Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Síða 8

Bjarmi - 01.04.1985, Síða 8
sterkum rökum og vitnisburði trúrra votta. Um upprisuna eru vottar og góð rök fyrir því að hún sé raun- veruleg og við getum aðeins hvatt menn til að taka afstöðu út frá því.“ „Eru einnig til rök utan Biblíunnar fyrir því að upprisufrásögurnar séu réttar? „Jósefus var sagnaritari meðal Gyð- inga. Hann var ekki kristinn maður. Hann ritar um kristna menn og ræðir um upprisuna eins og hún sé söguleg staðreynd. Þá felst óbeinn vitnisburður í því hvernig Gyðingarnir sneru sér í mál- inu. Við vitum núna að ráðið í Jerúsalem gaf út tilskipun um að Gyðingar skyldu halda því fram að lærisveinarnir hefðu stolið líkama Jesú úr gröfinni. En Gyðingarnir gerðu enga tilraun til að finna lík- amann — einfaldlega vegna þess að þeir hafa sjálfir talið ólíklegt að þeir fyndu hann. Tilskipunin var gefin út eingöngu til þess að „Jesúfólkið“ yrði áhrifalaust.“ „GetUm viö fundið eitthvaö nú á dögum sem styður að upprisan hafi átt sér stað? „Við getum aldrei fundið neitt sem dregur úr vitnisburði vottanna í Nýja testamentinu. En með lífi okkar sem kristinna manna getum við staðfest orð vottanna. Persónuleg, lifandi trú er merki þess að Jesús hafi risið upp frá dauðum. Því má finna stað í Efes. 1,19-20. Þar segir að kraftur hans sé að verki á meðal okkar, sami kraft- urinn sem reisti Krist frá dauðum. Upprisan getur því orðið reynsla einstaklinga er þeir hljóta styrk og djörfung sem heldur þeim uppi í nauðum. Upprisukrafturinn tilheyrir ekki aðeins liðinni sögu heldur er hann að verki í söfnuðinum, í þjónustu, bæn, lofsöng og kristniboði. Hin gífurlega útbreiðsla kristin- dómsins í upphafi er söguleg þróun sem heimtar góð rök. Rökin eru aðeins ein. Krafturinn frá upprisunni. Án hans hefði allt starf kirkjunnar verið unnið fyrir gýg. Þeir eru áreiðanlegir „Hvernig geta rhenn reitt sig á að upprisan hafi átt sér stað þegar sann- anir eru ekki til?“ „Ég lít svo á að sannanir séu til og þá á ég við: Áreiðanlegir vottar. Við þekkjum líka mörg dæmi þess að menn trúi að upprisan hafi gerst, það sé söguleg staðreynd, þó að þeir eigi ekki lifandi trú á hinn upprisna Krist. Þar má nefna Agrippa konung. En á meðal þjóðar okkar er nú svo komið, illu heilli, að margt fólk lítur á upprisuna og kristindóminn yfirleitt eins og œvintýri. Það telur þetta ekki vera satt. Við verðum að sýna slíku fólki fram á að þetta sé satt, það hafi gerst. Við kristnir menn hljótum þó að segja að enginn eignast lifandi trú á Krist við það eitt að trúa því að upprisan sé söguleg staðreynd." „Hvernig komast menn þá lengra og eignast persónulegt samfélag við Krist?" „Það er hlutverk okkar kristinna manna að sannfæra fólk um hversu áreiðanlegt það sé að atburðir Biblí- unnar hafi átt sér stað. Þegar við gerum það fylgir heilagur andi rök- semdum okkar, þannig að hann fylgir þeim rökum sem við finnum í ritn- ingunni, og gæðir þau krafti,- Með rökum okkar getum við leitt menn til þeirrar þekkingar að upp- risan hafi að líkindum gerst. En þegar á allt er litið er það heilagur andi einn sem getur endurfætt menn og skapað trúna — þegar Guð vill og þar sem Guð vill. Við eigum að predika og rökræða. Það getur einnig komið fyrir að menn forherði sig, fari undan í flæmingi. En þegar við höfum sýnt fram á að óhætt er að reiða sig á verk Jesú, eru menn án afsökunar ef þeir vísa honum á bug.“ Það gerðist „Hvert er kjarnaatriðið þegar þú predikar um upprisuna? „í fyrsta lagi er mér í mun að kunngjöra að hún hefur átt sér stað. Því næst vil ég reyna að sýna fram á að hér sé um að ræða vitnisburð sem við getum treyst. í þriðja lagi verður hið persónulega einnig að heyrast: Ég hef sjálfur reynt að þetta stenst. Hann lifir líka í mínu hjarta.“ „Skipar fyrsti páskadagur, upprisu- dagurinn, einhvern sérstakan sess í huga þínum sem predikara?" „Já, á vissan hátt má segja að svo sé. Ég finn djúpa gleði í hjarta mér að ég skuli mega flytja boðskapinn um að Jesús lifir. Ef við gætum ekki predikað einmitt þetta værum við aumkunarverðastir allra manna. En í upprisunni er staðfesting þess að Jesú er sá sem hann segist vera. Þess vegna verður páskadagur mik- 8

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.