Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1985, Page 10

Bjarmi - 01.04.1985, Page 10
Kafli úr bókinni „Úr djúpi reis dagur" eftir Bjarna Eyjólfsson Upprísa Jesú Upprisa Jesú var án efa merki- legust alls þess, sem hann hafði lesið og hugsað um um ævina. Hún opin- beraði eilífan mátt Guðs hins alvalda meðal fallins mannkyns. Hann fór ekki að lesa um upp- risuna, vegna þess að hann væri út af fyrir sig sannfærður um sannleika hennar. Hann hafði heyrt svo margt um þetta, bæði að líkami Jesú hefði ekki getað verið risinn upp og að öll sagan væri runnin frá einhverjum ímyndunarveikum konum og trúuð- um lærisveinum, sem létu blekkjast bæði af öðrum mönnum og óskhyggju sjálfra sín. Hann hafði heyrt mörg mótrök og kunni þau utanbókar. Og því var ekki að leyna, að það var margt, sem kom ekki alveg heim og saman, þegar hann las þannig guðsspjöllin fjögur og bar saman einstök atriði í þeim. Síðar hugkvæmdist honum að bera það einfaldlega saman, sem skýrt var frá á sama veg, án nokkurra skýr- ingarrita. Það voru sérstaklega tvö atriði, sem hann dvaldi við. Hið fyrra var, að allir voru á einu máli um, að líkami Jesú hafði farið út úr gröfinni. í því efni voru þeir allir sammála. í annan stað var það afstaða læri- sveinanna til atburðarins. Fullt sam- ræmi var milli frásagna um hug þeirra fyrir og eftir atburðinn árla á páska- dagsmorgun. Þeir höfðu ekki vænst upprisu Jesú. Það var deginum ljósara, að öll von um, að þeir sæju hann aftur, var orðin að engu. Konurnar komu til þess að sjá líkið. Postularnir vissu, að líkið hvíldi í gröfinni. Þeir voru allir vantrúaðir, hver einasti þeirra, meira að segja eftir að fyrstu frásögurnar bárust af því, að ekki væri allt með felldu — þangað til Jesús sjálfur gat sannfært þá. Það eitt virtist þeim eðlilegt, að líkami Jesú hvíldi í gröfinni. En sú var sem sé ekki raunin á. Og síðan voru það tilraunir Jesú til að sannfæra þá um, að hann hefði í raun og veru risið upp frá dauðum. Hann lét þá þreifa á sárum sínum. Hann neytti matar með þeim. Hann fylgdi þeim og talaði við þá, sem „átu og drukku með honum, eftir að hann var risinn upp frá dauðum,“ eins og Pétur orðaði það í ræðu sinni í húsi Kornelíusar. Best kom þetta fram í guðspjalli Lúkasar: „Hann sagði við þá: Hví eruð þér óttaslegnir, og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér og lítið á, því að andi hefur ekki hold og bein eins og þér sjáið mig hafa. Og er hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. En er þeir trúðu ekki enn þá fyrir fögnuði og voru fullir undrunar, sagði hann við þá: Hafið þér nokkuð til matar? Og þeir fengu honum stykki af steiktum fiski. Og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.“ Það lék ekki á tveim tungum, að Biblían boðaði líkamlega upprisu Jesú. Og postularnir vitnuðu um hana með miklum krafti. En var hún sönn? Var hún stað- reynd eða ekki? Efinn sótti á hann, enda þótt honum væri fullljóst, hver væri hin postullega kenning. Honum fannst hann yrði að fá stuðning utan að, ef 10 J

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.