Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1985, Side 7

Bjarmi - 01.04.1985, Side 7
Rætt við Jens Olav Mæland, kennara á Fjellhaug: Upprisa Jesú er undirstaða boðunarinnar >,Upprisa Jesú frá dauðum hefur a*lt frá bernsku kirkjunnar verið uPphaf og endir kristilegrar boð- Unar, trompspilið sem predikarinn gst lagt á borðið þegar menn ef- uðust um boðskapinn. ^egar Páll talaði á Aresarhæð sókuðu stóuspekingarnir hann um að fjalla um ókunna guði — um ■lesúm og upprisuna. Páll hafði talað svo mikið um Jesúm og uPprisuna að Aþenumenn voru ^rnir að halda að hann ætti við tvo guði. Upprisan er líka kjarninn í ræðu Péturs á fyrsta hvítasunnudag og þar er talað um upprisuna eins og sögulega staðreynd sem allir áttu að þekkja. Þegar menn mæltu á móti boð- skapnum bentu postularnir á upp- risuna, þessa sögulegu staðreynd sem var vel vottfest, eins og þeir legðu þar fram sönnun þess að þeir færu með boðskap sem óhætt væri að treysta." Það er Jens Olav Mæland sem kemst þannig að orði. Hann er kenn- ari á Biblíu- og kristniboðsskólanum á Fjellhaug, Osló (eign Kristniboðs- sambandsins norska). Fyrir skömmu gaf hann út bókina „Án afsökunar“ þar sem hann ræðir um kristilega trúvörn. Þegar reynt er að halda uppi vörn- um fyrir kristna trú er það meginatriði að sýna fram á að upprisa Jesú sé söguleg staðreynd. Við lögðum þessa spurningu fyrir Jens Olav Mæland: „Er unnt að leiða líkur að eða sanna fyrir vantrúarmanni, með haldbærum, málefálegum rökum, að upprisa Krists hafi átt sér stað?„ Köllum á vottana „Þetta verður ekki sannað þannig að öllum efa verði vísað á bug. En við getum teflt fram vottum á sama hátt og þegar færðar eru sannanir fyrir máli í réttarsal og sagt: „Kynnið ykkur þessi viíni, já, með gagnrýni en af heiðarleika.“ Og vitnin eru post- ular og guðspjallamenn. Ef við gerum þetta á eðlilegan hátt komumst við að raun um að þeir eru hvorki „skáld“ né trúvinglar heldur áreiðanleg vitni, enda væri óhugs- andi, ef þeir hefðu farið með rugl, að þeir hefðu verið fúsir til að leggja líf sitt í sölurnar fyrir það. En þeir kusu allir fremur að láta lífið en taka aftur boðskapinn sem þeim hafði verið fengið að flytja. Það er næstum ævinlega þannig við venjulegar, mannlegar aðstæður að við tökum ákvarðanir án þess að hafa sannanir. Þess í stað byggjum við á 7

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.