Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Síða 6

Bjarmi - 01.04.1985, Síða 6
vitnisburði Nýja testamentisins að upprisutrúin varð ekki til af því einu að gröfin var tóm, heldur af því fyrst og fremst að vottarnir mættu hinum lifandi Drottni. Tóm gröf, ein og sér, er vafasamur vitnisburður. Það sáu andstæðingar kristninnar þegar á tíma Nýja testamentisins (Matt. 28,13). Hún gat hafa orðið „tóm“ á þann hátt að líkinu hefði verið stolið eða með því að ruglast á gröfum. En á grundvelli vitnisburðanna í heild og vegna þess að opinberanirnar stað- festu það, er gröfin tóma merki þess að Jesús lá ekki áfram í henni heldur reis upp líkamlega. Guðspjallamennirnir vilja greina frá raunveruleika upprisunnar, raun- veruleika sem er handan mannlegrar skynsemi. Það gera þeir með því að segja frá atburðum sem gerðust. Mismuninn í frásögn þeirra verður að skilja út frá því sem hverjum þeirra lá þyngst á hjarta. Innihaid vitnisburðarins í páskafrá- sögnunum er ofvaxið skilningi okkar. Allar tilraunir til náttúrlegra útskýr- inga hljóta því að mistakast. Opin- beranir hins upprisna eru ekki bara sálræn eftirköst eftir dauða Jesú á krossinum. Þær urðu óvænt og ollu ótta .en ekki fögnuði hjá lærisvein- unum. Rétt er að gefa gaum að nokkrum athyglisverðum atriðum varðandi frá- sagnirnar um opinberanir Jesú: a) Listinn yfir vottana í 1. Kor. 15,5-8 hefur að geyma ólíka hópa sjónarvotta sem augljóslega urðu allir fyrir sömu reynslu á mismunandi stað og tíma: Þeir sáu Jesúm upprisinn! b) Sjónarvottarnir þekktu þann sem þeir sáu, að það var Jesús, jafnvel þótt hann virtist þeim ókunnur í fyrstu (Lúk. 24,31; Jóh. 20,16). c) Opinberanirnar tengjast því að lærisveinarnir eru sendir út í heiminn (Matt. 28,18-20). Samkvæmt frásögnum Nýja testa- mentisins eru náttúrleg viðbrögð mannanna í páskavitnisburðinum ekki trú, heldur skelfing, vantrú og efasemdir. Jafnvel lærisveinarnir, sem voru þó þátttakendur í atburð- unum, eru hér engin undanteknmg. Sumar frásagnanna greina frá ótta og skelfingu (Mark. 16,6nn), aðrar bera vott um ráðaleysi (Lúk. 24,11). Margt var án efa óljóst (Jóh. 21,4). Reynsl- an af því hvað páskarnir þýða í raun og veru kemur hins vegar í ljós í fullri dýpt sinni í hverju einstöku tilfelli fyrir sig þegar hinn upprisni hefur birst (Lúk. 24,32nn). Þar sem svo er ástatt getum við sem nú lifum ekki vænst eða krafist meira en þess sem Iærisveinarnir vitnuðu um. Efi getur verið merki um að einstaklingur hefur í raun og veru mætt hinum lifandi Kristi, og spyr sig því spurninga um þennan raunveruleika og tekur af- stöðu til hans. 1 páskafrásögunum um efasemdamanninn Tómas (Jóh. 20,24-29) kemur fram að Jesús tekur hann alvarlega og hjálpar honum til trúar. Upprisa Jesús er nokkuð sem við í raun getum vart gert okkur í hugar- lund. Samt hefur hún átt sér stað í sögunni. Eitt er samhljóða í öllum frásögunum: Hér er ekki um að ræða endurlífgun látins manns sem áfram býr síðan við ógn dauðans. Það sem átti sér stað var allt annað: Sjálfur dauðinn var sigraður. Frásagnir Nýja testamentisins af upprisu Jesú

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.