Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1985, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.04.1985, Qupperneq 15
POSTULI Postuli er sendimaður sem hefur umboð húsbónda síns. Orðið er not- að í Nýja testamentinu í þremur mismunandi samböndum. Jesús er kallaður „postuli játningar vorrar“ í Hebr. 3,1- Att er við að Guð hafi í Kristi veitt okkur hina full- komnu opinberun. - Þá eru tilteknir kristniboðar nefndir postular, t.d. í Post. 4,4,14. En venjulega er orðið notað um postulana 12. Jesús sjálfur kallaði þá postula, Lúk. 6,13. Jesús kvaddi læri- sveina til fylgdar við sig þegar í upphafi starfs síns. Um þær mundir var ekki óalgengt að guðhræddir Gyð- ingar fylgdu skriftlærðum manni um skeið. í þessu tilviki var munurinn á Jesú og hinum skriftlærðu m.a. sá að enginn fékk að fylgja Jesú að eigin frumkvæði heldur einungis ef Jesús kallaði hann. Síðan kjöri Jesús 12 menn úr hópi lærisveinanna og nefndi postula. Þeir áttu að vera sendimenn hans og fara með fullu umboði hans. Eflaust er talan 12 táknræn. Postul- urnir eru jafnmargir og ættkvíslir fsraels. Þannig ber talan 12 vott um að Jesús segist vera Messías, hann sem koma átti. Jesús lýsir hlutverki þeirra sérstak- lega í Matt. 10 og Jóh. 14-16. Þeir hafa umboð og vald frá Jesú, Matt. 10,14. Þeim er veitt örugg þekking á orði hans, Jóh. 14,25. Andinn mun leiða þá í allan sannleika, Jóh. 16,13. Fyrir orð þeirra munu menn taka trú á Jesúm. Meðan Jesús dvaldist á jörðinni menntaði hann postulana til starfa síns. Sé litið á guðspjöllin virðast þeir einkum hafa verið vottar að orðum hans og verkum fyrst framan af. Þess er sjaldan getið að hann hafi frætt þá sérstaklega, Mark. 4,10-25, 35-41; 6,7-11, 31, 47-52; 8,14-21. í þessu samfélagi þeirra við Jesúm afhjúpaði faðirinn þó hið raunveru- lega eðli sonarins, svo að Pétur gat fyrir hönd sjálfs sín og hinna borið fram játninguna um trúna á guðdóm Jesú, Matt. 16,16. Jesús svarar þess- ari játningu með því að segja þeim frá væntanlegum píslum sínum, Matt. 16,21, og með orðum, sem hljóta að hafa orkað sterkt á þá, um sjálfs- afneitun, auðmýkt og þjónslund, Matt. 16,24nn. Ætla má af frásögn Markúsar að eftir þetta hafi Jesús tekið að fræða þá æ meir. Jóh. 13-17 staðfestir þetta, enda beinir Jesús skilnaðarræðu sinni til þeirra og æðstaprestsbænin varðar þá fyrst og frefnst. Vald postulanna í frumsöfnuðinum var afar mikið. Það má sjá þegar í Post. 1,1-11. Halda átti tölunni 12 og því var nýr postuli valinn í stað Júdasar, Post. 1,16-26, til þess að hann skyldi bera vitni um upprisu Jesú eins og hinir postularnir. (Því hefur stundum verið haldið fram að þetta hafi verið mistök því að ekki fari milli mála að Páll hafi verið raun- verulegur postuli og postularnir séu 12 samkvæmt Opinb. 21,14.) Áður en Jesús steig upp til himna hafði hann ítrekað hvert verkefni þeirra væri, Matt. 28,16nn; Lúk. 24,48nn; Post. 1,8. Einhver hefur sagt: „Þeir eru sendiboðar Krists. Þegar menn veita orðum þeirra við- töku og hlýða boðum þeirra sýna þeir að þeir trúa á Krist. Postularnir mega ekki beita þvingunum að ytra hætti í söfnuðinum. Söfnuðurinn á að hlýða þeim af fúsum og frjálsum vilja. Með því heiðrar hann það vald sem Guð hefur gefið þeim.“ Postularnir verða einnig kristniboðar sem stofna nýja söfnuði. Páll leggur mikla áherslu á að hann sé postuli og hafi myndugleika í samræmi við það, Róm. 1,1; 1. Kor. 1,1; 2. Kor. 1,1; 1. Þess. 2,13 o.s.frv. Einnig hann hefur séð hinn upprisna. (Jesús hafði birst honum í dýrðar- líkama fyrir utan Damaskus, Post. 9.) Boðskapurinn sem Páll flytur er guð- dómleg opinberun, 2. Kor. 2,6-13; 14,37 o.v. Postularnir fluttu hina fullkomnu og endanlegu opinberun um hjálp- ræðið, Júd. 3. Efni Nýja testamennt- isins er að mestu boðskapur post- ulanna. Vitur maður hefur sagt: „Kristin- dómurinn hefur aldrei verið til án þeirrar vissu að orð postulanna skipi sérstöðu, þau séu réttur mælikvarði trúarinnar og andi Guðs hafi knúið þau fram, þau feli í sér boðskap um opinberunina í Kristi.“ Þannig þekkj- um við Krist nær eingöngu fyrir vitnisburð postulanna. 15

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.