingu húsa í Palestínu var byrjað að leggja stóran stein í hvert hinna fjögurra horna. Hornstein- arnir mörkuðu grunn hússins. Ut frá þeim var svo raðað steinum í neðstu hleðsluna, svo að hún varð bein og jafnhá. Hornsteinninn var þannig mjög mikilvægur, það þekkja enn góðir hleðslumenn. Jesaja spámaður hefur og þekkt orðið um hornstein- inn. „Sjá, ég legg undirstöðustein á Zíon, traustan stein óbifanlegan,ágætan hornstein“ (Jes. 28,16-17). Hér mætti vel hugsa sér hornsteina musterisins. Eins og sjá má af þeim hluta, sem eftir er af undirstöðu þess, eru þeir steinar engin smásmíði og hornsteinarnir þó mestir. Nú hafði Guð sjálfur lagt traustan hornstein, sem er Jesús Kristur. En Gyðingar höfnuðu honum og sögðu, að hann væri ekki hinn rétti Messías. Þess vegna var svo auðvelt að fá þá til þess að vera samtaka og hrópa nóttina fyrir föstudaginn langa: Krossfestu hann! Það var víst lítið sofið í Jerúsalem þá nótt, nema þá helzt andlegum svefni. Einkaerfinginn, þessi andlegi hornsteinn var tekinn og krossfestur, en hann varð ekki settur til hliðar. Mennirnir höfnuðu honum, þeir vissu ekki, að sá, sem var krossfestur, var Messías þeim af Guði sendur, annar Messías var ekki sannur, allir aðrir Messíasar voru og eru falskir. Hann einn. Dauðinn gat ekki haldið honum í heljargreipum sínum. Sá, sem reisti hann frá dauða var voldugri en öll myrkravöldin, samankomin á einn stað. Lífið sigraði. Sem sigurhetja reis sonur Guðs upp frá dauðum. Fyrstu kristnu predikunina hélt Pétur postuli, þar er hann ómyrkur í máli, sú ræða er vissulega þess virði, að hún sé lesin í heild. Flettu upp á 2. kapítula Postula- sögunnar. Ég mun aðeins nefna fá orð: „Guð uppvakti Jesúm og vér eru allir vottar þess“. Hvers vegna reis þá enginn upp og andmælti fátækum lítt lærðum fiski- manni frá Kapernaum, útkjálka landsins? Pétur vissi vel hvað hann var að segja, hafði m.a. hlaupið út að gröfinni og ekki fundið líkama Jesú þar. Eða þá Páll postuli, algjör andstæða Péturs, há- menntaður á vísu hinna skriftlærðu og í miklum metum hjá þeim. í Postulasögunni 13. kapítula vers 30-31 lesum við: „En Guð vakti hann upp frá dauðum. Marga daga birtist hann þeim, sem með honum fóru frá Galíleu upp til Jerúsalem og eru þeir nú vottar hans hjá fólkinu". Enn fremur er 15. kapítuli Páls í 1. Korintubréfi algjörlega helgaður upprisunni og þar eru þessi eftirtektarverðu orð: „En ef Kristur er ekki upprisinn þá er ónýt predikun vor, ónýt líka trú yðar“. Hér hef ég aðeins dregið fram tvo, sem vitna mjög sterkt um upprisu Jesú Krists. Á þessari staðreynd, á þessum hornsteini hvílir sú hin mikla bygging, sem við nefnum kristna trú, á honum hvílir og vissan um líf að þessu loknu. Sennilega hefur maðurinn alltaf hugsað um framhaldslíf og þó ef til vill meira nú en áður. Þær hugsanir hafa aðeins staðfest það sem við höfum þorað að trúa og vona. Gleði upprisunar er hin sanna gleði. Þegar við höfum náð því takmarki ber betlarinn ekki lengur stafprik sitt eða konungurinn kórónu sína. Báðir taka undir söng aldanna: „Indæll arfur hefur fallið mér í skaut“. En hvað segir bióðin okkar? Guð hefur umvafið hana vernd sinni. Hún reisir glæsilegar, traustar byggingar, sem eiga jafnvel að þola öfluga jarðskjálfta eða aðrar náttúru- hamfarir. En hvermg reisir hún sína andlegu byggingu, hversu traust er hún? Það verður hver og einn að gjöra upp við sig. Eitt er víst, Guð hefur lagt hornsteininn. Kristin kirkja hefur starfað í landinu nær 1000 ár, hún flytur okkur gleðiboðskapinn. Guð er enn að starfi meðal þjóðar okkar og þeir eru vissulega margir, sem reist hafa líf sitt á hornsteininum eina og sanna, Jesú Kristi. Sköpun Guðs var fullkomið listaverk frá hans hendi. Frelsun okkar er einnig fullkomin. Hornsteinninn er í þessum orðum okkar aðeins fyrst og fremst líkingar- mál, táknmál. En er ekki eins og himinn og jörð mætist í ólýsanlegum samruna og þá er takmarkinu náð, ef himnaríki er á jörð? Og þess vegna heldur kristin kirkja áfram að byggja á hornsteininum eina og sanna, Jesú Kristi. Byggingamennirnir höfnuðu honum á sínum tíma, hann er samt orðinn að hyrningarsteini, hann varð ekki settur til hliðar. Þetta er gjört af Drottni. Þess vegna halda kristnir menn þá miklu gleðihátíð sem páskar nefnast. Guð hefur ekki gengið framhjá dyrum þínum. Gleðilega páskahátíð. Magnús Guðjónsson 4

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.